blaðið - 27.01.2006, Side 10

blaðið - 27.01.2006, Side 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaAÍÓ Kínverjar styðja tillögur Rússa Kínverjar eru hlynntir málamiðlunartillögu Rússa í deilunni um kjarnorkumál írana. Utanríkisráðherrar ríkja sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hittast á mánudag vegna málsins. Kínverjar hafa lýst yfir stuðningi við tilboð Rússa um að leyfa írönum að auðga úran á sínu landssvæði. Með tilboðinu vilja Rússar freista þess að leysa viðkvæma deilu um kjarnorku- áætlun frana. „Við teljum að þessi tillaga sé góð tilraun til að eyða þeirri pattstöðu sem upp er komin,“ sagði Kong Quan, talsmaður kínverska utanrík- isráðuneytisins. Kong ítrekaði jafn- framt þá afstöðu Kínverja að þeir væru mótfallnir því að íranar yrðu beittir refsiaðgerðum og að frekar ætti að leita diplómatískra lausna á deilunni. Hvatning til auðgunar úrans Ali Larijani, aðalsamningamaður fr- ana í kjarnorkumálum, hefur tekið vel í tillögurnar en hann kom í stutta heimsókn til Peking í gær. Ali Larij- ani, sagði á miðvikudag að ef máli frana yrði vísað til öryggisráðsins myndi það vera þeim hvatning til að hefja auðgun úrans. Samkvæmt til- boði Rússa gætu f ranar auðgað úran til að nota til raforkuframleiðslu en jafnframt yrði dregið úr getu þeirra til að koma sér upp kjarnavopnum. Kong sagði að ríkin fimm sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna ættu að reyna að komast að diplómatískri lausn áður en fundur Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar um málefni frana fer fram í næstu viku. Auk Kínverja og Rússa hafa Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar neitunarvald í öryggisráðinu. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm funda á mánudag um þá stöðu sem upp er komin. George Buh Bandaríkjaforseti: Taka verður Bin Laden alvarlega George Bush, Bandaríkjaforseti, segir að Bandaríkjamenn verði að taka alvarlega hótanir Osaman bin Laden um frekari árásir. „Þegar hann seg- ist ætla að særa amerísku þjóðina á ný, þá er honum alvará', sagði Bush við fréttamenn eftir heimsókn til miðstöðvar þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. „Ég met þær alvar- lega og það gerir Þjóðaröryggisstofn- unin líka,“ sagði Bush. George Bush telur fulla ástæðu til að taka hótanir Osama bin Laden alvarlega. Þetta var í fyrsta sinn sem Bush tjáði sig um bin Laden síðan A1 Kaída-leiðtoginn varaði við því i síðustu viku að hryðjuverkamenn á hans vegum væru að undirbúa nýjar árásir á Bandaríkin. Bin Laden bauð Bandaríkjamönnum jafnframt upp á vopnahlé en bandarísk stjórnvöld sögðust aldrei semja við manninn sem stóð að baki árásum á landið þann n. september 2001. Þjóðaröryggisstofnunin heldur utan um umdeilda eftirlitsáætlun yfirvalda í Bandaríkjunum sem veitir starfsmönnum hennar meðal annars rýmri heimildir til að hlera samtöl fólks. Fjórir háttsettir öldungadeildar- þingmenn Demókrata skrifuðu Bush bréf fyrr í vikunni þar sem þeir segj- ast styðja allar löglegar tilraunir til þess að berjast gegn hryðjuverkum en áætlun Þjóðaröryggisstofnunar- innar brjóti að því er virðist í bága við alríkislög. Sex.com selt á 12 milljónir dala Lénið sex.com sem lengi hefur verið talið eitt gróðavænlegasta lén á veraldarvefnum hefur verið selt fyrir um 12 milljónir Bandaríkjadala (um 732 milljónir ísl. kr.). Hópur fjárfesta sem ekki vildi láta nafns sín getið keypti lénið eftirsótta. Þrátt fyrir að sex.com sé verðmætt og eftirsótt lén hefur ekki verið mikið efni á síðunni fram að þessu. Því hyggjast nýir eigendur breyta. 1 tilkynningu frá þeim segir að þeir ætli sex.com forystuhlutverk í heimi afþreyingar fyrir fullorðna og þar verði meðal annars boðið upp á stefnumótaþjónustu, ráðgjöf um kynlíf og sambönd og spjallborð. Stefnumóta- þjónusta fyrir fugla Stefnumótaþjónusta fyrir páfagauka sem fuglaff æðingur kom nýlega á lagg- irnar í Berlín hefur slegið í gegn. Fugla- ff æðingurinn, Rita Ohnhauser hefur þegar sameinað 1300 einmana gauks- hjörtu og'Öfugt við aðra hjónabands- miðlara er hún fullviss um að pörin muni aldrei skilja þar sem páfagaukar haldi tryggð við sama maka alla ævi. „1 náttúrunni leita villtir páfagaukar sér að lífsförunaut sem þeir verja hverri mínútti dagsins með. Þegar þeim er haldið sem gæludýrum finna þeir einkum til einmanakenndar og verða mjög þunglyndir," sagði Ohnhauser. Hún hefur nú þegar um 150 fugla í makaleit.„Fuglar verða ástfangnir við fyrstu sýn rétt eins og mannfólkið. Aðrir vanda mjög vahð áður en þeir hefja samband. Það getur tekið allt að þrjá mánuði,“ sagði hún. afsláttur af hreinlætis- og blöndunartækjum! Lögregla rannsakar vettvang slyssins rétt hjá Butler-vatni í Flórída. Harmleikur í Flórída: Sjö systkini fórust í bílslysi Sjö systkini fórust í bílslysi í Flór- ída á miðvikudag. Slysið varð með þeim hætti að vörubill ók aftan á bíl barnanna þar sem hann stóð fyrir framan kyrrstæðan skólabíl. Við áreksturinn gaus upp eldur í bílnum að sögn lögreglu. Börnin sem voru á aldrinum 2 til 15 ára voru ein í bílnum þegar slysið átti sér stað. Börnin, sem öll voru ættleidd, fórust í slysinu, þar á meðal 15 ára stúlka sem hafði aðeins æfingaleyfi og mátti því ekki aka bílnum ein. Frænka stúlkunnar sem ók bílnum sagði að hún hefði verið á leið heim með systkini sín þegar ekið var á þau. Slysið átti sér stað skammt frá heimili barnanna. „Jafnvel þó að hún hafi verið of ung til að aka þá skilst mér að hún hafi ekki valdið slysinu. Það sama hefði gerst ef það hefði verið einhver fullorðinn með henni í bílnum. Þá hefði bara orðið eitt dauðsfall til viðbótar í fjöslskyld- unni,“ sagði hún í viðtali við frétta- stöðina CNN. Skólabíllinn var kyrrstæður á biðstöð þegar slysið varð og barst hann um 60 metra áður en hann valt á hliðina. Níu nemendur voru í bílnum þegar ekið var á hann og þeyttust þrír þeirra út úr honum. Þrír nemendur voru lagðir alvarlega slasaðir inn á sjúkrahús en aðrir sluppu með minniháttar meiðsl. Rannsókn leiddi í ljós að flutn- ingabíllinn hemlaði ekki áður en hann rakst á fólksbílinn. Ökumaður hans slapp án teljandi meiðsla og verður yfirheyrður auk þess sem at- hugað verður hvort hann kunni að hafa verið undir áhrifum.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.