blaðið - 27.01.2006, Qupperneq 18
18 I HEIMSPEKI
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaðiö
Peter Singer, nytjahyggja
og frelsun dýranna
Páll McCartney er hrifinn
Peter Singer blaðar í bók sinni um GWB, sposkur á svip
Ástralski heimspekingurinn og
dýraverndunarsinninn Peter
Singer er einn af þekktustu og um-
deildustu spekingum samtímans,
ekki síst í ljósi róttækra skoðana
og yfirlýsinga á sviðum dýra- líf-
vísindasiðfræði. Hann hefur
jafnvel verið kallaður „hættuleg-
asti maður í heimi" - nokkuð sem
hljóta að teljast tíðindi á tímum
þar sem heimspeki vekur jafnan
litla athygli meðal almennings.
Singer ætti einnig að vera hér-
lendu heimspekiáhugafólki góðu
kunnur, en hann hélt fyrirlestur
á hátíðarsal Háskóla Íslands
haustið 2003 og ræddi þar um
heimspeki náttúruverndar og vék
m.a. talinu að (þá) fyrirhugaðri
Kárahnjúkavirkjun.
Singer er líklega þekktastur fyrir
ritið Frelsun dýranna (Animal Li-
beration), sem kom út árið 1975, en
hún er víða talin biblía dýraverndun-
arsinna (Bítillinn og friðar-hippinn
Páll McCartney hefur t.d. selt hana
á tónleikaferðalögum sinum), vegna
kröftugra nytjaraka er þar birtast
fyrir því að líf og velferð dýra ætti
í mörgum tilvikum að vera jafn
hátt metin og manneskja. Singer
aðhyllist svokallaða nytjasiðfræði,
en sú gengur í stuttu máli út á að til-
teknar athafnir eða aðgerðir öðlist
siðlegt gildi sitt út frá afleiðingum
þeirra. Alltaf beri að stefna að því
að hámarka hamingju í heiminum
og lágmarka sársauka - og því sé
sá kostur sem vinnur að því marki
undantekningalaust sá siðferðislega
rétti. Þannig sé hægt að „reikna út“
hið rétta í stöðunni hverju sinni
með því að tína til mögulegar af-
leiðingar og ákvarða í kjölfarið hver
þeirra veldur minnstum sársauka í
heiminum (standi nytjahyggjusinni
t.d. frammi fyrir þeim afarkostum
að velja milli þess að bjarga rútu
af grunnskólanemum eða gamalli
konu á hann auðvelt með að velja).
Mennskt fóstur ekki rétt-
hærra en apaköttur
Nytjahyggja er ekki ný af nálinni,
líkt og sagt var frá á heimspekisíð-
unni sl. haust er hún er m.a. runnin
undan rifjum bretanna Jeremy
Bentham og John Stuart Mill. Hið
nýstárlega við útfærslu Singers á
henni er að hann telur dýr tilheyra
þeim hópi sem getur upplifað ham-
ingju og sársauka (nytjahyggjan
hafði fram að því einungis miðast
við hagsmuni manna) og því ber að
taka tillit til þeirra í öllum nytjaút-
reikningum. Samkvæmt skilgrein-
ingu hans eru einungis lífverur sem
geta fundið til sársauka og ham-
ingju siðferðisverur sem taka ber
tillit til - vitsmunir og annað skipta
þar litlu (þar hefur Singer bent á
að alvarlega greindarskertir og jafn-
vel heiladauðir menn njóta yfirleitt
sömu réttinda og fullfrískir).
Meðal þess sem haft er eftir
Singer er að eftir því sem mann-
skepnan þroskast og þróast bæti
hún við hæfni sína til þess að finna
til hluttekningar með öðrum - á
öldum áður höfðu menn talið fjöl-
skylduna eina til siðferðisvera, síðan
ríkið, kynþáttinn og nú sé kominn
tími til þess að öllum lífverum verði
gert jafn hátt undir höfði. Þetta
býður upp á ansi hressilegar afleið-
ingar sem Singer tínir til; samkvæmt
þessu er t.d. siðferðilega rangt að
snæða dýrakjöt þegar aðrir kostir
eru í boði. Að auki er siðferðilega
rangt að stunda tilraunir á dýrum,
að kvelja þau að óþörfu og svo mætti
lengi telja, en önnur afleiðing þessa
er að samkvæmt því er mennskt
fóstur ekki rétthærra en apaköttur,
til dæmis. Því skildi engan undra að
Singer er umdeildur, ekki síst meðal
þeirra sem aðhyllast kristileg gildi.
