blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 26
26 I FERÐALÖG
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaðið
Paradísarhúsnœði á Spáni
Linda Rós Guðmundsdóttir rekur fasteignasölu í Valencia
Snekkjuferðir, sjóskíði, glæsilegir
golfvellir og unaðslegar heilsulindir
steinsnar frá eigin heimili hljómar
eins og fjarlægur draumur í eyrum
flestra íslendinga. Linda Rós Guð-
mundsdóttir hjálpar fólki að upp-
fylla þennan draum en hún rekur
fasteignasöluna Sun Investment frá
Valencia á Spáni.
Linda hefur verið búsett á
Spáni undanfarin ár og rekur þar
fasteignasöluna Sun Investment.
,Það hefur verið nóg að gera þrátt
fyrir að við höfum lítið auglýst
okkur. En einmitt núna erum við
að stækka og bæta við okkur,“ segir
Linda og segir að markmiðið nú sé
að ná meira til Islendinga.
Huggulegar íbúðir og
glæsilegar villur
Linda segir að Sun Investment sé í
nánu sambandi við aðrar ferðaskrif-
stofur víðs vegar um Spán og því sé
auðvelt að útvega fólki húsnæði á
þeim stað sem það vill. „Fólk getur
í rauninni haft samband við okkur,
sagt hvað það vill og við sjáum um
að útvega það,“ segir Linda. Hún
segir að húsnæðið og verðið sem
í boði er sé mjög breytilegt. „Það
er hægt að fá allt frá huggulegum
íbúðum á viðráðanlegu verði upp
í dýrar og glæsilegar villur," segir
Linda og bætir við að húsnæðið eigi
það þó allt sameiginlegt að vera á sól-
rikum stöðum þar sem finna megi
glæsilegar strendur. Linda segir að
Valencia sé þó langt frá því að vera
einungis ferðamannastaður. Þar sé
að finna gróskumikla menningu og
hægt að fara í óperur, sýningar og
glæsileg söfn.
Linda segir auðvelt að fá hagstæð
lán á Spáni með litlum vöxtum og
því sé ekki aðeins á færi auðjöfra
að eignast þar húsnæði. „Það er í
rauninni mjög einfalt að kaupa hús
hérna,“ segir Linda. Hún segir ekk-
ert því til fyrirstöðu að fólk leigi svo
út húsnæðið sem það kaupir þegar
það er ekki að nota það. „Fólk getur
keypt sér hús hjá okkur og notað
það þegar það fer í frí og svo sjáum
við um að leigja það út þess á milli,“
segir Linda að lokum.
http://www.abc-properties.co.uk
http://www.marinador.com
bjorn@bladid.net
DÆMI UM EIGN:
Glæsilegt 180 m2 hús á Torrevieca, lóðin 500 m2 . Selt með öllum húsgögnum, þrjú svefnherbergi,
þrjú baðherbergi, einkaskundlaug, grill, stór bílskúr, olíukynding, þjófavarnarkerfi og allt til alls í
húsinu. Verð 350.000C. Við útvegum lánin og sjáum um alla vinnu við kaupin af húsunum.
við að iáta drauminn rætast? Endilega hal
band við okkur og við látum verða af því!!!
Eigmr i boði a
eftirfarandi stöðum á
Costa Blanca:
Lamarina
Torrevieca
Benedorm
Guadamar
Valencia ;
Ltniil
Höfum mikið urval eigna,
bæði til sölu og leigu.
Aðstoðum ykkur alla leið
SUN INVESTMENT,SL • COSTABLANCA
www.suninvestmentsl.com SÍMAR Á SPÁNI
www.abc-properties.co.uk
Linda Rós, (0034) 646 930 757
info@abc-properties.co.uk
Sigga, (0034) 609 430 253
Húsaskipti
landa á milli
„Intervac eru samtök fólks sem hefur
áhuga á að skiptast á húsum,“ segir
Elisa M. Kwaszenko, forsvarsmaður
samtakanna á Islandi. Samtökin
voru stofnuð árið 1953 en Elisa stofn-
aði útibú hér á landi árið 1982, eftir
að hafa lesið um Intervac í ensku
tímariti. „öll starfsemin fer nú fram
á Internetinu en þar geta meðlimir
samtakanna fundið sér hús og fjöl-
skyldu sem það hefur áhuga á að
skipta við. Fólk getur kynnst betur
símleiðis eða í gegnum póstsend-
ingar og að því búnu tekið ákvörðun
um hvort það vilji skipta,“ segir El-
isa. „I meginatriðum snýst Intervac
um að koma tveimur aðilum, í sitt-
hvoru landi, í samband og þar líkur
afskiptum okkar.“
Hagkvæmt og þægilegt
Intervac var stofnað árið 1953 og hóf
starfsemi á Islandi árið 1982. Hefur
Elisa verið forsvarsmaður þess hér
á landi frá upphafi. Intervac starfar
í 5r landi í heiminum og eru þar á
meðal flest Evrópulönd, Ástralía,
Bandaríkin og Suður-Ameríka svo
dæmi séu tekin.
Elisa segir gefa augaleið að húsa-
skiptin séu mun hagkvæmari en að
gista á hóteli eða leigja sér húsnæði.
Þá líki mörgum vel að geta búið
við heimilislegar aðstæður og eru
ánægðir með að sitt eigið hús standi
ekki autt á meðan á fríinu stendur.
Elisa segir sárafáa hafa haft
slæma reynslu af húsaskiptunum
og á þeim tíma sem hún hafi starfað
hjá Intervac muni hún aðeins eftir
tveimur. „Intervac skiptir sér hins
vegar ekki af þannig málum. Fólk
gerir staðlaðan samning við hvert
annað á Nnetinu og er skuldbundið
til að standa við þann samning,"
segir Elisa. Intervac mælir með því
að nýir aðilar að samtökum skipti
við þá sem hafa skipt marg oft og
geta gefið meðmæli.
„Það er mismunandi hversu lengi
fólk dvelur í húsum hvor annars.
Fólk með börn þarf vitaskuld að nota
fríin sem börnin fá úr skólanum en
eldra fólk getur dvalið lengur," segir
Elisa. Hún segir algengast að fólk
skipti í viku til tvær en þó séu þess
dæmi að fólk hafi dvalið í allt að ár.
Ekki ágóðasamtök
Elisa segir að virkir íslenskir með-
limir í Intervac séu í kringum 80 og
skipta flestir þeirra nokkuð reglu-
lega um hús, margir árlega eða oftar.
Samtökin eru frjáls félagasamtök og
auglýsa sig ekkert þannig að það er
undir meðlimum komið að kynna
samtökin fyrir öðru fólki.
Aðildargjald að Intervac er 5.000
krónur á ári. „Innifalið í því er að-
gangur að Netinu þar sem hægt er
að skiptast á upplýsingum og hafa
samskipti við eins marga aðila og
fólk vill,“ segir Elisa og bætir við
að það sé eini kostnaðurinn sem
fólk þarf að greiða. „Fólk þarf ekki
að greiða neinn aukakostnað þegar
húsaskipti fara fram. Samtökin
starfa ekki með það að markmiði að
skila ágóða,“ segir Elisa að lokum.
www.intervac.is
cýNfNG
UM HEL
MESTA URV/W
YFIRBURÐIR
Arnar Kristin
LANDSINS
AF GLÆSILEGUM HJÓLHÝSUM. HAFÐU SAMBAND VID RÁÐGJAFA OKKAR NÚNA!
VIKUR
V * E * R * K
www.vihurverk.is
TANGARHÖFÐA 1 SÍMI 557 7720