blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 22
22 I MATUR FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaöiö W ■ last miðar & tæki ehf. Ætlar aS ráða MATREIÐSLUMANN sölu Turbochef hraSeldunarofna Viö leitum aö matreiöslumanni meS reynslu í faginu. Helst vanan sölumennsku. Verður aS vera skipulagöur með frumkvæSi til að vinna sjálfstætt og hafa gott vald á ensku . Lipur í mannlegum samskiptum og þjónustu. Upplýsingar um Turbochef á / www.Turbochef.com ^^^^lfsendist til RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA Það er mikið í tísku þessa dagana að vera með framandi hráefni í matarveislum og sennilega er ekkert vinsælla en kengúrukjöt. Margir veitingastaðir eru farnir að leika sér svolítið með kengúru- kjöt og veitingastaðurinn SALT er engin undantekning. Kengúru- kjöt er bara nokkuð gott kjöt og er einhvers staðar á milli nautakjöts og villibráðar, eins og til dæmis dádýr. Kjötið getur verið ótrúlega meyrt og gott og það er því algjör- lega nauðsynlegt að framreiða það nánast hrátt (rare-medium rare). Annars kemur nett lifrarbragð í það og þá verður það að mínu mati óætt. Ef maður vill ekki hætta á að hafa kengúrukjöt í aðalrétt þá er mjög sniðugt að hafa það í léttum forrétt á undan. Þegar kemur að meðlætinu finnst mér best að hafa kengúrukjöt í sama flokki og villibráð, sérstaklega ef á að bera það fram sem forrétt. Þá á ég við eitthvað sætt eins og ávexti, ber, sætar kartöflur, hunang og síðan smellpassa alls kyns hnetur með og að sjálfsögðu ferskar krydd- jurtir, gott salat og síðast en ekki síst ostar. Mér finnst að sósurnar með svona kjöti þurfi að vera léttar og dálítið sætar, til dæmis sultusósur eða vinagrettur með hunangi, balsamik og kannski einhverjum berjum. En ef bera á fram kengúrukjöt sem aðalrétt þá passar allt meðlæti með sem passar með góðri nautasteik eða villibráðasteik. Uppskriftin sem fylgir með í dag er sósa sem er rosalega góð með hráu kjöti eins og „carpaccio". Eins passar hún mjög vel með kengúru og geita- ostasalati með strengjabaunum, vínberjum og portvínsgljáa sem er réttur sem ég er með á SALTI. Þá steiki ég kjötið á pönnu á mjög háum hita, eldsnöggt á öllum hliðum og elda það ekkert meira. Þess í stað sker ég kjötið í örþunnar sneiðar og legg á mjög heitan disk. Þar „létt-eldast“ kjötið á disknum en er samt algjörlega „rare“. Síðan er kjötið kryddað með salti og ný- möluðum pipar og borið fram með soðnum strengjabaunum, kletta- salati og geitaosti ásamt portvíns- gljáa (uppskrift fylgir með). Þetta er til dæmis ein hugmynd sem auðvelt er að nota í léttan forrétt og er alveg skotheld. Það er að sjálf- sögðu hægt að breyta meðlætinu eins og manni listir en svona sam- setning finnst mér smellpassa með slíku kjöti. Portvínsgljái (ca. 6 skammtar) 1 dl balsamik 4 dl portvin 2 dl rauðvín 1 msk hunang nokkrir stilkar af fersku timian 5 msk ólífuolía (ekki extra virgin) salt og pipar Aðferð: Allt sett í pott nema olían og látið sjóða við vægan hita þar til 2/3 eru gufaðir upp. Látið kólna og olían er þá pískuð út í. Smakkað til með salti og ný- möluðum pipar, einnig er gott að smakka til með sýru eins og sítrónusafa en það fer alveg eftir smekk. Hristið þetta saman fyrir notkun. Kveðja, Raggi Hressandi drykkir úr grœnmeti og ávöxtum Á þessum árstíma, þegar allir eru í hollustunni, er ekki úr vegi að skoða nokkra hressandi drykki fyrir sál og líkama. Grænmetis- og ávaxtasafar eru jafnan mjög bragðgóðir auk þess að vera sérstaklega góðir fyrir húðina, hárið, neglurnar og margt fleira. Salka forlag gaf nýverið út bók- ina Endalaus orka eftir Judith Millidge. Bókin er uppfull af góðum hugmyndum og enn betri uppskriftum. Besta leiðin til að auka neyslu á nauðsynlegum vítamínum og stein- efnum er að drekka ferskan safa og þannig má vinna gegn ýmsum minni háttar kvillum og ofnæmi. En þó ber að hafa nokkur atriði í huga og til dæmis er ekki heppilegt að blanda saman ávaxta- og græn- metissafa. Undantekningarnar eru gulrætur og epli, safa úr þeim má blanda saman við næstum hvað sem er. Þó er best að drekka bæði ávaxta- og grænmetissafa. Ef þú drekkur einungis ávaxtasafa færðu of mikið af ávaxtasykri og í grænmetissafa- blöndum eru mörg nauðsynleg vítamín sem eru ekki til staðar í ávöxtum. Verði ykkur að góðu! svanhvit@bladid.net STARFSFOLK ÓSKASTí FJARÐARKAUP • Starfsmaður í kjötmóttöku. • Afgreidslufólk - fullt starf og hlutastarf. Allar upplýsingar á staðnum og inni á fjardarkaup.is Trönuberja- FJARÐARKAUP Heila- þvottur 1 appelsína 1 greipaldin 1 epli 1 pera Flysjaðu appelsínuna og greipald- inið og skerðu í bita, nógu litla til að þeir komist í safapressuna. Skerðu líka eplið og peruna í álíka stóra bita og láttu hýði, steina og allt saman fylgja með. Pressaðu safann, helltu honum í glas og skreyttu með til dæmis með appelsínusneið. drykkur 150 grömm trönuber 150 grömm hindber Skolaðu berin og pressaðu safann úr hvorri tegund fyrir sig og helltu í glas. Skreyttu ef til vill með nokkrum berjum og litlum myntu- kvisti. Selleri- salat- og gúrkusafi 3 sellerístönglar Hálft salathöfuð, Iftið Hálf gúrka Skolaðu sellerístönglana vel og skerðu endana af þeim. Skolaðu salatblöðin og hristu svo af þeim alla vætu. Skerðu gúrkuna í bita svo að hún komist í safapressuna. Pressaðu safann úr hverri græn- metistegund fyrir sig og bland- aðu öllu saman í glas. Skreyttu með sellerístöngli. ÖNDVEGISELDHÚS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.