Þrátt fyrir að kenningar
Singers kunni að hljóma afkáralega
í eyrum einhverra - enda stór biti
Ásamt því að yfirstíga mörk góðs og ills fór
Nietzsche einnig handan skynsamlegra
skeggmarka
Wanda, en óígrundaða heimsmynd
sína og afstöðu byggði hann á illa
völdum orðspjótum úr smiðju Nietz-
sche. Reyndar virðist svo sem hægt sé
að finna öfgar í allar áttir í heimspeki
Nietzsches. Hann var nokkurs konar
skjálftamælir menningarástands nú-
tímans þannig að hann nemur mót-
sagnir hans og öfgar betur en aðrir.
Það er alla vega eitt sem er víst. Fáir
heimspekingar eru skemmtilegri af-
lestrar en Nietzsche.
Ókeypis bók fyrir rök-glögga!
Því kynnir heimspekihornið stolt
Handan góðs og ills sem verðlaun
fyrir besta svarið í rökhorni vikunnar,
en það er Hið íslenska bókmennta-
félag sem gefur. Bókin var fyrsta rit
þessa mikla spekings sem út kom á ís-
lensku og þótti það nokkur viðburður
á sínum tíma. Hún er siðferðileg gagn-
rýni og í senn skemmtileg lesning;
fyndin, ísmeygileg og kaldhæðin bók
sem umturnar og gagnrýnir viðtekin
gildi vestrænnar siðfræði. Bókin er
að auki eitt mesta og merkasta rit
Nietzsche, en segja má að hann hafi
búið yfir óvenjulegri dirfsku og djúp-
hygli. Snarpur stíll, myndræn hugsun,
næmur smekkur á orð og hrynjanda
eru meðal margra eiginleika hans
sem njóta sín til fulls í þessari bók.
að kyngja að vera ekki lengur óskor-
aður meistari og herra jarðarinnar í
umboði Guðs almáttugs - eru þær
furðu skynsamlegar ef að er gáð
og nokkrar grunn-forsendur hans
eru samþykktar. Líkt og um önnur
fyrirbæri er alnetið góða hafsjór af
fróðleik um kenningar Singers og
skrif, þar má finna harða gagnrýni
á hann sem og lof frá heittrúuðum
Spurt og
svarað með
Peter Singer
Ég hef heyrt að hægt sé að
rækta kjöt í rannsóknarstofu
með frumuskiptingu einni
saman. Reynist þetta rannsókn-
arstofukjöt vistvænt og hæft til
manneldis, er það þá að þínum
dómi siðferðilega ásættanleg
leið til að neyta kjötafurða?
Og væri nauðsynlegt að rækta
einnig mannakjöt með sömu
leiðum, til þess að gæta jafn-
réttis tegundanna?
Svar:
Já.þetta væri siðferðislega ásætt-
anleg leið til þess að ney ta kjöts,
því engin dýr myndu þjást eða
deyja til þess að framleiða það.
Það er ekkert að kjöti í sjálfu
sér.
Það er líka allt í lagi ef fólki
finnst bragðið af kjöti sem
ræktað er úr kúafrumum betra
en kjöt sem ræktað er úr manna-
frumum. Það er engin siðferðis-
leg skylda að rækta mannakjöt
til neyslu bara vegna þess að við
ræktum kjöt úr öðrum dýrum.“
dýraverndunarsinnum. Eru áhuga-
menn um dýravernd og almenna
velferð mannkyns hvattir til þess
að leita sér upplýsinga þar, en til
gamans birtist hér að ofan þýðing
úr spurt-og-svarað dálki heimasíðu
hans við Princeton háskóla. Þess má
að lokum geta að nýverið gaf Singer
út bókina Forseti góðs og ills (The
President of Good and Evil), þar sem
hann gerir tilraun til þess að rann-
saka þann siðaboðskap sem George
Bush Bandaríkjaforseti hefur við-
haft og ber hann saman við stjórnun-
arstíl hans og ákvarðanir.
haukur@bladid. net
Hœttuleg bók!
