blaðið - 27.01.2006, Síða 24

blaðið - 27.01.2006, Síða 24
24 I TÍSKA FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaðiö Á tískuviku í París: Nornir, hörkulegt sakleysi og framúrstefnulegir fortíðarstraumar Andi vor- og sumartískunnar 2005 svífur nú um Parísarborg, en nú stendur einmittyfir franska tískuvikan. Mikill fjöldifrœgafólksins erþar saman kominn til að sjá hvaða línur hafa verið lagðarfyrir nœstu mánuði Það kennir margra grasa á pöll- unum í París þetta árið, líkt og svo mörg önnur. Galliano, sem hannar fyrir tískuhús Dior kom öllum í uppnám með nýju línunni sinni, en hann sækir innblástur sinn þetta árið í nornabrennur fyrri alda og teflir fram Diorlínu sem er þrungin af andspyrnu og allt af afturgenginni kvennabyltingu. Leður og gamaldags korsiletti, með víðum, follufullum pilsum og trúartáknskreyttar fyrirsætur þrömmuðu um palla Parísar og lýsingin var í anda vítislogandi bál- kastanna. Það má með sanni segja að ekki hafi áður sést viðlíka bylt- ingarkenndir straumar hjá Dior, en sýningin er vissulega fjöður í skreyttan hatt Galliano. Sumarlínan frá Valentino er aftur á móti innblásin af sakleysi og hreinleika enda hvítir og ljósir litir áberandi. Hönnunin tekur Brúnt leðrið bylgjast fallega yfir mjaðmirnar, en kjóllinn gæti talist nokkuð þungurfyrir sumarið. einnig mið af fínlegri, næstum brothættri kvenlegri líkamsbygg- ingu líkt og algengt hefur verið undangengin ár. 1 fullkominni and- stöðu við sakleysislega hönnunina eru fyrirsæturnar hvassbrýndar, dökkmálaðar um augun, með lostafullar þrútnar rauðar varir, og svipbrigði þeirra lýsa næstum blíðlegri grimmd. Ungi Portúgalski hönnuðurinn Baptista fer svo allt aðrar leiðir en einfaldleiki og látleysi hönnunar hans minna nánast á klæðaburð karaktera úr framtíðarsjónvarps- þáttum á borð við Star-Trek. Svart og hvítt eru áberandi litir, skarpar andstæður bæði í litum og sniðum eru ráðandi í þessari straumlínu- Jöguðu hönnun Baptista fyrir vor og sumar 2006. ernak@vbl.is Þessi kjóll minn- iráklæðaburð kvenna frönsku byltingarinnar. Þessi hönnun minnirá hætt- una af þvíað byltingin borði börnin sín þó óneitanlega hljóti Galliano af fá plús fyrir að tefla á tæpasta vað. dagar útsölunnar! www.stilistinn.is aa stilistinn Sunnumörk, Hveragerði Sími 483-4121 Þessi giæsilegi leðurjakki minnir á klæða- burð príoría fyrri tíma og krossinn undir- strikar svo klaustursklæðnaðinn. Hvítt pilsið enda skírskotun i brúðarklæðin. Handunninn körfuvefnaðurinn á efri hluta þessa kjóls gefa honum mikla sér- stöðu en hann er bæði grófur og fínlegur ísenn. Fleginn hlýrakjóll með litlum vængjum sem Ijá honum englablæ. Þessi hárauði, einfaldi kjóll úr smiðju Adeline Andre bylgjast af kvenlegum þroska en hann er hluti af tískulínu vors og sumars komanda. Hönnun Andre er sérlega fínleg og kvenleg á sama tíma og þægindi og þroski fá sín notið í hverjum saumi. Þessi glæsilegi kjóll er úr línu hins unga Baptista. Minnir á stefnumót Kleópötru við Napóleon. Einfaldleikinn er einkennismerki Baptista en hér fær efnið að njóta sín ríkulega til móts við einfaldleika sniðsins.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.