blaðið - 15.12.2005, Qupperneq 32
32 IFÖNDUR
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 I blaðiö
_L
Gaman að eiga
og gefa hluti
eftir sjálfan sig
Jólaföndrið búið að vera vinsœlt
Jólaföndrið hefur verið mjög
vinsælt fyrir jólin en það er að
draga úr því núna allra síðustu
daga, kannski vegna þess að fólk
er upptekið við annað“, segir Þór-
hildur Guðmundsdóttir sölukona í
Skólavörðubúðinni.
„Fyrr í mánuðinum var fólk mikið
að koma og kaupa efni í jólakort en
við erum með allt til kortagerðar,
þ.á.m. karton, límmiða og skreyt-
ingar í gylltu og silfruðu ásamt
glansmyndum."
í Skólavörðubúðinni er hægt að
fá tilbúið jólaföndur í pakka sem
aðeins þarf að setja saman, mála og
skreyta. „Jólaföndrið er búið að vera
mjög vinsælt en þetta eru jólafígúrur,
englar úr frauðkeilum og jólaköttur.
Þá hafa filtsokkar verið vinsælir og
fólk er mikið að sauma þá handa
börnum og barnabörnum. Dúkar
undir jólatré hafa líka verið vinsælir
en þeir eru seldir í tilbúnum pakkn-
ingum. Jólaföndurvertíðin byrjaði
um miðjan nóvember og fólk virðist
taka sér tíma í þetta þrátt fyrir hraða
þjóðfélagsins“, segir Þórhildur.
Föndur þarf ekki að vera bundið
jólunum og í Skólavörðubúðinni er
hægt að fá nýja gerð af skrautgarni
sem hefur verið vinsælt í slæður og
hárbönd. Garninu fylgja leiðbein-
ingar sem auðvelt er að fara eftir.
Þórhildur segir kosti föndurs
fram yfir keypta hluti þá að það sé
gaman að eiga og gefa eitthvað eftir
sjálfan sig.
hugrun@vbl.is
v\®
.aV
\<?
Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu í dag
á holar@vbl.is og þú gætir eignast eintak
af bókinni Karlar ljúga, konur gráta.
Blaðið
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
blaóió
D
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
Gerum fallega hluti
úr vönduðu hráefni
Eftir því sem þjóðfélagið verður
þróaðra verður eftirsóknarverð-
ara að koma vinum á óvart með
hlutum sem eru heimagerðir.
Föndur snýst ekki bara um lím
og pappír. Föndurstofan býður
m.a. upp á námskeið í skartgripa-
gerð þar sem allt hráefni er fyrsta
flokks.
„Við erum með efni í perlusaum,
kortagerð og tækifæriskort“, segir
Brynjar Guðmundsson sem rekur
Föndurstofuna ásamt Geirþrúði
Þorbjörnsdóttur konu sinni. „Við
höfum verið með námskeið þar sem
kennt er að perla utan um jólakúlur,
fera þrívíddarlampa og skartgripi.
skartgripagerð erum við aðallega
með japanskar perlur. 1 perlusaum-
inn erum við með Swarovski steina
frá Austurríki sem eru notaðar í
kúlurnar.
Þrívíðu lamparnir hafa verið mjög
vinsælir en allt efni sem þarf í lamp-
ana kemur í einum pakka, og við
erum líka með námskeið í að setja
lampana saman. Þrívíddarlampar
eru til í mörgum gerðum. Þá erum
við með námskeið í skartgripagerð
og grænlenskum perlusaumi.“
Brynjarsegirnámskeiðinspanna
eina kvöldstund og byrja næstu
námskeið í janúar. „Svokall-
aðar þrívíddarmyndir
eru mjög vinsælar um
þessar mundir en við
eigum 500 gerðir af
þrívíddarörkum til
að gera þvívíddar-
myndir. Það nýjasta
í kortagerð er að líma
efni á hart plast sem
síðan er klippt út og
skreytt með glimmer-
lími. Það má gera allar ?'
gerðir tækifæriskorta
með þessari aðferð.“
Eitt af því fyrsta sem
á Föndurstofunni gerðu og urðu
þekkt fyrir var að bora mynstur út í
geisladiska. „Hér notum við föndur-
bor til að gera götin og saumum
síðan í með glimmerþræði. Diskana
er bæði hægt að setja í ramma og
nota sem myndir eða setja á kort.“
Þríviddarlampar eru nýjung á Islandi.
Myndin er i 6 lögum úr pappa plasti svo
hægt er aö þurrka af lampanum.
Armband gert eftir aðferð sem kallast rússneskur spírall. Hægt er að gera þessi arm-
böndílOOIitum.
Brynjar segir að eftir því sem
þjóðfélagið verði þróaðra verði eftir-
sóknarverðara að fá hluti sem fólk
geri sjálft. Hann segir föndur vera
afslappandi og það hvetji fólk til að
einbeita sér aðeins að því sem það er
að gera þá stundina og því gleymist
annað stress. Brynjar segir fólk á
öllum aldri sækja námskeiðin.
Föndurstofan er til húsa að Síðu-
múli 15 og hægt er að panta vörur
og námskeið á netinu. Brynjar segir
allan aldur koma á föndurnámskeið
hjá sér.
hugrun@vbl.is
Skrautið á kúlunni er gert úr
Swarovski steinum
• JÓLASVEINARNIR ÞRETTÁN •
• DE TRETTEN JULESVENDE •
• THE THIRTEEN ICELANDIC CHRISTMAS LADS •
Vísur á íslensku, dönsku og ensku um íslensku jólasveinana, Grýlu,
Leppalúða og jólaköttinn, með útsaumuðum myndum eftir höfundinn.
V & •Tilvalin jólakveðja til ættingja og vina innanlands og utan. *
88 bls„ staerð 10,5x10,5 cm.
Höfundur og útgefandi: Elsa E. Guðjónsson, Vogatungu 47, 200 Kópavogi
Dreifing: Háskólaútgáfan