blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 4
4 I IWWLEWDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaðið Dæmdir fyrir ránstilraun mbl.is I Tveir karlmenn á þrítugs- aldri voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir ránstilraun og fíkniefnabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fékk annar maðurinn tólf mánaða fangelsisdóm en hinn tíu mánaða. Mönnunum var gefið að sök að hafa farið inn í lyfjaverslun í Reykja- vík í júlí síðastliðið sumar með hulin andlit, annar vopnaður hnífi en hinn skrúfjárni. Þeir ógnuðu starfsmanni og eftir að hafa leitað í lyfjaskápi hurfú þeir tómhentir á hraut. Annar maðurinn var enn- fremur fundinn sekur um að hafa farið inn á pítsustað, hótað þar starfsmanni og horfið á braut með rúmlega 10.000 króna ránsfeng. Fékk sá lengri dóminn. Báðir voru mennirnir í talsverðri fíkniefna- neyslu þegar brotin áttu sér stað. Lítill áhugi á hvalkjöti mbl.is I Könnun sem Gallup gerði í október síðasthðnum sýnir að um 84% íslendinga keypti ekki hvalkjöt síðustu tólf mánuðina á undan. Skoðanakönnunin var gerð af alþjóðlegu dýraverndunar- samtökunum IFAW. Aðeins 7,6% íslendinga keypti hvalkjöt þrisvar sinnum eða oftar síðastliðna 12 mánuði, 3,9% þjóðarinnar keypti það tvisvar og 7,6% keypti hvalkjöt einu sinni á umræddu tólf mánaða tímabili. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúruverndarsamtökum tslands leiðir könnunin einnig í ljós að 64% þjóðarinnar telji að eftirspurn eftir hvalkjöti innanlands sé lítil en 22,2% telja hana mikla. Strætó milli Selfoss og Reykjavíkur Bæjarstjórn Árborgar kannar nú möguleikana á því að koma á fót strætisvagnaferðum milli Reykja- víkur og Selfoss. Þetta kom fram í fréttablaðinu Sunnlenska í gær- morgun. Samkvæmt könnun frá árinu 2004 sækja um 10% íbúa Ár- borgar vinnu til höfuðborgarinnar. íslandsbanki hækkar vexti íslandsbanki ákvað í gær í fram- haldi af stýrivaxtabreytingu Seðlabanka íslands að hækka óverðtryggða inn- og útlánsvexti. Innlán hækka um 0,1% til 0,25% og útlán hækka um 0,25%. Viðbúnaði versl- ana vegna rána velt út í vöruverð Langflest rán eru framin á höfuðborgar svœðinu. Litlar verslanir eru oft á tíðum ber skjaldaðar gegn rœningjum ogþjófum. Þjófnaðir og rán eru sameiginlegt vandamál atvinnurekenda og laun- þega að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Kostnaði verslana vegna fyrirbyggjandi aðgerða er velt út í vöruverðið. Flest rán á höfuðborgarsvæðinu Eins og fram kom í Blaðinu f gær fjölg- aði ránum um 30% á sfðasta ári miðað við árin þar á undan. 1 fyrra voru ffarnin 52 rán samkvæmt tölum frá embætti ríkislögreglustjóra en að með- altali voru framin árlega um 36 rán frá 2000 til 2004. Ránin virðast fyrst og fremst beinast að söluturnum og mat- vöruverslunum og þá eiga langflest ránin sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Svo dæmi sé tekið voru framin 35 rán í heildina árið 2004 ogþar af 24 á höfuð- borgarsvæðinu eða rúmlega 68%. Öryggið meira hjá stærri aðilum Samtök verslunar og þjónustu brugð- ust við fjölgun rána á sínum tíma með því að fara af stað með verkefnið Varnir gegn vágestum til að hjálpa verslunareigendum og starfsfólki að bregðast við ránum og ránstilraunum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóra SVÞ, segir menn hafa miklar áhyggjur af þróun mála og telur verslanir mis- jafnlega í stakk búnar til þess að taka á vandamálinu. „Það er frekar hugað að þessum öryggismálum í stórum fyrir- tækjum heldur en smáum. Hjá stærri aðilum starfa í mörgum tilvikum sérstakir öryggisfulltrúar sem vinna eingöngu að öryggis- og forvarnar- málum.