blaðið - 17.12.2005, Page 48
48ibaRwAeFni
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaðið
Þegar íslensku ostarnir eru bornirfram, einir sér,
á ostabakka eða til að kóróna matargerðina
— þá er hátíð!
Dala-Yrja
Sígildur veisluostur
sem fer vel
á ostabakka.
Gullostur
I Bragðmikill
hvítmygluostur,
glæsilegur
á veisluborðið.
CULL
OSTUR
Jóla-Yrja
Bragðmild og góð
eins og hún kemurfyrir
eða í matargerð.
Gráðaostur
Tilvalinn til matargerðar.
Góður einn og sér.
Höfðingi
Bragðmildur hvítmygluostur
sem hefur slegið í gegn.
Jóla-Brie
A ostabakkann og með
kexi og ávöxtum.
'Wf/Æ
^••/77
Camembert
Einn og sér,
á ostabakkann
ogí matargerð. Stóri-Dímon
Ómissandi þegar vanda
á til veislunnar.
Jólaostakaka
með skógarberjajyllingu
Kætir bragðlaukana
svo um munar.
Jólaosturinn 2005
Sétframleiddur ostur i ætt við Gouda
Mjúkur og mildur.
Blár kastali
Meðferskum ávöxtum
eða einn og sér.
Rjómaostur
A kexið, brauðið,
í sósur og ídýfur.
Hrókur ™
Ljúffengur hvitmygluostur
með gati i miðjunni.
Enginjól án
ennra
Gíraffar
Gíraffar eru hæstu dýr í heimi. Hæð þeirra getur náð allt
að fimm og hálfum metra sem er hærra en Þórey Edda
Elísdóttir stangastökkvari hefur stokkið. Þrátt fyrir að
almennt sé bara rætt um eina tegund gíraffa eru í raun
til átta undirtegundir þeirra. Gíraffar halda sig ekki
á einhverju ákveðnu svæði heldur ferðast um á stóru
landssvæði í hjörðum. Hjarðirnar geta farið hratt yfir
þar sem gíraffarnir geta hlaupið á allt að 6o kílómetra
hraða. Mataræði gíraffa samanstendur fyrst og fremst
af laufblöðum en fullorðin dýr éta allt að 35 kíló af þeim
á einum sólarhring.
GÍRAFFA GRÍN
Hvenær hafa gíraffar átta
lappir?
Þegar þeir eru tveir saman.
Hvers vegna eru gíraffar
með svona langan háls?
Til þess að tengja hausinn við
búkinn.
Samkvæmt Heimsmetabók
Guinness hét hæsti gíraffi
heims Georg. Hann mældist
heilir 5,8 metrar á hæð í Chester
dýragarðinum á Englandi árið
1959-
Jólin nálgast
Núna er síðasta helgin fyrir jól og
því ekki seinna vænna að drekka í
sig jólastemninguna. í jólaþorpinu í
Hafnarfirði verður nóg um að vera
fyrir þá sem þangað mæta. 1 dag
munu hljóðfæraleikarar úr Lúðra-
sveit Tónlistarskólans í Hafnarfirði
leika jólalög klukkan 14.00 en ásamt
þeim ætlar Bjössi bolla og einn jóla-
sveinanna að mæta. Jólasveinninn
mætir þó með henni mömmu sinni
svo fólk verður að fara varlega.
Á morgun verður skemmtunin
ekki síðri þar sem Gluggagægir og
Grýla ætla að dansa í kringum jóla-
tréð með öllum þeim sem það vilja.
Grýla gefur nammi um síðustu helgi.
Einnig mun kór Flensborgarskóla
syngja fyrir gesti þorpsins og Immi
ananas og Rauða eplið úr Ávaxta-
körfunni kíkja líka í heimsókn.
Hvað er verra en gíraffi með
hálsbólgu?
Margfætla með hælsæri.
Hvað færðu ef þú blandar
saman gíraffa og
broddgelti?
Mjög stóran tannbursta.
Hvað er verra en að finna
maðk í eplinu sínu?
Að finna hálfan maðk í eplinu
sínu.
ÞRAUTIN
A R G
T s E
N U K
Dæmi: Sterkur, gras...
Hér kemur ný og betri orðaþraut.
Hvað getur þú myndað mörg
orð með því að nota stafina sem
gefnir eru í reitunum. ÖIl orðin
sem þú finnur verða þó að inni-
halda stafinn í miðjunni. Ekkert
takmark er á því hversu oft hver
stafur má koma fyrir þannig að
það getur verið alveg jafnerfitt að
finna löng orð.
JÓNSPÆJÓ
Vissir þú að engir tveir gíraf-
far eru eins? Þeir hafa allir
mismunandi bletti á hálsinum.
Kæru njósnarar
Eins og ég sagði ykkur í síðustu viku
er mjög mikilvægt fyrir spæjara að
geta talað sín á milli án þess að aðrir
skilji. Þá kenndi ég ykkur á mors-
kerfið sem þið ættuð nú að kannast
við. I dag ætla ég hins vegar að kenna
ykkur nýtt tungumál sem getur nýst
vel þegar óviðkomandi mega ekki
vita hvað talað er um. Þetta leyni-
lega tungumál heitir tottamál og er
í raun sáraeinfalt. Þó er nauðsynlegt
að æfa sig vel til að ná tungumálinu
almennilega. Með góðri æfingu er
hægt að tala reiprennandi og þá er
útilokað að utanaðkomandi skilji
neitt.
Tottamál:
Stafirnir skiptast niður í sérhljóða
og samhljóða.
Sérhljóðarnir eru a, á, e, é, i, í, o, ó,
u, ú, y, ý, æ og ö. Aðrir stafir eru
samhljóðar.
Tottamál gengur út á að þegar
maður talar bætir maður stafnum
o fyrir aftan hvern samhljóða. Því
næst endurtekur maður samhljóð-
ann áður en maður heldur áfram
með orðið.
Dæmi: Hæ á tottamáli verður H o
h æ. Æfðu þig að segja það hratt,
hohæ.
Sosvovo voverorðoðuror momaðoð-
uror sosvovakoklolegoga fofloljoj-
ótoturor aðoð totalola ogog enongog-
inonon soskokiloluror momanonon.
Njósnakveðja,
Jojónon Sospopjojæjojó.
Hafðu samband: krakkar@vbl.is eða Krakkaumfjöllun, Blaðið, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur.