blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 17
HAÚH83Í.S HUQA(!; TÆKI OG TÓli I 17 Hvað kostar að fá sér heimasíðu? Það ergaman oggagnlegt að „hanga á Netinu Það getur verið mjög gagnlegt og gaman að halda úti heimasíðu. A hana er hægt að setja allt milli himins og jarðar, hvort sem þú ert nemi sem hefur skrifað góðar ritgerðir, kokkur sem elskar góðan mat, málari sem býður upp á þjónustu eða áhugasöm móðir sem langar að deila reynslu sinni með öðrum. En hvað kostar að halda úti heimasíðu? Það fer eftir ýmsu. Ef þú vilt hafa séríslenskt netfang.þaðerað segja sem endar á punktur is, þá er aðeins einn aðili sem býður upp á það; isnic.is. Hins vegar eru líka til almenn lén sem enda t.d. á com, .net, .org og allir í heiminum geta sótt um þau. Stofngjald á léni með endingunni .is (og án íslenskra sérstafa) kostar kr. 12.450 en árgjald kr. 7.918. Fyrir sérstafi greiðist að- eins meira og nánari upplýsingar um það og hvernig sækja megi um íslensk netföng má finna á www. isnic.is. bloggsíðu úti og það er alveg ókeypis. Besti og einfaldasti bloggþjónninn er vafalaust www.blogspot.com og út frá honum má halda uppi mynd- skreyttri dagbók með hlekkjum. Blogspot krefst þess þó að fólk kunni örlítið fyrir sér í einfaldri forritun sem er fljótlegt að læra. Að halda úti bloggsíðu er líka ágætis æfing áður en maður fær sér stóra heimasíðu með mörgum undirflokkum. Ódýrara að sleppa .is Á vefsíðunni www.mydomain. com getur þú leitað að lausum netföngum sem enda til dæmis á com, .net, .org. Mánaðargjald þeirra er um 6 dalir, 72 dalir á ári, alls um 4.500 krónur miðað við gengið í dag. Þetta er vissulega ódýrari kostur. Það er best að borga með kreditkorti og óþarfi að hafa áhyggjur af því, þar sem netviðskipti við stór fyrirtæki eru yfirleitt álíka örugg og að versla úti í búð. Bloggið er ókeypis Ef þér er sama þó að lénið þitt .................................... endi ekki á .is þá kostar þetta mun margret@bladid.net minna. Til dæmis er hægt að halda Stómtsala Ótrúlegt verð á brúðarkjólum BRÚÐARKJÓLAR BRÚÐARMEYJUKJÓLAR UNDIRFATNAÐUR OG ALLIR FYLGIHLUTIR Á ÓTRÚLEGU VERÐI Verið velkomin EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR Garðatorq 3*210 Garðabær Sími. 565 6680 25°fo afstáttur af Nordsjö mátninqu v' ^tisaafgan^ar frá hr. 600 m2 Verðdœmi: Geqnheitar ftísar frá kr. 1.090.- m2 Smellt plastparket frá kr. 790.- m2 0 AiFABORG Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 ‘Www.alfaborg.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.