blaðið - 10.12.2005, Síða 54
541 ÍPRÓTTIR
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 blaöið
,Þú spilar bara í þeim takkaskóm
sem þér finnst best að vera í"
- segir Páll Einarsson fyrrum fyrirliði Þróttar í knattspyrnu.
Það er ekki ofsögum sagt að allt sé
nú komið upp í háaloft í herbúðum
Þróttara í Reykjavík. Við greindum
hér fyrr í vikunni frá ágreiningi á
milli þjálfara meistaraflokks karla,
Atla Eðvaldssonar, og fyrirliða liðs-
ins, Páls Einarssonar, sem er reyndar
nú í dag fyrrum fyrirliði Þróttar þar
sem hann er hættur.
1 gær birti Fréttablaðið tilkynn-
ingu frá Atla Eðvaldssyni þar sem
hann fer ekki fögrum orðum um
Pál Einarsson hvort sem er um fyrir-
liðann Pál Einarsson eða persónuna
Pál Einarsson.
Páll Einarsson var í viðtah síðast-
liðinn mánudag í útvarpsþættinum
Mín skoðun á XFM þar sem hann
vildi ekkert tjá sig um brotthvarf
sitt frá Þrótti en skoraði hins vegar
á Atla að koma fram og tjá sig. Atli
varð við því en undirritaður hringdi
í Atla síðastliðinn þriðjudag og vildi
fá viðtal við hann en hann bað þá
um að fá nokkra daga til að gefa
út tilkynningu um málið. Allt í
lagi með það. Það kom þvi undirrit-
uðum verulega á óvart þegar hann
sá þetta í Fréttablaðinu i gær. Atli
sendi fréttatilkynninguna á 365 eins
og aðrir fjölmiðlar væru ekki til.
Þegar undirritaður hringdi í Atla í
gærmorgun vegna þessa þá spurði
hann: „Af hverju hringdirðu ekki?“.
Þessi spurning minnir óneitanlega
á Fótboltasögu Guðna Bergs þegar
Atli spurði Guðna af hverju Guðni
hafi ekki hringt i hann til að boða
komu sína á ný í landsliðið. Átti
fréttamaðurinn Valtýr Björn í þessu
tilviki að finna það á sér hvenær
fréttatilkynningin yrði gefin út?
Held ekki. Atli sendi ekki einu sinni
á Morgunblaðið. Þess ber að geta
hér að Atli Eðvaldsson skrifar undir
þessa tilkynningu með nafni og
sem þjálfari meistaraflokks Þróttar.
Spurt er. Sitja ekki allir fjölmiðlar
við sama borð hjá Þrótti?
En að greininni. Að mati margra
knattspyrnuunnenda sem hafa lesið
greinina í Fréttablaðinu, fer þjálfari
Þróttar langt yfir strikið þar sem
hann vegur illa og ómaklega að per-
sónu Páls. Ágreiningur þeirra á sér
nokkrar ástæður. Atli vildi að Páll
spilaði í skrúfutökkum á blautu
grasi en ekki á malartökkum. Atli
var óánægður með framferði Páls
i þýðingarmiklum leik gegn ÍBV í
sumar þar sem Atli segir hann hafa
komið óundirbúinn til leiks, fengið
sér samloku fyrir leik og fleira.
Saman fléttast þetta, grastakkarnir
og ÍBV-leikurinn, þegar Atli segir
í tilkyninngunni að „hann hafi
ítrekað reynt að tala um fyrir Páli en
hann láti ekki til segjast. Enda hafi
ófáar rassadettur hans ekki bara
kostað okkur mörk, heldur líka stig
og fall um deild.“
Undir fyrirsögninni: „Með bumb-
una hangandi yfir buxnastrenginn"
vegur Atli mjög að persónu Páls Ein-
arssonar. Talar þar um aldur, hæð
og þyngd og segir: „Páll er á 34. ald-
ursári sem er hár aldur fyrir knatt-
spyrnumann. Hann er leikjahæsti
maður Þróttar frá upphafi. Hann
hefur leikið 362 leiki. Þótt Páll sé
leikjahæsti leikmaður Þróttar kemst
hann ekki inn á lista yfir fimm leikja-
hæstu leikmenn Þróttar i efstu deild.