Nietzsche ferðaðist handan góðs og ills
Flestir hafa líklega heyrt þýska heim-
spekingsins Friedrich Nietzsche
(1844-1900) getið, en þó má ætla að
færri hafi kynnt sér skrif hans og
heimspeki svo nokkru nemi. Er það
miður, því Nietzsche var mikill hugs-
uður og hefur mikið fram að færa enn
þann dag í dag; jafnvel má leiða líkur
að því að fáir menn hafi haft meiri
áhrif á heimsmynd Vesturlandabúa
nútímans en einmitt hann. Þau eru
því miður ekki öll jákvæð - Nietsz-
sche og skrif hans hafa gegnum tíðina
verið nýtt til þess að réttlæta allskyns
vitleysu á hæpnum forsendum.
TiÍ dæmis hömpuðu nasistar
honum talsvert á sínum tíma og
töldu sig finna réttlætingu í verkum
hans. Með ritstýringu sinni bjó systir
Nietzsche í haginn fyrir slíka túíkun
á verkum hans, en sjálfur var spek-
ingurinn heillum horfinn og átti því
erfitt með að leiðrétta rang- og mi-
stúlkanir. Annað gott dæmi um slíka
notkun á Nietzsche er persónan Otto
úr kvikmyndinni sígildu Fiskurinn
J4ótel knna
'íríréttað á
2iótd rBoirj öll hvöld
2<r. 2.9OO.-
verið vclKOiDin
Rökhornið!
Umsjón: Hrafn Ásgeirsson, BA í heimspeki.
Það var gaman að sjá hversu margir svöruðu gátu síðustu viku og
ekki síður að nokkrir áttuðu sig á því, og bentu á, að umsjónarmaður
hafði talað um „þakskegg“ en ekki „mæni“ eins og til stóð. Kann ég
þeim þakkir fyrir. Vinningshafi þessarar viku er Kristinn Snævar
Jónsson. Einfalda svarið er að hanar verpa ekki eggjum. Þetta kann
að hljóma sem afkáraleg gáta en a.m.k. einn lærdómur sem draga má
af henni er að athygli okkar beinist oft að ákveðnum hlutum sem virð-
ast okkur mikilvægastir; við setjum hlutina í ákveðið samhengi sem
leggur áherslu á sumt fremur en annað. Á meðan gætum við verið
„blind" á aðra þætti sem ganga engan veginn upp en eru engu að síður
hluti textans (þetta á þó ekki einungis við um texta heldur einnig
talað mál, og mætti líklega yfirfæra að hluta til á skynjun). Dæmið
um hanann sem verpir er kannski sérkennilegt en sami vandi getur
skipt sköpum við aðrar aðstæðr, s.s. þegar meta á röksemdarfærslu
eða kenningu sem kann að skipta máli á einhvern hátt.
Vandi vikunnar:
I hefðbundinni rökfræði gildir að ef hægt er að segja
(1) EF Jón kastar steini í rúðuna ÞÁ brotnar hún
og
(2) EF Jón kastar steini i rúðuna ÞÁ taka gömlu axlarmeiðslin sig upp aftur,
þá er hægt að segja:
(3) EF Jón kastar steini í rúðuna ÞÁ brotnar hún OG gömlu axiarmeiðslin taka sig
upp aftur.
Þetta er á formlegu rökfræðimáli sett fram þannig:
ef p->q og p->r þá p->(q&r),
þar sem p, q og r standa fyrir ákveðnar setningar. Þetta virðist vera heilbrigð
skynsemi, en auðvitað koma upp vandamál hvar sem heimspekinga ber niður.
Hvað getum við sagt þegar málin standa þannig að maður, segjum að nafni
Halldór Baldur, á 100 krónur? Þá getum við sæst á að hann geti keypt sér Trópí
(á 90 krónur). Við getum líka sæst á að hann geti keypt sér súkkulaðistykki (á 85
krónur). Þá er hægt að segja að
(a) EF Halldór Baldur á 100 krónur ÞÁ getur hann keypt sér Trópi
ogað
(b) EF Halldór Baldur á 100 krónur ÞÁ getur hann keypt sér súkkulaðistykki.
Svörsendist til haukur@bladid.net