blaðið - 17.12.2005, Síða 22

blaðið - 17.12.2005, Síða 22
blaðið___________________________________ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. NÝTT FJÖLMIÐLALANDSLAG Nýtt fjölmiðlalandslag er óðum að taka á sig mynd. f gær var gengið frá kaupum Morgunblaðsins á helmingshlut í Blaðinu. Með þessu gerist tvennt. Morgunblaðið styrkir stöðu sína á fjölmiðlamarkaði til muna og Blaðið fær öflugan bakhjarl í harðri samkeppni á fríblaðamarkaði. Til samans mynda blöðin sterka heild, þar sem Morgunblaðið býr að mikilli og góðri hefð sem áskriftarblað og Blaðið er nýjasta viðbótin á fríblaðamarkaði. Blaðið hefur verið gefið út í rúma sjö mánuði. Margir höfðu efasemdir í upphafi að unnt væri að gefa út annað fríblað hér á landi við hlið Fréttablaðsins sem náð hafði afar sterkri stöðu á markaðnum. Þær efasemdaraddir hafa að mestu hljóðnað, enda hefur rekstur Blaðsins gengið vel og samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar voru. Tekjur Blaðsins hafa vaxið með hverjum mánuði frá stofnun þess sem segir okkur að bæði lesendur og auglýsendur hafa tekið þessari viðbót fagnandi. Samstarfið við Morgunblaðið tryggir öflugra Blað sem hefur alla burði til að standa sig vel í harðri samkeppni. Mikið hefur verið talað um blokkamyndun á fjölmiðlamarkaði. Því miður virðist nokkuð vera til í þeirri umræðu, en Blaðið hefur ætíð verið andsnúið fjölmiðlablokkum, enda er frelsi fjölmiðla og frjáls umræða mikilvæg í lýðræðisþjóðfélagi. Blokkamyndunin hefur hins vegar fyrst og fremst átt sér stað undir hatti 365 miðla þar sem menn hafa kosið að safna safna saman sjónvarps og útvarpsstöðvum, auk dagblaða og tímarita, undir einn hatt. Samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins fyrir skömmu eru þessir miðlar 365 komnir með yfirburðastöðu á auglýsingamarkaði og geta þar með stýrt og stjórnað þeim markaði að vild. Þetta er hættuleg þróun - það er ætíð hætta á ferðum þegar einn aðili verður svo stór í einni grein að hann getur stjórnað markaðnum að vild. Við þessu hefur verið brugðist þannig að almenningur á ekki að þurfa að óttast að þjóðfélagasumræðan sé öll í sama farvegi, lituð af hagsmunum einstakra aðila í þjóðfélaginu. Miklar hræringar eiga eflaust eftir að verða á íslenskum fjölmiðlamarkaði á næstu árum. Á þessari stundu veit enginn hvað gerist eða hverjir stjórna þjóðfélagsumræðunni næstu árin eða áratugina. Mikilvægast er að tryggja fjölbreytni auk þess sem blaðamenn þurfa að fá frið til að sinna störfum sínum. Það verður aðeins gert með sterkum fjölmiðlum sem sinna lýðræðislegum skyldum sínum í heiðarlegri samkeppni. Blaðið mun taka þátt í þeirri samkeppni af fullum þunga. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn &auglýsingar. Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 5103700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 22 I LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaöiö SW0BB 06 COÐ LtST "EfGfi SmiEW SNobí cr' WfRiOtOTR SW&ocgg mwiGV j tfVZÐ 'BiBUlVl tw W Wtbs S-NOBBÍ l|lÐvJDt>JGAR I SmmuMFT 7 m> sfmi\ m SNomii Gegn gleðinni Harðlínu fenmínistar standa vakt- ina eins og dyggustu stalínistar gerðu á sínum tíma. Um leið og ein- hver fer út af sporinu og hegðar sér ekki í fullu samræmi við kenning- una er honum send áminning. Þetta mátti forsætisráðherra landsins þola á dögunum þegar honum varð það á að senda nýbakaðri alheims- fegurðardrottningu hamingjuóskir í nafni landsmanna. Forsetinn gerð- ist sekur um sama athæfi en slapp við ávítur, sennilega fengu harðlínu- femínistarnir ekki fréttir af skeyta- sendingu hans nógu tímanlega til að geta brugðist við. Hættulegur kynþokki Telja má nokkuð víst að meirihluti landsmanna sé bara þokkalega ánægður með alheimsdrottninguna, enda er hún ekki bara undurfalleg heldur einnig einkar geðug stúlka. Það er enginn glæpur að vera fal- legur og nýta sér glæsilegt útlit, í bland við aðra hæfileika til, að koma sér í framfæri í þjóðfélaginu. Og jafn- vel þótt einstaklingur hafi enga aðra hæfileika til að bera aðra en snoturt útlit þá hefur hann fullan rétt á því að nota þessa einu guðsgjöf sér til framdráttar. Rétt eins ogljóta fólkið notar heilabúið eða einstaka hæfi- leika til að finna sér stað