blaðið - 05.01.2006, Síða 16

blaðið - 05.01.2006, Síða 16
16 I FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaöið Háir það aö vera óháöur? Gleðilegt gengis- lækkunarár Björk Vilhelms- dóttir, borgar- fulltrúi V-vinstri grænna, tilkynnti í gær að hún hefði sagt skilið við Vinstri hreyfing- una grænt fram- boð og hygðist taka þátt í próf- kjöri Samfylkingar- innar sem verður um miðjan næsta mánuð. Hefur borgarfulltrúum VG því fækkað um einn og spurn- ing hvað verður um valdahlutfall í nefndum á vegum Reykjavíkurlist- ans í kjölfarið. Það vekur athygli mína að Björk virðist ekki fá sömu gagnrýni fyrir ákvörðun sína og ýmsir aðrir sem skipt hafa um flokka að undan- förnu. Þannig hefur Samfylkingar- fólk haft stór orð um brotthvarf oddvita þeirra úr bæjarstjórn Akur- eyrar á dögunum og Gunnar Örlygs- son alþingismaður, sem gekk úr liði Frjálslynda flokksins yfir í Sjálfstæð- isflokkinn á síðasta ári, hefur mátt þola þungar glósur frá fyrrum sam- herjum sínum og raunar fleirum æ síðan. Fleira athyglisvert mætti nefna. 1 fréttum í kvöld var talað um væntan- legt prófkjör sem prófkjör Samfylk- ingarinnar og óháðra. Jafnframt var tekið fram að Björk Vilhelmsdóttir hafi ákveðið að ganga ekki í Samfylk- inguna, heldur taka þátt í prófkjör- inu sem fulltrúi óháðra. Þetta vekur athygli, því ekki eru margir dagar síðan sérstakur fulltrúi óháðra í Reykjavíkurlistanum, Dagur B. Egg- ertsson, borgarfulltrúi, ákvað að taka þátt í sama prófkjöri og gekk fyrir vikið í Samfylkinguna. Nú er spurningin hvort Dagur hafi ekki talið það sér til framdráttar að vera áfram óháður og þess vegna gengið i flokkinn. Eða hvort honum hafi hreinlega ekki dottið í hug að taka þátt sem fulltrúi óháðra. Alla- vega er ljóst að Björk Vilhelmsdóttir telur það ekki há sér að vera óháð og verður tíminn að leiða í ljós hvort það mat hennar sé réttmætt. Hitt er augljóst að brotthvarf hennar veikir raðir vinstri grænna og rennir stoðum undir þá kenn- ingu að Samfylkingin muni ætla sér stóra hluti i vinstra fylgi í borginni, rétt eins og fyrir síðustu Alþingis- kosningar. Þá gerði Samfylkingin harða hríð að vinstri grænum á lokaspretti baráttunnar, svo harða raunar að forystumenn VG mót- mæltu því opinberlega og sögðu með því farið langt yfir strikið. Skyldi sagan endurtaka sig nú? Höfundur er aðstoðarmaður forsœtisráðherra ogframbjóðandi íprófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík www.bjorningi.is Gengið lækkar. ■ Greiningardeildir I tveggja stóru p| bankanna hafa nú K birt álit sitt á lík- legri gengisþróun !■ næstu missera. Þó áherslurnar séu Guafinnsson ekki nákvæmlega ................. eins eru greiningar- deildirnar alveg sammála um eitt. Lækkun gengis íslensku krónunnar er framundan. Tímabil ofurgengisins er því brátt að baki, sem betur fer og verður ekki syrgt á þessari síðu. Þvert á móti. Þetta eru gleðifréttir og varla er nokkur leið betur viðeigandi til þess að bjóða gleðilegt ár, en að flytja svo góð tíðindi. íslandsbanki telur að gengið fari að gefa eftir um mitt árið. „Gengi krónunnar gæti lækkað umtalsvert áður en árið er liðið,“ segir í áliti greiningardeilarinnar. Bankinn telur þannig að gengið falli um n prósent á þessu ári og haldi áfram að veikjast á árinu 2007, þannig að gengisvisitalan verði 125 en hún er núna í kringum 105. Landsbankinn telur líka að tími ofurgengisins sé að líða hjá og gengið muni staðnæmast við svip- aðar slóðir og íslandsbanki álítur. Þetta er meðal annars rökstutt með skirskotun til viðskiptahallans. Þannig segir í áliti greiningardeilar- innar: „Viðskiptahallinn fyrstu níu mánuði ársins var 14,3% af lands- framleiðslu og líklegt að fyrir árið í heild verði hallinn nálægt 15%. Halli á viðskiptum við útlönd af þessari stærðargráðu getur ekki viðhaldist nema í mjög skamman tíma og ekki eru dæmi um aðlögun slíks halla að jafnvægi án verulegrar lækkunar á gengi krónunnar.“ Þetta eru mjög mikilvægar fréttir og þegar þær verða að raunveruleika er ljóst að mikill byr verður i seglum útflutningsgreinanna, eins og sjávar- útvegsins. Afurðaverð er í sögulegu hámarki, miklar hagræðingarað- gerðir hafa átt sér stað. Innspýting á borð við framangreindar gengis- brey tingar munu því skila sér í góðri afkomu fyrirtækja og fólksins sem i þeim starfar. Höfundur er sjávarútvegsráðherra www.ekg.is Björn Ingi Hrafnsson BAÐSTOFAN DALVEGUR 4 201 KÓPAVOGUR SÍMI 564 5700 FAX 564 5701

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.