blaðið - 27.01.2006, Page 28

blaðið - 27.01.2006, Page 28
28 I HELGIN FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 blaöiö Listamenn spjalla I Listasafni ASÍ stendur yfir sýn- ing listamannanna Ragnheiðar Ágústsdóttur, Sigríðar Ólafsdóttur, Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar og Tinnu Gunnarsdóttur. Sýningin er hugsuð sem bræðingur hönnunar og myndlistar. Listamennirnir höfðu það að leiðarljósi við gerð verkanna að fara yfir á svið hvers annars og vinna á óræðum og jafn- vel forboðnum mörkum hönnunar og myndlistar. Hvar liggja þessi mörk og eru þau mikilvæg og af- gerandi? Sýningin samanstendur því af illskilgreinanlegum verkum og hlutum sem kveikja spurningar hvaða hlutverki þau gegni. Á sýn- ingunni má finna verk sem hægt er að skilgreina sem textíl, gólfverk, mottur, púsluspil, málverk, spegla, leirlist, innsetningar og lágmyndir, eða ekki. Sunnudaginn 29. janúar munu listamennirnir sjálfir taka á móti gestum og spjalla um verk sín. Aðgangur er ókeypis en listamanna- spjallið hefst kl. 15.00. ■ Ofnþurrkað Mahony, Eik, Beyki og fleiri tegundir Smiðjuvegur 40 gul gata - s 567 5550 www islandia.is/sponn KTM 450cc SX”S” 2004 Hjóliö er meö RG3 klemmum og Akrapovic pústi og m.fl. Paö er nýbúiö aö yfirfara allt hjóliöl! Verö tilboð!!! Upplýsingar Ellert s. 869 9903 Haldið upp á kínversk áramót Dansandi dreki á Laugavegi Úr drekadansinum í fyrra:,, Drekinn er mikið þjóðartákn kínverskrar menningar og er eiginlega æðstur þeirra dýra sem mynda þennan dýrahring." Kínverska nýárið hefst um helgina, eða nánar tiltekið þann 29. janúar. {tilefni þess stendur Kínversk-íslenska menningarfé- lagið og Félag Kínverja á íslandi fyrir drekadansi laugardaginn 28. janúar. í göngunni verður 15 metra langur,litríkur dreki sem eltir perlu í liðandi dansi niður Laugaveginn. Að dansinum loknum verður sýning á Taichi- leikfimi, Kungfu og Wushu bar- dagalist í tjarnarsal Ráðhússins. Arnþór Helgason, formaður Kín- versk-íslenska menningarfélagsins, segir að Kínverjar séu einmitt á leið í tveggja vikna frí í Kína vegna nýárs- ins. „Kínverjar halda upp á nýárið þannig að það er í raun um tveggja vikna hátíðahöld að ræða og það er til dæmis gefið frí í Kína í þann tíma. Kínverjar nota þá tímann til að heimsækja ættingja og vini,“ segir Arnþór og bætir við að það hafi líka verið efnt til drekadans í fyrra. „Við vonum að þetta geti orðið árleg hefð. Drekinn er mikið þjóðartákn kínverskrar menningar og er eigin- lega æðstur þeirra dýra sem mynda þennan dýrahring. Dýrahringur- inn er samansettur úr tólf dýrum og fimm frumefnum þannig að hann endurtekur sig á sextíu ára fresti. Nú er til dæmis að renna upp ár hins rauða hunds, eldhundsins.“ Margt líkt með Kína og íslandi Island er fjölmenningarlegt samfé- lag og því eru ansi margir búsettir hér sem eru af kínverskum ættum. „Hér á landi búa um 200 manns af kínverskum ættum, eftir því sem við best vitum, og hingað hafa verið ættleidd nokkrir tugir barna á und- anförnum árum. Islenskum af kín- verskum uppruna mun því vafalaust fjölga á næstu árum. Það er líka ým- islegt í kínverskri menningu sem getur auðgað menningu Islands. Ég sé ekki betur en að margt fari saman með þessum tveimur þjóðum og þar á meðal er mikil seigla og iðni. Nú þykjast Islendingar vera iðnari flestum öðrum þjóðum og menn hafa verið þrautseigir að þola við í þessu landi á umliðnum öldum og ekki verður það síður sagt um Kín- verja sem búa víða við mjög erfiðar aðstæður.“ Heilmikill hávaði Samkvæmt Arnþóri er heilmikið fjör í drekadansinum. „Ég mæli eindregið með að fólk taki börn sín með í drekadansinn og leyfi þeim að vera með hristur og aíls kyns áhöld til að hafa sem hæst. Ég hvet líka alla til að sleppa fram af sér beislinu og láta svolítið illa, börnunum og sjálfum sér til skemmtunar. Hluti af skemmtuninni er sá að hafa sem mestan gauragang og það fellur drek- anum býsna vel.“ Drekadansinn í fyrra var vel sóttur og Arnþór býst einnig við dágóðum fjölda um helg- ina. „Drekinn eltir svokallaða perlu sem Unnur Guðjónsdóttir stjórnar og hann leggur lykkju á leið sína og blessar ýmsar opinberar bygg- ingar sem á leið hans verða, svo sem Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Ráð- húsið. Drekinn er nefnilega tákn hins góða í Kína, frjósemis og allt sem gott er, gagnstætt því sem hann merkri í norrænni goðafræði. I nor- rænni goðafræði er drekinn tákn stríðs og átaka en í Kína er hann til dæmis tákn valds. Drekinn var til að mynda tákn keisarans í Kína.“ Drekadansinn heldur frá Hlemmi kl. 14:00, gengið verður niður Laugaveg og Bankastræti, vestur Austurstræti, Pósthússtræti og um Austurvöll að ráðhúsinu. svanhvit@bladid. net Myndir aí Srœga íólkinu Það gefst ekki alltaf tími til að njóta og dást að list en helgar eru einmitt tilvaldar í það. Það eru margar og áhugaverðar sýningar í listasöfnum út um allan bæ og því úr nægu að velja. Eftirtektarverð er sýning á mál- verkum eftir listakonuna Kristínu Halldórsdóttur Eyfells í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús. Sýningin varpar ljósi á lífsverk afkastamik- illar listakonu sem helgaði málverk- inu mestan sinn tíma hin síðari ár. Eftir Kristínu liggur mikið safn málverka og höggmynda en á Iista- mannsferli sínum tók Kristín Ey- Bill Cosby, leikari. fells þátt í yfir 100 einkasýningum og samsýningum í Bandaríkjunum, íslandi og viða. Á sýningunni eru einkum sýnd málverk úr tveimur myndflokkum Kristínar, Fræg andlit (Famous Faces) og Óþekktar konur (Ladies Anonymous). Heim- sókn í Hafnarhúsið til að skoða verk Kristínar er því án efa ekki tíma- sóun enda verk hennar einkar falleg og skemmtileg. Hafnarhúsið er opið frá 10-17 alla daga. svanhvit@bladid.net AEG handverkfærin sverja sig í ættina. Þau eru eins og annað sem kemurfrá þessum þýska framleið- anda, vönduð og traust. ORMSSON LAGMÚLA 6 SlMI 530 2800

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.