blaðið - 17.12.2005, Side 60

blaðið - 17.12.2005, Side 60
60 I FÓLK LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaöið AT TT T HIMNALAGI Smáborgarinn er auðvitað smáborgar- legur í þrifum fyrir jólin. Hann hefur hing- að til tekið allt í gegn, þrifið glugga að inn- an og utan, sent gluggatjöldin í hreinsun, pússað upp allt silfrið, já og koparinn, hreinsað allar mottur og farið yfir lím- föst teppi þar sem mest á lætur, bónað parketið, vegghreinsað, jafnvel málað ef vel eríári, endurraðað falla skápa og svo framvegis. Þessi verklisti er auðvitað svo langur að til að vel megi vera hefur Smá- borgarinn þurft að hafa sig allan við allt frá því í september enda eru þrifin bara einn hluti af öllum jólaundirbúningnum. Það þarf einnig að hnoða í þrettán smá- kökusortir og baka randalín og jólaköku og síðustu ár hefur heimagerða kon- fektið sífellt orðið flóknara, svo ekki tal- að sé um kostnaðinn. Þá er óupptalið allt föndrið og viðgerðir á gömlu jólaskrauti, þó auðvitað sé líka gaman að kaupa nýtt, þá þarf að útbúa aðventukrans og setja upp jólaseríur (alla glugga, á þakkantinn og helst öll trén f garðinum, að minnsta kosti þau stærstu. Svo eru það jólagjafirnar. Smáborgar- inn var rétt að komast upp á lagið með að velja akkúrat hið rétta fyrir hvern ætt- ingja og vin þegar þessi hópur ákvað að fara að fjölga sér í gríð og erg. Þessi við- haldsþörf gerði jólaundirbúninginn öllu erfiðari fyrir Smáborgarann sem þarf nú að hendast út um allar trissur í leit að þessari dúkkunni eða hinni og þeirri ofur- hetjunni sem í tfsku er þetta árið. Svo ekki sé minnst á alls kyns ólíkar gerðir af pelahiturum og þroskaleikföngum sem fást baraþarenekki hér. Smáborgarinn er þetta árið kominn á þá skoðun að annaðhvort hafi sykur- neysla fslendinga aukist all verulega eða þá að heimurinn sé farinn að snúast hraðar en áður. Þrátt fyrir að hafa byrjað sfn hefðbundnu jólaverk snemma er eins og ekkert hafi gengið á eðlilegum hraða og allt er á eftir áætlun. Þetta hefur auð- vitað tekið á taugar Smáborgarans sem hefur haft sína bíólógísku jólaklukku í stakasta lagi undangengin ár og aldrei misst úrslag. Eftir að hafa tapað sér íjóla- glögginu af áhyggjum hefur Smáborgar- inn ákveðið að snúa þessum jólum upp ( kæruleysi. Hann neitar að láta ófrágeng- inn verklistann buga sig. Smáborgarinn ræður. Hann verður ekki yfirbugaður af samfélagsþrýstingnum, (þó það sé ein- mitt eðli Smáborgarans). Þessi jólin ætlar Smáborgarinn að helga sig aðfangadegi sjálfum, slökkva á rafmagnsljósunum til að fela rykið, kveikja á kertum, og njóta kyrrðarinnar. Það hlýtur að vera í lagi, bara svona á jólunum. HVAÐ FINNST ÞER? Þórhallur Sverrisson, leikari. Hvaö finnst þér um þreifingar íslenskra kaupsýslumanna á búlgarska tóbaksmarkaðnum? „Auðvitað líst mér mjög vel á þetta. Þetta átti nú að vera dæmi um hinn draum- kennda íslenska „bisnessmann" með vonlausa viðskiptahugmynd, en það hefur greinilega eitthvað verið spunnið í hugmyndina. Þeir hefðu átt að hlæja meira að Tóta á sínum tíma þegar hann fór að flytja inn Opal sígaretturnar. Það er spurning hvaðan þeir fengu hugmyndina og hvort Tóti sé á prósentum. Hann mun væntan- lega kanna rétt sinn í þessu máli, ég á ekki von á öðru.“ Fréttir þess efnis að íslenskir aðilar hafi reynta að hasla sér völl í búlgörskum tóbaksiðnaði minna mann á tilraunír Tóta f kvik- myndinni „Isienski draumurinn", þar sem hann reynir að selja búlgarskar sígarettur hér á landi. BlaÖiÖ/Frikki Stœrðin skiptir máli Leikkonan Scarlett Johansson hefur sagt að henni hafi liðið illa yfir því að fólk hafi gert athugasemdir um hversu smávaxin hún sé. „Einu sinni var ég inni á klósetti og heyrði tvær konur tala saman og önnur þeirra sagði: Er þetta Scarlett Johannsson, guð minn góður hvað hún er lítil!