blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 15
blaóiö FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 ÁLIT I 15 Hreinar tennur - heilar tennur Börn undir sex ára aldri eiga ekki aö skammta sér tannkrem. Fram aö tveggja ára aldri, ætti aö nota það magn tannkrems sem þekur fjórðung naglar á litla fingri barnsins, en eftir að allar tennur eru komnar upp og til sex ára aldurs, ætti þaö að þekja alla nöglina. Tannheilsa er jafn mikilvæg og almenn heilsa. Hreinar og heilar tennur bæta almenna líðan en skemmdum tönnum og bólgnu tannholdi getur Hólmfríður fylgt vanlíðan. Guðmunds- Eigin tennur alla dóttir ævierueftirsóknar- ” verð lífsgæði og það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst. Tannkrem eru gerð til að halda tönnunum hreinum og heilum og í þeim eru ýmis efni sem gegna því hlutverki. Munnholið er bústaður baktería og ákveðnar tegundir þeirra líma sig við yfirborð tannanna og mynda þar skán. Skánina þarf að hreinsa burt með reglulegu milli- bili og það er gert með aðstoð tann- krems, tannbursta og tannþráðar. Ef stöðugt er verið að borða og mikið er af sykri í fæðunni, myndast skánin hraðar. Ef tennurnar eru ekki hreins- aðar reglulega og skánin nær að safn- ast fyrir hindrar hún það að munn- vatnið komist að yfirborði tannanna og tannskemmdir geta myndast. Sá tími sem það tekur tannskemmdina að grafa sig í gegnum glerunginn er breytilegur, frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Hægt er að stöðva tannskemmd á byrjunarstigi og lækna eða endurherða glerunginn en ef skemmdin er komin í gegnum glerunginn og inn í tannbein verður að hreinsa burt skemmdan tannvef og setja fyllingu í staðinn. Til að verjast tannskemmdum, draga úr hraða eða lagfæra tann- skemmd á byrjunarstigi er mælt með notkun flúors en regluleg notkun á flúortannkremi minnkar líkur á myndun tannskemmda um 25%. Flúor er mikilvægasta efnið í tannkremi. Mælt er með tannkremi með flúorstyrko,i% við tannburstun barna yngri en sex ára en eldri ald- urshópar geta valið um tannkrem með flúorstyrk frá 0,10% upp í 0,15%. Börn kyngja almennt stórum hluta tannkremsins sem upp í þau fer og því er mikilvægt að börn undir sex ára aldri skammti sér það ekki sjálf og öruggast að geyma tannkremið þar sem þau ná ekki í það. Við tann- burstun barns sem er að taka sínar fyrstu tennur og fram að tveggja ára aldri ætti að nota það magn flúort- annkrems sem nemur einum fjórða af stærð naglar á litla fingri barnsins. Þegar allar barnatennurnar tuttugu eru komnar upp og til sex ára aldurs ætti að nota það magn flúortann- krems sem samsvarar allri nögl barnsins á litla fingri. Sótthreinsiefnum er bætt í ákveðnar tegundir tannkrema og þannig reynt að halda munnbakter- íum í skefjum. Tríklósan er eitt þess- ara efna og hefur sýnt sig að degur úr bólgum í tannholdi þó áhrif á tann- skemmandi bakteríur séu minni en vonir voru bundnar við. Verið er að rannsaka áhrif broddmjólkur í tannkremi en ennþá bendir flest til þess að jákvæð áhrif séu fyrst og fremst bundin við slímhúð munns en minna við tannyfirborð. Önnur efni eru fægiefni ýmiss konar (s.s. „calcium phosphates, alumina, calcium carbonate, silicá') en æski legt er að nota í hófi tannkrem sem rík eru af fægiefnum. Sápuefnið „sodium lauryl sulfate" (SLS) finnst í flestum tannkremstegundum en virðist geta framkallað munnangur og því er þeim sem eiga vanda til þess ráðlagt að nota frekar sápulaus tannkrem (Zendium). Börn geta ekki hreinsað tennurnar nægilega vel sjálf með tannbursta, flúortannkremi og tannþræði fyrr en um tíu ára aldur. Ekki er mælt með því að skola munn eftir tannburstun, það nægir að skyrpa. Þannig virkar flúorinn í tannkreminu lengur og tennurnar styrkjast. Höfundur er tannlæknir. Stórnmálamaður eins og þeir eiga að vera Eftir því sem áhug- inn vex á væntan- legu prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík heyrist þeirri kenningu oftar fleygt að oddviti flokksins í síðustu kosn- Einar ingum, Stefán Jón Kárason Hafstein, hafi það á móti sér að vera hrokafullur og líta stórt á sig - um- mæli í þessa veru mátti meðal ann- ars lesa í annars ágætum pistli Kol- brúnar Bergþórsdóttur hér í Blaðinu á dögunum. Svonakenningum er að sjálfsögðu haldið á lofti af þeim sem ekki vilja hafa Stefán efstan á lista í komandi kosningum, andstæð- ingum hans innan flokks og utan, en að einhverju leyti er þetta líka sjálfsprottið í hugum fólks sem ekki þekkir hann nema úr fjölmiðlum og misskilja eitthvað í hans fari á þennan hátt. Stefán er mikill að vallarsýn og það er jafnan dálítill sláttur á honum; brosið er stórt og röddin á það til að vera drýgindaleg, eins og algengt er um menn sem vilja hljóma eins og þeir viti um hvað þeir eru að tala. En ástæða þess að ég skrifa þessa klausu er sú að ég hef verið í góðu vinfengi við manninn í hálfan fjórða áratug og get því upp- lýst fólk um að þarna eru á ferðinni miklar ranghugmyndir. Stefán er sérstakur drengskaparmaður, einn af þeim sem maður vildi eiga að í sjávarháska eða nauðum. Aldrei hef ég vitað nokkurn sem á í vand- ræðum sem Stefán er ekki tilbúinn til að liðsinna, jafnvel þótt það kosti að hann kasti öllu öðru frá sér. Þetta kann að hljóma eins og oflof, en ég veit að aðrir vinir hans hafa sömu sögu að segja. Hann er meira að segja svo laus við að líta stórt á sig að það hefur frekar hamlað hans eigin stjórnmálaframa, eins og sést til dæmis á því að þótt Stefán sé búinn að vera að hrærast í pólitík af ýmsu tagi í aldarfjórðung þá var hann lengst af ófáanlegur til að sækj- ast eftir persónulegum vegtyllum; og lögðu samt margir að honum að gera slíkt. Maður sem sækist fyrst og fremst eftir að púkka undir eigið egó fer að sjálfsögðu að gera kröfu að verða valinn til forystu um leið og hann gengur í flokk, en Stefán Jón rótaðist í tíu-fimmtán ár í bak- landi vinstrihreyfingarinnar, að mestu kauplaust og án þess að kalla eftir neinu nema því að baráttumál hans fengju framgang. Hann vann kappsamlega að því að Reykjavíkurl- istinn yrði myndaður og barðist fyrir því að þeir sem hann skipuðu næðu sem bestum árangri. Hann vann líka ötullega að því að Sam- fylkingin yrði að veruleika og gekk raunar ekki í neinn flokk fyrr en á stofndegi hennar. Það var fyrst fyrir fjórum árum að hann lét tilleið- ast að bjóða sig fram í prófkjöri og reyndar með glæsilegum árangri. Þeir sem vilja kynnast persónu Stefáns vinar míns ættu til dæmis að lesa bókina hans frá árinu 2000, „Fluguveiðisögur“. Þar er hann, fullur af virðingu og aðdáun á öllum meisturum þessa fags en ger- andi góðlátlegt grín að sjálfum sér, bara þakklátur fyrir að hafa fengið að læra og vera með. Þannig er hann. Þess vegna styð ég hann í pól- itík; það kennir okkur sagan að því minna sem menn sækjast eftir að fá að ráða, því betur fallnir eru þeir til að gera það. Stefán er stálminnugur, jötunefldur til vinnu og umfram allt, hann vill öllum vel. Hann væri bæjarfógeti eins og þeir eiga að vera. Höfundur er rithöfundur. Auglýsingar 510 3744 blaöid Aöalfundur 4. febrúar 2006 Landsbankinn Aöalfundur Landsbanka íslands hf. veröur haldinn á Nordica hótel laugardaginn 4. febrúar kl. 14. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum. 5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eöa taka að veði allt að 10% af eigin bréfum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Tilkynna skal um framboö til bankaráös eigi slðar en 5 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoöenda liggja frammi í Aðalbanka Landsbankans, Austurstraeti 11, Reykjavik, hluthöfum til sýnis. Einnig er hægt aö nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Gerð er tillaga um breytingu á samþykktum félagsins um aö bankaráði verði heimilt aö fela formanni bankaráðs að sinna ákveönum verkefnum i þágu félagsins umfram þau sem tengjast reglulegum fundum bankaráðs. Hluthöfum er bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Atkvæðaseölar og önnur fundargögn verða afhent við inngang í upphafi fundar. Bankaráö Landsbanka islands hf.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.