blaðið - 05.01.2006, Side 30

blaðið - 05.01.2006, Side 30
30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaðiö _ Dakar rallið: Carloz Sainz og Andreas Schulz á Volkswagen í forystu Carloz Sainz og Andreas Schulz á Volkswagen Race Touareg 2 hafa forystuna eftir fjóra leggi í hinu erf- iða Dakar ralli sem nú stendur yfir í Afríku. Þeir félagar sigruðu fjórða legg sem var 639 kílómetra leið frá Rachidia til Quarzazate í Marokkó og hafa nú unnið þrjá af fjórum leggjum sem búnir eru. Rallið er ekki fyrir hvern sem er, ekið er um eyðimerkur og reynir keppnin mikið á bæði ökumenn og bíla. Staðan er þessi: 1. Carloz Sainz og Andreas Schilz Volkswagen RaceTouareg 2 2. Bruno Saby og Michel Périn Volkswagen RaceTouareg 2 3. Jutta Kleinschmidt og Fabrizia Pons Volkswagen RaceTouareg 2 4. Luc Alphand og Gilles Picard Mitsubishi Pajero Evolution 5. Giniel de Villers og Tina Thörner Volkswagen RaceTouareg 2 ^ Niclas Anelka Souness að hœtta hjá Newcastle? Anelka hugsanlega keyptur á næstu dögum Óstaðfestar fregnir frá Englandi herma að svo geti farið að Graeme Souness, framkvæmdastjóri Newc- astle, kunni að verða rekinn á næstu sólarhringum og að Sam Allardyce, framkvæmdastjóra Bolton, verði boðið starfið í staðinn. Fátt heyrist hins vegar úr herbúðum félagsins en ljóst er að mikið gengur á inn- andyra enda hefur gengi Newcastle verið afleitt það sem af er leiktíð. Ekki bætir úr skák að félagið náði aðeins einu stigi í þremur leikjum í kringum áramótin. Talið er líklegt að Nicolas Anelka, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi, verði fenginn til Newcastle á næstu dögum, en fáliðað er í framlínu félagsins eftir að Michael Owen tá- brotnaði og ljóst varð að hann yrði frá keppni í þrjá mánuði. Anelka, sem er 26 ára, hefur þegar lýst því yfir að hann hafi áhuga á að fara aftur til Englands. I viðtali við breska blaðið Sun sagði hann: „Ef ég fer frá Fenerbasche þá hef ég mestan áhuga á að fara til Englands. Tilhugs- unin um að komast í stóran klúbb heldur mér gangandi." Talið er að Graeme Souness hafi áhuga á að fá Anelka til liðs við sig enda hefur hann lengi verið aðdá- andi hans. Anelka lék með Arsenal, Liverpool og Manchester City áður en hann fór til Tyrklands. ■ Fullt hús stiga Mikið var um dýrðir í fyrrakvöld þegar tilkynnt var hver kosin hefði verið íþróttamaður ársins 2005. Alls hlutu 29 einstaklingar atkvæði í kjörinu en sá fáheyrði atburður gerðist að þessu sinni að sigurvegarinn, Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattpspyrnu og leikmaður Chelsea, hlaut fullt hús stiga, eða atkvæði í fyrsta sæti frá öllum þeim sem atkvæði greiddu í kjörinu. Blaðið óskar Eiði til hamingju með titilinn. Fótbolti: Hættur að heilsa að sið fasista Hinn ítalski Paolo Di Canio, leik- maður Lazio, sagði í viðtali við ítalska útvarpsstöð í vikunni að hann myndi aldrei aftur heilsa að sið fasista. Myndir náðust af slíkri kveðju hans þann 11. desember síð- astliðinn þegar lið hans tapaði fyrir «Livorno og var myndin birt í fjöl- miðlum daginn eftir. Leikmaðurinn var í kjölfarið dæmdur til að greiða rúmlega 700.000 króna sekt og í eins leiks bann. Þetta var í annað sinn sem slíkt atvik kom upp, en í fyrra skiptið slapp Di Canio með sekt. Hann hefur ávallt haldið því fram að kveðjan hafi ekki haft neina pólitíska þýðingu. ■ Blikar fá liðsstyrk Frjálsíþróttamennirnir Kári Steinn Karlsson og Þorbergur Ingi Jóns- son tilkynntu nú um áramótin um félagaskipti í Breiðablik. Kári Steinn er landsliðsmaður í frjálsum íþróttum og besti lang- hlaupari Islands í dag. Hann setti unglingamet sl. sumar í 10 km hlaupi, hljóp á 31:10:10 minútum og varð 10. í Evrópumeistaramóti unglinga í Litháen í þeirri grein. Hann varð einnig þriðji á Norðurlandamóti unglinga sem haldið var í Kristjánss- andi í ágúst í 5.000 metra hlaupi. Nú í lok desember var hann nálægt því að setja íslandsmet í i.5oom hlaupi unglinga (19-20 ára) innanhúss þegar hann hljóp á 3:58:37. Þorbergur Ingi er einn efnilegasti millivegalengda- og langhlaupari íslands. Hann setti nýverið per- sónulegt met í 1.500 m hlaupi inn- Frjálsíþróttamennirnir Kári Steinn Karlsson og Þorbergur Ingi Jónsson anhúss, hljóp á 4:01:04 mín. Hann ÍR þar sem hann hljóp 10 km á 33:51 náði góðum árangi í gamlárshlaupi mín og kom þriðji í mark. ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.