í lífinu. Einhverjum dögum eftir að hafa gert athugasemdir við skeytasend- ingu forsætisráðherra gerðu femín- istar athugasemd við meinleysislega blaðaauglýsingu sem sýnir fremur kynþokkafullan jólasvein, með hálf- bera bringu ef ég man rétt. Við hlið hans er kona sem líst greinilega vel á hann og gerði sig líklega til að kyssa Kolbrún Bergþórsdóttir hann. Þetta þótti femínistum hinn mesti subbuskapur og mættu í sjón- varpsviðtal og töluðu afvandlætingu eins og verið væri að klámvæða jólin á hinn svívirðilegasta hátt. Menn geta haft misjafna skoðun á þessari auglýsingu en óneitanlega lýsir það sérkennilegum hugsunarhætti að lesa úr henni klám og kvenfyrirlitn- ingu. Það er einfaldlega bráðsnjallt að gera jólasveininn að kyntákni, þótt mér hefði persónulega þótt betra að hann hefði haft einhver hár á bringunni. Óttinn við líkamann Harðlínu femínistarnir virðast hafa vissa andstyggð og fyrirlitn- ingu á líkamanum. Allavega má ekki sjást of mikið af honum því þá gelta þeir í kór að líkaminn sé orðinn að söluvöru. Þetta er furðu- lega pempíulegt viðhorf og með því eru femínistar að gefa mynd af sér sem uppþornuðum strang- trúarlegum siðapostulum. Slíkir hópar munu þrífast vel í alræðis- ríkjum þar sem talið er heppilegast að þegnarnir séu eins og hugsi eins og fái ekki óþægilegar hugmyndir. Síst af öllu á þeim að þykja gaman að lifa. Fólk sem hefur ánægju af líf- inu er nefnilega líklegt til að hugsa sjálfstætt. Ég efast ekki um að femínistar hafi nóg að iðja. Þess vegna ættu þeir að hætta að berjast gegn gleð- inni og snúa sér að alvörumálum. Kosning íslenskrar alheimsfegurðar- drottningar er gleðiefni. Jólasveina- auglýsing Pepsi er skemmtileg og saklaus og ekki líkleg til að auka á lauslæti landsmanna. Femínistar verða að venja sig af óttanum við líkamann og bert hold. Líkami og nekt þurfa ekki endilega að merkja klám. Það kennir listasaga heimsins okkur og varla gera harðlínu femín- istarnir athugasemdir við hana. Eða hvað? Er nakin kona kannski alltaf fórnarlamb? Klippt & skorið klipptogskorid@vbl. is „Grafarþögn umlykur Geir á meSan Þorgerður Katrln hefur átt býsna erfiða daga. Geirveiteinsog Vilhjálmur borgaríhald aö þögn og kyrrð vinnur alltafmeð Sjálfstæðis- flokknum. Það er hinsvegar undarlegt að Geirskuli almennt ekki hafa meiri metnaðen raun ber vitni. Jú, mildari útgáfa afDavlð og verkefnið að endurheimta miðjuna. Það segir Mogginn allavega. En ekkert meir Geir? Maður hefði haldið að óskapiltur íhaldsins léti aðeins meira að sér kveða. Sýndi með afgerandi hætti að það væri nýr karl i brúnni. Ekki bara rausið og skrumið um stétt með stétt. Tómt tal einsog opinberast nú þegar Steinunn Valdís borgarstjóri semur við verkakonur hjá borginni um sanngjarnar og löngu tlmabærar launahækkanir. Neiþátryllistlhaldið. Hvað finnst Geir Haarde um það mál?" BjÖRGVIN G. SlGURÐSSON * HEIMASÍDU SINNI, WWW.8J0IIGVIN.IS StefnaDVÍEvrópu- málum skýrðlst nokkuð óvænt í gær. í leiðara blaðsins fer Eiríkur Jónsson mik- inn og greinilegt á skrifunum að hann er hund- fúll yfir háu matarverði hér á landi. Þar segir hann að sú staðreynd að matvöruverð sé 40% hærra hér á landi en í nágrannaþjóðunum þýði aðeins eitt—ísland verði aðgangaf Evrópusam- bandið. „Helst má ætla að listamenn, mennta- menn og aðrir gáfumenn setji sig upp á móti Evrópusamstarfi í nafni þjóðrembu. Þær raddir þagna fljótt þegar menningarstyrkir Evrópu- sambandsins streyma til landsins. Að lokum birtir Eiríkur mynd af Effel- turninum f París við hlið leiðara og segir; „Þarna hefur fólk allavega efni áþvfað kaupa íjólamatinn". Lftil frétt á síðunni www.billinn.is í gær vakti óskipta athygli Klippara. Þar segir frá því að Björgvin Freymóðsson hafi orðið fyrstur til að kaupa bifreið af tegund- inni Mazdaó MPS. í fréttini segirsfðan orðrétt: „Þetta er fyrsti blll sinnar tegundar hérá Islandi og erhann hlaðinn staðalbúnaði". Klippari veit kannski ekki mikið um bíla, en hann veit þó að venjulega eru bílar hlaðnir aukabúnaði, en ekki staðalbúnaði. Hvort frétta- skrifari á billinn.is eigi við að f bílnum sé auka stýri, bremsur og gírstöng sem viðbótar staðal- búnaður, skal hinsvegar ósagt látið.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.