blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaöið EM í Sviss: Grátlegt eins marks tap gegn Króötum Nýi varabúningur þýska landsliðsins í knattspyrnu Enski boltinn: Henry er ekki enn búinn að skrifa undir Franski knattspyrnusnillingurinn Thierry Henry, seiri leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal, hefur ekki enn skrifað undir áfram- haldandi samning við enska félagið. Samkvæmt enskum fjölmiðlum í gær er ástæðan sögð vera sú að Henry vill fyrst að Arsenal tryggi sér þátttökuréttinn til að leika í meist- aradeildinni á næstu leiktíð. Arsenal er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er fjórum stigum frá fjórða sæti sem gefur þátttökurétt í meistaradeildinni á næstu leiktíð. Arsenal er komið í 16- liða úrslit keppninnar á þessari leik- tíð og mætir Real Madrid í tvígang í næsta mánuði. Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, er ekki alveg sáttur við að Henry sé ekki enn búinn að skrifa undir samning- inn: „Ég held að hann viti að besta Ieiðin er ávallt traust, skrifaðu fyrst undir og náðu síðan árangri,‘' sagði Wenger. Samningur Henry við Arsenal rennur út vorið 2007. „Hann sagði ekki auglitis til auglitis við mig að hann ætlaði að skrifa undir nýjan samning en hann sagðist vilja vera áfram hér. Fyrir mér er það ná- kvæmlega það sama,“ sagði Arsene Wenger í gær í breskum fjölmiðlum. Fyrir einum þremur vikum var haft eftir Thierry Henry i enskum fjölmiðlum að hann vildi vera áfram hjá Arsenal og þar með héldu flestir að hann væri að fara að skrifa undir nýjan samning sem myndi tryggja að þessi 28 ára snillingur léki með Arsenal næstu fimm árin eða svo. Einhver skjálfti virðist vera kominn í herbúðir Arsenal vegna málsins og hver veit hvað gerist á næstu vikum eða mánuðum með Thierry Henry. Skíði: Elsastóð sig vel í gær keppti Elsa Guðrún Jónsdóttir í 5 kílómetra göngu á heimsmeistaramóti unglinga. Keppt var í Slóveníu með hefð- bundinni aðferð. Elsa Guðrún stóð sig ágætlega og varð í 58. sæti af 82 keppendum. Hún var tveimur mínútum og tíu sek- úndum á eítir sigurvegaranum, Astrid Jakobsen frá Noregi. Fyrir þessa frammistöðu fékk Elsa Guðrún 159 FIS punkta og heldur því áfram að bæta punktastöðu sína. Hún hefur þar með fengið 283 FIS punkta og hefur hækkað sig um 167 punkta á nýjum lista sem birtur var í gær. Elsa Guðrún heftir að auki hækkað sig verulega á heimslistanum en hún var í 724. sæti en er nú í 441. sæti. Það verður því gaman að fylgjast með þessari efnilegu skíða- göngukonu okkar í framtíðinni en hún keppir aftur á morgun í tvíkeppni í 5 kílómetra göngu. Leikur íslands og Króatíu í gær á Evrópumeistaramótinu í handknatt- leik f Sviss var svakalega spennandi allan tímann. Mestur var munurinn á liðunum þrjú mörk en yfirleitt var jafnt á komið með liðunum. ísland skoraði fyrsta mark leiksins en Kró- atar skoruðu næstu tvö. Meirihluta fyrri hálfleiks voru íslendingar yfir og náðu mest þriggja marka forskoti, 9-6 og 10-7. Þá söxuðu Króatar á for- skot okkar manna og staðan í hálf- leik var jöfn, 13-13. Island átti síðustu sóknina í fyrri hálfleik og hafði 6 sekúndur til að skora en tókst ekki þrátt fyrir góða tilraun. Islendingar gerðu mörg mistök í hraðaupphlaupum sínum í fyrri hálf- leik og töpuðu boltanum sjö sinnum. Ekkert íslenskt mark kom úr hraða- upphlaupi í fyrri hálfleik en það hefur verið aðall liðsins. Birkir Ivar varði 14 skot í leiknum, þar af eitt víti. Einar Hólmgeirsson meiddist á 10. mínútu en hann hafði þá skorað tvö mörk. Fara varð með Einar á sjúkra- hús en hann fékk mikið högg á and- litið og var talið að um vægan heila- hristing hafi verið að ræða. I seinni hálfleik höfðu Króatar frumkvæðið og náðu tveggja marka forystu, 16-18, þegar um 8 mínútur voru liðnar. Is- land komst yfir 19-18 skömmu síðar og þegar um 13 mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn 20-20. Þá tóku Króatar af skarið og enginn lék betur en hinn stórkostlegi leikstjórn- andi þeirra Ivano Balic sem leikur með spænska stórliðinu Portland San Antonio. Hann átti hreinlega síðustu mínútur leiksins og skoraði alls 9 mörk. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 26-28. Okkar menn áttu möguleika á að minnka muninn í eitt mark rúmri mínútu fyrir leikslok og var auk þess einum leikmanni fleiri. Það tókst ekki og Balic stal boltanum, fékk víti sem Dzomba skoraði úr. Guðjón Valur minnkaði muninn í eitt mark þremur sekúndum fyrir leikslok. Lokastaðan varð því ísland 28 - Króatía 29. Frábær leikur Ólafs Ólafur Stefánsson var frábær sem fyrr í liði Islands og skoraði 8 mörk auk þess sem hann átti fjölda stoð- sendinga, Guðjón Valur Sigurðsson var með 8 mörk, Snorri Steinn Guð- jónsson 4 og öll komu þau í fyrri hálf- leik. Róbert Gunnarsson skoraði 3, Arnór Atlason og Einar Hólmgeirs- son skoruðu 2 mörk hvor og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 1 mark. Króatar léku mjög gróft í þessum leik eins og búist var við og fengu á sig einar tíu brottvísanir á móti sex hjá íslandi. Frönsku dómararnir hefðu alveg getað hent Króötunum oftar út af og það var til dæmis um greinilegan ásetning að ræða þegar lamið var viljandi í Ólaf Stefánsson. Þá var Guðjón Valur kýldur í kvið- inn í lok leiks en ekkert var dæmt. Þar hefði þó átt að dæma víti og tvær mínútur. En svona eru bara Króatar. Þeir leika mjög grófan og ljótan leik oft á tíðum og lymskuleg brot eru þeirra aðalvopn. Þar með er ísland í þriðja sæti milliriðils 2 með 5 stig, en Króatar og Rússar eru á toppnum með 6 stig. Leikir dagsins í dag verða gríðarlega spennandi. Tvö efstu lið riðilsins fara í undanúrslit og ekki verður ólíklegt að úr því verði skorið með markatölu. Leikir dagsins eru: Ísland-Noregur sem hefst klukkan 17.00 og hinir tveir leikirnir eru: Rússland-Danmörk og Króatía- Serbía/Svartfjallaland. „Örlagastund" Hvað segir Þorbergur Aðal- steinsson um leikinn og mögu- leika íslands í riðlinum? „Nú er það þannig eins og við komum inn á í upphafi að það vantar breidd í hópinn. Varnarleikurinn var rétt útfærður, gekk vel og mark- varslan fylgdi ekki í fyrri hálfleik en í þeim seinni kom markvarslan mjög sterk inn og vörnin. Þá fór hins vegar þreyta í mannskapnum að gera vart við sig. Við misstum Einar Hólmgeirs- son snemma leiks. Ólafur Stefánsson átti mjög góðan leik en var greini- lega orðinn þreyttur í lokin sem og til dæmis Snorri Steinn. Þessir burð- arstólpar mega ekki gefa sig og þegar BlaðWrikki tiað gerist þá er þetta mjög erfitt. sland átti fáar lausnir í lok leiksins. Það hefði mátt prófa að taka Balic al- veg úr umferð. Birkir ívar hélt okkur inni í seinni hálfleiknum með mjög góðri markvörslu. I heildina var leik- urinn skemmtilegur og góður hand- bolti var spilaður og þrátt fyrir tap er ekki hægt að vera svekktur. Leikurinn í dag snýst um vilja og ekkert annað. Nú er örlagastund. Norðmenn eru með góðar skyttur sem geta skotið af gólfinu og ég tel að við eigum að leika framarlega á á. Ég held að þeir ráði illa við það. g spái því að við vinnum 30-25 og förum í undanúrslit - vonandi,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson fyrrum landsliðsþjálfari um leikinn í gær gegn Krótöum og leikinn gegn Noregi í dag. Viðureignin gegn Nor- egi hefst klukkan 17.00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.