blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaöiö Laða að sér maka með söng Hvalir nota söng til að laða hitt kynið að sér samkvæmt nýrri ástralskri rannsókn. Vísindamenn- irnir sem hafa rannsakað hegðun hnúfubaka undan strönd Queens- land í þrjú ár segja að karlkynshvalir syngi stundum í allt að sólarhring í þessum tilgangi. Kvenkyns hnúfubakar meta karlinn síðan út frá eiginleikum söngsins. Þetta er í fyrsta sinn sem hópur vísinda- manna finnur út tengsl milli söngs og mökunaratferlis hjá hvölum. Umdeildar skopmyndir birtar víðar Fleiri dagblöð í Evrópu birtu skopmyndir í gær afMúhameð sem valdið hafa mikilli reiði meðal múslima. Danskurþingmaður hvattifólk til að sniðganga fyrirtœki múslima. Nokkur dagblöð í Evrópu birtu í gær umdeildar skopmyndir af Múhameð spámanni sem upphaflega birtust í Jótlandspóstinum og hafa vakið reiði múslima víða um heim. Franska blaðið France Soir birti allar mynd- irnar 12 sem birtust í Jótlandspóst- inum en þýska blaðið Die Welt birti fimm þeirra, þar af eina á forsíðu. Að auki birtir France Soir myndir af Guði, Búdda og Múhammeð undir fyrirsögninni: „Já við höfum rétt til að gera grín að guði.“ France Soir kveðst hafa birt skopmyndirnar í nafni tjáningarfrelsis og til að berjast gegn skorti á trúarlegu umburðar- lyndi. „Vegna þess að þeir sem aðhyll- ast trúarkreddur geta ekki þröngvað skoðunum sínum upp á lýðræðislegt og veraldlegt samfélag birtir France Soir þessar teiknimyndir," segir í blaðinu. Danir hvattir til að snið- ganga fyrirtæki múslima Hægri menn í Danmörku hafa hvatt almenning til að sniðganga verslanir og fyrirtæki í eigu múslima út af mál- inu og meðal annars sendi Louise Fre- vert, þingmaður danska Þjóðarflokks- ins, SMS-skilaboð þess efnis til vina sinna og kunningja. Stjórn flokksins gagnrýndi hana harðlega fyrir þetta og Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra, hvatti Dani til að sýna samstöðu og láta ekki deiluna koma niður á saklausu fólki. Carsten Juste, aðalritstjóri Jót- landspóstsins, sem baðst afsökunar á myndbirtingunum á mánudag segir að andstæðingar málfrelsis hafi unnið sigur í deilunni. „Það er jú það óhugnanlega við það. Ég spái því að enginn muni teikna spámanninn Mú- hammeð í Danmörku á næsta manns- MISSTU EKKI AF ÞRÆÐINUM Notaðu tannþráð daglega. Hann nær þangað sem þurstinn kemst ekki og munnurinn verður hreinni og heilþrigðari U T L A 25-55% afsláttur af gólf- og veggflísum! Dnghtla Kf6l,l>|~j^» ■ LthUI. I / «2» % HARÐVIÐ ARVAL Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is Maöur í Barein virðir fyrir sér danskar mjólkurvörur í stórmarkaði f Manama. Múslimar víða um heim hafa sniðgengið danskar vörur vegna birtingar umdeildra skopmynda. aldri og því verð ég að segja að þeir hafa unnið,“ sagði hún í viðtali við Berlingske Tidende. Ritstjórinn sagði jafnframt að hann hefði ekki leyft birtingu myndanna hefði hann vitað hvaða afleiðingar það myndi hafa. Stjórn Blaðamannafélagsins fundar um málið Samtök blaðamanna á Norðurlönd- unum hafa ekki enn gefið frá sér yfir- lýsingu vegna málsins að sögn Örnu Schram, formanns Blaðamannafé- lags Islands. Arna hefur sent öllum fé- lögum blaðamanna á Norðurlöndum fyrirspurn um hvort þau hyggist bregðast sameiginlega við málinu. Stjórn Blaðamannafélags Islands kemur saman á föstudaginn til að ræða málið. Saddam neitar að mæta fyrir réttinn Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Iraks, fjórir meintir samverkamenn hans og lögmenn þeirra mættu ekki fyrir rétt í gær til að mótmæla til- nefningu nýs yfirdómara. Raouf Abdel Rahman, yfirdóm- ari, sagði að hann myndi halda réttarhöldunum áfram án þeirra og lögmenn tilnefndir af dómstólnum tóku við af verjendum Saddams. „Þrátt fyrir persónulegar tilraunir mínar til að fá þá til að vera við rétt- arhöldin neituðu verjendur að gera það,“ sagði Jaafar al-Musawi, yfirsak- sóknari sem hvatti dómarann til að neyða sakborninga til að mæta fyrir Saddam Hussein mætti ekki í réttarsal og mótmælti þannig nýjum yfirdómara. réttinn. Réttarhöldunum var frestað til dagsins í dag eftir að fimm vitni saksóknara höfðu borið vitni. Öll gáfu þau vitnisburð sinn fyrir aftan tjald til að þau þekktust ekki. Stórt fjársvikamál kemur upp í Hollandi mbl.is | Hdlensk yfirvöld hafa hand- tekið sjö manns, þ.á.m. fyrrum starfsmann í heilbrigðisráðuney tinu, í tengslum við fjársvikamál. Fram kemur að um 22 milljónir evra, sem jafngildir tæpum 1,7 milljörðum ís- lenskra kr„ hafi verið sviknar út úr ráðuneytinu. I yfirlýsingu frá hollenska sak- sóknaranum kemur fram að hand- tökurnar hafi átt sér stað fyrir nokkrum mánuðum og að ekki liggi ljóst fyrir hvort ráðuneytið muni fá féð til baka. Sjömenningarnir eru ákærðir fyrir fals, fjársvik, fyrir að múta ríkisstarfsmanni og fyrir aðild að glæpastarfssemi milli áranna 2002 og 2003. Fjórir sakborninganna hafa verið leystir úr haldi. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöld muni hefjast. Andalúsískur knapi heldur á kyndli við opnunarathöfn Alþjóðlegrar nautahátfðar í Se- villa á Suður-Spáni. Hátíðin sem hófst f gær er haldin til heiðurs hinu sérstaka nautakyni sem leitt er til slátrunar við hefðbundið nautaat á Spáni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.