Hann kemst ekki inn á topp fimm
yfir markahæstu leikmenn Þróttar í
efstu deild. Hann er ekki í líkamlega
góðu ástandi og hefur langa meiðsla-
sögu að baki. Hann er alltof þungur.
Páll er rúmir 180 senimetrar á hæð
og vigtaðist þann 15. nóvember 92
kíló sem er alltof þungt fyrir miðju-
mann sem gefur sig út fyrir að vilja
spila í efstu deild. Þetta er vandamál
sem Páll hefur víst aldrei sýnt neinn
vilja til að taka á. Fótboltamenn eiga
ekki að vera með bumbuna hang-
andi yfir buxnastrenginn. Páll hefur
alið sinn leikferil í 1. deild. Þau þrjú
tímabil sem hann hefur spilað í
efstu deild hefur hann sem fyrirliði
leitt lið sitt til falls,“ segir Atli Eð-
valdsson meðal annars í grein sinni.
Þetta eru vissulega stór orð.
Þá hafa Atli og Páll deilt um
æfingar en upp úr sauð eftir æfingu
föstudaginn 25. nóvember síðastlið-
inn þegar Þróttarar voru í World
Class æfingastöðinni. Þar fór Páll í
fyrra fallinu vegna jólahlaðborðs en
Atli segir að hann hafi svikist undan
æfingum. Páll sagði í útvarpsþætt-
inum Mín skoðun á XFM í gær að
þetta væri ekki rétt hjá Atla. Hann
hafi mætt fyrr og gert sínar æfingar
og farið síðan. Ennfremur segir Atli
í greininni að hann og Páll hafi átt
einhverja tvo fundi um málið sem
Páll segir hafa verið einn. Þegar Páll
var spurður út í grein Atla Eðvalds-
sonar voru hans fyrstu viðbrögð að
honum hafi verið brugðið.
En hvert er málið eiginlega að mati
Páls?
„Ég held að aðalmálið hafi verið
gert út af þessari föstudagsæfingu.
Fyrir mér er eitthvað samlokuát eða
takkaskór ekkert mál. Þú spilar bara
í þeim takkaskóm sem þú ert í og þér
finnst best að vera í. Eg var ekkert
sá eini sem var í malartökkum. Að
koma með einhverja svona ástæðu
fyrir brottrekstri finnst mér vera
dálítið langsótt," sagði Páll Einars-
son í gær.
Um seinni hluta greinar Atla
eða fréttatilkynningu, sagði Páll:
„Þessi seinni hluti greinarinnar
er nokkuð sem ég átta mig ekki
alveg á af hverju hann er að koma
með. Þetta er nokkuð sem kemur
þessum ástæðum ekkert við. í heild
er þetta, þegar maður les þetta, bara
persónulegt.“
En kom þeim Atla eitthvað illa
saman?
„Nei alls ekki. Á engan hátt og við
höfum aldrei talað hátt hvor við
annan eða neitt þess háttar. Ekkert
svoleiðis,“ sagði Páll Einarsson í sam-
tali í útvarpsþættinum Mín skoðun
á XFM í gær.
Aðspurður um hvort möguleiki
væri á að Páll spilaði með Þrótti á ný
ef Atli hætti sem þjálfari sagði Páll:
HM-boltinn
kynntur
í gærkvöldi
í gærkvöldi var dregið í riðla í
heimsmeistaramótinu í knatt-
spyrnu sem fer fram í Þýskalandi
næsta sumar. Þá var einnig
kynntur til leiks fótboltinn sem
verður notaður í keppninni en
kynningin fór fram í Leipzig.
