blaðið - 15.12.2005, Side 30

blaðið - 15.12.2005, Side 30
30 I ÝMISLEGT FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 blaðið Ljósmyndanám nýtist bœði lœrðum og leikmönnum Ljósmyndaskólinn kennirfólki að taka betri myndir ,Einn þriðji af því fólki sem kemur á námskeið til mín vill læra að taka betri myndir og tekur myndir í tómstundum sínum“, segir Sigríður Ólafsdóttir (Sissa) annar eigandi Ljósmyndaskólans. Hún segir að Ljósmyndaskólinn hafi þróast úr því að vera þriggja mánaða námskeið í að verða nám sem tekur heilan vetur. „Þetta er mikil vinna og ég mæli ekki með því að fólk sé í fullri vinnu með náminu. Það er kennt tvö -þrjú kvöld í viku og stundum um helgar og einnig fer mikill tími í heimavinnu. Margir sem koma í Ljósmyndaskólann halda áfram og sækja um nám erlendis. Þetta virð- ist vera góður grunnur fyrir frekara nám því þeir sem hafa sótt um nám erlendis hafa undantekningarlaust komist inn,“ segir Sissa. í Ljósmyndaskólanum er kennt að framkalla og stækka myndir og fólki er kennt að vinna með filmur. Sissa segir farið í tæknilegan grunn ljósmyndunar og síðan er stiklað á ýmsum sviðum ljósmyndunar, s.s. fyrir dagblöð, tímarit og listaljós- myndun. „Ef fólk kann á filmuvél er létt að skipta yfir í digital og með því að læra á filmu er auðveldara fyrir fólk að skilja ljósmyndunina," segir Sissa. Hún segir aldurshóp þeirra sem eru í ljósmyndaskólanum vera frá 20-50 ára en að meðalaldurinn sé 30-35 ára. „Það er gaman að fylgj- ast með því hvað fólk vinnur misjafn- lega eftir aldri. Þeir sem eru yngri eru djarfari en þeir eldri pæla meira í hlutunum, eru að þessu til að læra og eru samviskusamari. Þeir sem Mynd/Cúndi eru eldri vita líka að maður uppsker eins og maður sáir en mér finnst ald- fyrirallt áhugafólk um knatt- T~~- spyrnu EÍdri bœkur á úlboöi í^' . \ ^ V índur urshóparnir vinna mjög vel saman," segir Sissa. Sissa segir ljósmyndun meira krefjandi en margir geri sér grein fyrir en sjálf lærði hún erlendis. ,Eg stofnaði þennan skóla því mér fannst vanta góða grundvallarþekk- ingu í Ijósmyndun hérna heima,“ segir Sissa. Hún segir suma vera með myrkraherbergi heima hjá sér og vinni við ljósmyndun en komi í Ljósmyndaskólann til að bæta við þekkingu sína. Þá er ekki óalgengt að fólk sem hefur verið í listnámi komi í skólann. Leifur Rögnvaldsson maður Sissu og hinn eigandi Ljósmyndaskólans segir suma sem byrja í ljósmyndun af áhuga fái brennandi áhuga á fag- inu og endi á því að leggja hana fyrir sig. hugrun@vbl.is Sjáið myndirnar á www.bilamarkadurinn.is ^BciamanÁrtciufictuí • SttUSLiutmmi 46 £ • ‘XitnvmU S. 567 1800 Hvað vilt þú fá í jólagjöf? Og hvað er það besta sem þú hefurfengið? Steingrímur Gauti Ingólfs- son, menntaskólanemi „Veistu, það er bara enginn búinn að spyrja mig að þessu. Ætli ég verði ekki að segja áskrift að einhverju skemmtilegu timariti, góðu slúð- urblaði. Fyrir því eru svosum fáar ástæður, mér leiðist ótrúlega mikið þessa dagana og þegar manni leið- ist er fínt að geta gert eitthvað sem skiptir engu máli. Eins og að lesa slúðurblöð. Annars hlakka ég mikið til jólanna, ég hef verið erlendis síðustu tvö jól og bíð því óþreyju- fullur eftir því að fá að upplifa ekta íslensk jól, með hangikjöti og fjöl- skylduhangsi. Það er alltaf voðalega notalegt. Það besta sem ég hef fengið í jóla- gjöf er líklega Kawai-skemmtari sem ég fékk þegar ég var 12 ára gam- all. Þá eða Legokastali einhverntíma í fyrndinni. Eg hef alltaf verið mjög hrifinn af vörunum frá Lego - þær hjálpa mér að einbeita mér, nú eða slappa af þegar svo ber undir.“ haukur@vbl.is Faröi gegn hrukkum Dior hefur sent frá sér farða sem er engum líkur. Auk þess að vera farði þá vinnur Dior Sculpt Line- Smoothing Lifting Make up gegn hrukkum og ýtir undir ferskleika andlitsins. Farðinn sléttir úr línum í andlitinu og í raun má segja að hann sé minniháttar andlitslyfting, á meðan á notkun stendur. Andlitið er alltaf ferskt og heilbrigt útlits með Dior Sculpt farða. Dior Sculpt fæst í sex húðlitum og ættu þvi flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. 022 “'IOKSKIN l’CULPT ' ON’D DFlDNT 4 L'SSANT • ' 'A'nV' • >4. UXKVip . ■£. I)i, Soin Corjjjj áuto-Bronzont fcnning 0d)' Uuio m ‘r *•«* Ooldrn «1 tm m Húðkrem með sjálfs- brúnku Það er alltaf hægt að treysta á að Clarins geri enn betur og nú er komið ansi merkilegt body lotion á markaðinn. Clarins Radiance-Plus self tanning body lotion er húðkrem með sjálfsbrúnku. Kremið blæs nýju lífi og ljóma í húðina enda er það uppfullt af vítamínum og raka. Húðin öðlast ljóma Hkt og eftir sól- bað og skín af hreysti. Glimmer yfir hátíð- arnar Þar sem glimmer og glans er aðal- málið um hátíð- arnar væri ekki verra að fjárfesta í þessum sniðuga brúsa sem inni- heldur glimmer í milljónavís. Bourjois glimmer brúsinn gefur silfraða og fallega áferð og má nota á líkama og hár. Glimmer dreifist jafnt og vel um húðina og er ein- mitthæfilegtenda bara spreyað á.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.