blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 2
2 I IWWLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaöið blaðiðHB Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 - www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Seinkun á Latabæ Hluti af Orkubókum Latabæjar sem fara áttu í dreifingu í gær töfðust af óviðráðanlegum orsökum eins og fram kemur í fréttaskeyti frá fs- landspósti. Upphaflega var áætlað að allar bækurnar yrðu komnar í réttar hendur í gær en tafirnir þýða að sumar þeirra koma ekki í hús fyrr en í dag. ■ Fréttir frá mbl.is í Blaðinu Frá og með deginum í dag mun Blaðið birta stuttar innlendar og er- lendar fréttir frá fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is. Þjónusta fréttaveitu Morgunblaðs- ins verður nú nýtt með svipuðum hætti og lengi hefur tíðkast varð- andi erlendar fréttastofur t.a.m. Reuters og Associated Press. Fréttir, sem ættaðar eru frá mbl. is, verða merktar sérstaklega. ■ 156 milljónir í ríkiskassann Happdrœtti Háskólans, eitt happdrœtta, þarfað greiða sérstakt einkaleyfisgjald í ríkissjóð. RektorHÍ vildi frekar sjá peningunum varið til uppbyggingar háskólans. f lögum um Happdrætti Háskóla ís- lands er eitt af skilyrðum fyrir því að skólinn fái að standa að peninga- happdrættiþað að sérstakt einkaleyf- isgjald sé greitt í ríkissjóð. Einkaleyf- isgjaldið skal nema 20% af hagnaði happdrættisins ár hvert og fyrir árið 2004 voru þetta ríflejga 150 milljónir króna. Forstjóri HHIsegir það órétt- látt að HHÍ sé rukkað um þetta gjald á meðan önnur happdrætti og Lottó þurfi engin gjöld að inna af hendi. Vildi sjá peningunum varið til uppbyggingar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla fslands, segir í samtali við Blaðið að um háar fjárhæðir sé að ræða sem myndi muna um við uppbyggingu skólans, ekki síst í ljósi bágrar fjár- hagsstöðu skólans sem tíðrætt hefur verið um. „HHÍ er eina happdrættið sem greiðir svona einkaleyfisgjald," segir Kristín. „Við erum að greiða bæði vegna flokkahappdrættis, Happaþrennunnar og happdrættis- vélanna. Ég myndi auðvitað mjög gjarnan vilja sjá þessum peningum l [ H E I? 11 T------ 1 » r rr BlaÖiÖ/Steinar Huqi Ríkið tók til sín 156 milljónir króna af hagnaði Happdrættis H( (formi einkaleyfisgjalds. varið til frekari uppbyggingar há- skólans.“ Það yrði fagnaðarefni að hennar sögn ef einkaleyfisgjaldið að minnsta kosti minnkaði. Aðspurð hvort einhver skref hafi verið stigin í þá átt að fá þessum lögum breytt vísaði hún á forstjóra HHÍ, Brynjólf Sigurðsson. Happdrætti ekki það sama og talnagetraun „Við höfum rætt um þetta við dóms- málaráðuneytið,“ segir Brynjólfur. „Eins og ég kemst næst eru þessi mál til skoðunar þar.“ Brynjólfur segir þessa klausu hafa verið til staðar frá upphafi þegar lögin voru sett árð 1933. „Síðasta gjald sem við greiddum hljóðaði upp á 156 millj- ónir og var það fyrir árið 2004“ Hann segir muna um minna. „En þetta er okkar greiðsla fyrir það að við eigum að hafa einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti.“ Lottóið greiðir ekkert svona gjald. Að mati Brynjólfs er hins vegar lítill munur á Happdrætti Háskólans og Lottóinu. „Við teljum að Lottóið sé happdrætti en dómsmálaráðuneytið hefur skil- greint það öðruvísi. Þar er Lottóið kallað talnagetraun og sé þess vegna ekki happdrætti. f Lottóinu velja menn einstakar tölur, en hjá okkur velja menn númer, sem saman- standa jú af tölum,“ segir Brynjólfur sem vonast til þess að lögin verði endurskoðuð fyrr en síðar. ■ Tugir vinnuhópa greina þarfirnar Þrjú hundruð manns koma að undirbúningi vegna nýja sjúkrahússins við Hringbraut Er kvíðinn að fara með þig? Zhena's Gypsy Tea gæti komið að gagni Rasberry Earl Grey Sölustaðir Bakarameistarinn, Bernhöfts-bakarí, Breiðholtsbakarí, Fjarðarkaup, Gjafir Jarðar, Hjá Jóa Fel, Kaffi Hljomalind, Kaffi Berg, La Vida, Maður Lifandi, Melabúðin, Ostabúðin, Yggdrasill, Kaffi Rós á Akureyri. Lnglatár - Listhúsinu - 551 8686 Hafist hefur verið handa við hönnun nýs spítala við Hringbraut. Tæplega 300 manns í 44 vinnu- hópum munu vinna að ítarlegri þarfagreiningu sem ljúka mun 30 júní nk. Nú er vinna komin á fullt skrið við að útfæra hönnun nýja há- tæknisjúkrahússins sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut. Svokölluð upphafsstund var haldin í Borgarleikhúsinu í gær þar sem gerð var grein fyrir þeirri vinnu sem fram undan er. Hóparnir 44 munu, í samstarfi við höfunda vinn- ingstillögunnar um hönnun spítal- ans, taka saman nákvæmt yfirlit yfir starfsemina sem fram á að fara á spítalanum og hvernig þeirri starf- Hluti þess fólks sem skipar vinnuhópana semi verður best fyrir komið. Heild- arbyggingarmagn hins nýja spítala er rúmir 170 þúsund fernietrar og gert er ráð fyrir að verklegar fram- kvæmdir hefjist 1. júní 2008. ■ Landsmönnum gefst þrátt fyrir allt kostur á að hlýða á undurfagran söng Silvíu Nóttar Ekki er öll Nótt úti enn Ríkisútvarpið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Silvia Nótt, sjónvarps- stjarnan fræga, verði á meðal kepp- enda í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilraunaútgáfu af lagi hennar „Til hamingju Island" var lekið á Netið og brýtur það í bága við reglur keppninnar. Forsvarsmenn kepn- innar tóku þessa ákvörðun eftir stíf fundahöld í gærdag. Fyrr um daginn höfðu aðstandendur lagsins sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir „harmi vegna þess óheppilega atviks að gróflega hljóðblönduð útgáfa lags- ins hefur komist í dreifingu.“ Þau segja atvikið hafa átt sér stað án vitundar þeirra og algjörlega gegn þeirra vilja. Sjónvarpsmenn segjast vona að þessi uppákoma varpi ekki skugga á keppnina. ■ / Innimálning Gljástig 3,7,20 / Verð frá kr. 298 pr.ltr. y'' Gæða málning á frábæru verði / Útimálning / Viðarvörn / Lakkmálning / Þakmálning •J Gólfmálning / Gluggamálning “ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 5171500 O Heiðskírt 0 Léttskýjað Skýjað ) Alskýjað 5^ < Rigning, iitilsháttar Rigning 9 9 Súld :j: Snjókoma Jj Slydda Snióél \jj \ Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 0 13 -01 -02 02 01 -06 02 0 09 13 -01 03 13 05 01 03 08 02 14 08 06 \> // / /// /// 7° /// Al 2“ /// /// /// /// /// /// /// // / /// /// 7° % // / /// /// Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands ». Á morgun '//ý 0 3° 4° 0 /// 3° rp// '//

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.