Boltinn heitir +Teamgeist og það
er að venju Adidas sem framleiðir
þennan fótbolta. Hann býr víst yfir
alveg nýrri tækni. Ysta lag boltans
er sett saman af 14 einingum í
stað 32 í hefðbundnum fótbolta.
Við þetta fækkar svokölluðum
þriggja hliða samskeytum sem
er minnkun upp á 60% og eins
fækkar öðrum samskeytum
um 15% frá fyrri keppnisboltum.
„Nei, það geri ég ekki. Það er
alveg kristaltært að það verður ekki,“
sagði Páll.
Hann sagði einnig að hann væri að
velta öðrum liðum fyrir sér en það
mátti augljóslega heyra á viðtalinu
í gær við Pál Einarsson að honum
var mjög brugðið yfir grein/fréttatil-
kynningu Atla Eðvaldssonar.
Þetta mál virðist ekki vera leyst þó
svo að Atli og stjórn Þróttar telji að
svo sé. Það eru jú til stuðningsmenn
sem eru ekki á eitt sáttir í málinu.
Meirihluti þeirra, sem undirritaður
hafði samband við í gær og eða létu
í sér heyra, var á því að Atli Eðvalds-
son, þjálfari, hafi með þessari grein
eða fréttatilkynningu farið langt
yfir strikið og eru margir efins um
að stjórn félagsins hafi fengið að lesa
yfir títt nefnda grein/fréttatilkynn-
ingu. Ef svo er ekki, hvað verður þá
gert? Hvernig verður andrúmsloftið
fyrir Atla á næstu misserum innan
Þróttar. Fær hann þann stuðning
sem þjálfari þarf til að geta einbeitt
sér og náð árangri? Þetta eru margar
spurningar og þær eru eflaust miklu
fleiri. Eitt er nokkuð víst að þessu
máli er hvergi nærri lokið þó svo
að Alti Eðvaldsson segi í greininni/
fréttatilkynningunni að þetta séu
hans síðustu orð í þessu máli.
Þetta þýðir að boltinn hefur
betra kúlulaga yfirborð en aðrir
fótboltar og er hann sá nákvæm-
asti sem ffamleiddur hefur verið.
Samkvæmt prófunum er þessi
bolti þrisvar sinnum nákvæmari
ern aðrir keppnisboltar í dag.
+Teamgeist-boltinn er hvítur
og svartur eða í sömu litum og
litir þýska knattspyrnulandsliðs-
ins og hefur hann einnig gylltar
línur sem endurspegla litinn í
heimsmeistarabikarnum sjálfum.
Nafnið, Teamgeist, er byggt
á því allra mikilvægasta í
boltanum eða liðsandanum.
20% afsláttur 8. -15. desember
I m
Auglýst er eftir framboðum til prófkjörs í Reykjavík
Ákveðið hefur verið að efna til prófkjörs til að velja sex efstu
frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík við borgarstjórnar-
kosningarnar 27. maí 2006.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 28. janúar 2006.
Hér með er auglýst eftir framboðum
Frambjóðendur geta þeir einir orðið sem hafa kjörgengi til
borgarstjórnar Reykjavíkur og eru félagsmenn í Framsóknar-
flokknum.
Framboðum skal skila skriflega til skrifstofu Framsóknar-
flokksins, Hverfisgötu 33 (2. hæð), 101 Reykjavík. Yfirlýsingu
um framboð skal fylgja mynd og stutt æviágrip. Framboðs-
frestur er til kl. 16.00 fimmtudaginn 29. desember 2005.
Nánari upplýsingar eru veittará skrifstofu Framsóknarflokksins í
síma 540 4300.
Stjórnir kjördæmasambanda framsóknarmanna í Reykjavík.
fyrirframgreidd símakort fyrir alla síma
Mjög ódýr símtöl til útlanda - allt að 1630 mínútur
c
*