“. Ég byrjaði að finna til minnimáttarkenndar yfir því hversu smávaxin ég var þegar ég var í New York og þjónninn talaði um hversu lágvaxin ég væri. „Ég svaraði honum og sagði „góðir hlutir koma í smáum pakkningum.“ Madonna bannar börnum sinum að hafa farsíma Söngkonan Madonna hefur bannað börnum sínum að eiga farsíma og segist aldrei munu kaupa slíka síma fyrir Lourdes dóttur sína sem er níu ára og fimm ára son sinn Rocco, enda segir hún þau ekki hafa neina þörf á því. „Það er ekki séns að þau fái farsíma, það á ekki eftir að gerast“ sagði Madonna. Madonna hefur viðurkennt að hún sé mjög ströng mamma og að hún hafi mjög ákveðnar reglur fyrir börn sín. Hún segist til dæmis banna börnum sínum að horfa á sjónvarp og borða skyndibita. Britney skipu- leggur endurkomu Söngkonan Britney Spears hefur ráðið framleiðendur og höfunda laga Madonnu til að hjálpa sér við að endurvekja söngferil sinn. Það eru þeir Bloods- hy, Avant og Peer Astrom sem hafa verið beðnir að vinna með Britney eftir að hún heillaðist af plötu Madonnu, Confessions On A Dancefloor. Britney er sögð vilja að næsta lag sitt verði í svipuðum stíl og lög Madonnu og Kylie. eftir Jim Unger MÆLAIMLEGUR ÁRAIMGUR L'ORÉAL menexpert ÞVI ÞÚ ÁTT ÞAÐ LÍKA SKILIÐ Auglýsingar blaóiöj HEYRST HEFUR. Pað er ljóst að samkeppni á fjölmiðla-! markaði mun harðna til muna á næstunni vegna kaupa Morgunblaðsins á helmings- hlut í Blaðinu. Morgunblaðið hefur lítið hreyft sig á fjölmiðla- markaði undanfarin ár, en nú er ljóst að ný stjórn ætlar að taka fulla þátt í þeirri samkeppni sem framundan er. Lítið hefur heyrst um frekari áform Morg- unblaðsins, en eins og bent var á í þessum dálki í gær verður nýtt sjónvarpsstúdíó tilbúið innan skamms í nýjum höfuð- stöðvum Morgunblaðsins við Hádegismóa. HannesHólm-1 steinn Giss- urarson hélt fjöl- j menntútgáfuhóf á heimili sínu við Hringbraut í fyrrakvöld.1 GríðarÍegt fjöl- menni var á staðnum og vakti Davíð Oddsson mesta athygli. Með annarra gesta voru Björn Bjarnason, Einar K Guðfinns- son, Valgerður Sverrisdóttir, Bjarni Armannsson banka- stjóri og svo auðvitað Jón Stein- ar Gunnlaugsson. Þá heiðruðu Jón Óttar Ragnarsson fyrrver- andi sjónvarpsmógúll og frú samkunduna með nærveru sinni. Þá tóku menn auðvitað líka eftir Friðriki Sophussyni og Sigríði Dúnu, verðandi sendiherra og svo Kalla í Pelsin- um og frú. í samkvæmi Hann- esar voru líka Sigurður Kári og Gísli Marteinn, en leigusalinn sjálfur Kjartan Gunnarsson var fjarri góðu gamni þar sem hann var staddur á Vestfjörðum. Samkennarar Hannesar úr háskólanum voru auðvitað líka mættir í samkvæmið til Hannesar og jafnvel pólitískir andstæðingar. Þeirra á meðal voru Margrét Björnsdóttir Ólaf- ur Þ. Harðarson og Baldur Þór- hallsson. Það fór hins vegar hið besta á með fólki og sauð aldrei upp úr hinum pólitíska suðu- potti, eins og einhverjir hefðu kannski ályktað. Samkvæmið fór hið besta fram. Bóksalar völdu bókina Argó- arflísina eftir Sjón sem besta skáld- verk ársins. Sú bók er hins vegar ekki einu sinni tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna. 1 fyrra völdu bóksalar samkvæmisleik eftir Braga Ólafsson sem besta skáldverkið og sú bók fékk ekki heldur tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunana. Það er því greinilega mikill munur á bókmenntasmekk þeirra sem selja bækur og þeirra sem gefa sig út fyrir að vera fagmenn. Sjálfstæðis- K menn óttast M mjög mögulega endurkomu Jóns Baldvins Hannibalssonar í íslenska pól- ’ itík og telja að samfylkingin gæti mögulega náð fylgi frá bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í næstu kosningum. Jón er sjálfur volg- ur, eins og menn hafa tekið eft- ir í viðtölum sem hafa birst við hann að undanförnu. tíma bókaða í viðbót...

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.