Þar er ástandið mikið betra heldur en i söluturnum úti í bæ. Það má segja að söluturnar verði oftast fyrir þessu enda eig- endaskipti tíð og allur við- búnaður í lágmarki." Þá bendir Sigurður á að þó ræningjar komist sjaldan í burtu með stórar upphæðir sé kostn- aður verslana tölu- verður vegna þessa. „Þetta þýðir að menn þurfa að festa Lögreglan í Reykjavík birti í gær myndir úr eftirlits- myndavél Happdrættis Háskólans af ráninu sföastliðinn mánudag. Myndin sýnir m.a. ungan mann í bláleitum samfestingi meö hettu og f hvítum skóm með svörtum röndum. Maðurinn tók um 93 þúsund krónur úr afgreiðslukassa áðuren hann hijóp á braut og skildi eftir reiðhjól sem hann kom á. Leit stendur enn yfir að mann- inum og hefur lögreglan í Reykjavík beðið alla þá sem geta gefið upplýsing- ar um málið að gefa sig fram. kaup á myndavélum og jafnvel ráða sérstaka öryggisverði. Þetta er tölu- vert mikill kostnaður og allt Ieggst þetta ofan á vöru- verð. Þetta er sameiginlegt vandamál atvinnurekenda og launþega og það er mikilvægt að menn fari sameiginlega í málið og finni góða lausn á því.“ Ovenjulegur ferill Þorsteins Þorbjörn Broddason, prófessor, segir Fréttablaðið vilja skapa sér ákveðinn virðuleika með ráðningu Þorsteins Pálssonar ritstjóra „Þarna fer auðvitað þrautreyndur maður með mjög mikla reynslu þannig að Þorsteinn er mikill liðs- auki, á því er enginn vafi,“ segir Þorbjörn Broddason, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla fslands. „En auðvitað er orðið langt síðan hann var blaðamaður og þannig er erfitt að ímynda sér að hann setji einhvern algjörlega nýjan svip á blaðið.“ Þorbjörn segir varla hægt að sjá fyrir sér ráðsettari mann en Þorstein Páls- son „og þó að þetta séu nú mjög ólíkir menn, hann og Kári Jónas- son, þá eru þeir báðir ráðsettir. Þannig má segja að með ráðningu þessara manna sé blaðið að kaupa sér ákveðinn virðuleika." Sérstök staða komin upp „En þetta er auðvitað mjög sérstæð staða sem komin er upp, að aðstoð- armaður fyrrum forsætisráðherra sé orðinn yfirmaður hans og yfir þeim trónir síðan götublaðastrák- urinn sem einu sinni var. Þarna er röðin orðin talsvert önnur en menn hafa átt að venjast og held ég að fáir hefðu þorað að spá þessu fyrir ekk- ert svo löngu síðan." Þorbjörn þekkir ekki fordæmi þess erlendis frá að fyrrum forsætisráðherra hafi verið Þorbjörn útilokar ekki að ráðning Þorsteins tengist ráðningu Ara Edwald f forstjórastól Dagsbrúnar. ráðinn ritstjóri á útbreiddu dagblaði. „Það er auðvitað alls ekki óþekkt að menn ferðist á milli stjórnmála og blaðamennsku. En ég man ekki nein dæmi um nákvæmlega þennan feril. Nærtækasta dæmið hér á landi er hins vegar líklega þegar Bjarni Benediktsson fór úr ráðherrastóli árið 1956 og gerðist ritstjóri Morgun- blaðsins. Það er svona það næsta sem maður kemst 1 hliðstæðum. En að öllu öðru leyti er það dæmi gjörólíkt þar sem Bjarni var í forystusveit síns flokks og hann beitti sér í sínu mál- gagni þangað til hann komst aftur til pólitískra valda. Því fer hins vegar víðsfjarri að Fréttablaðið og þeir sem því ráða vilji stimpla sig á nokkurn hátt sem eitthvað málgagn Sj álfs t æðisflokksi ns.“ Hraustlegt að nenna að standa í þessu Ferill Þorsteins er á allan hátt dá- lítið óvenjulegur að mati Þorbjörns. „Hann er felldur úr formanssæti en heldur þó áfram þátttöku í stjórn- málum og tekur þátt í ríkisstjórn. Síðan dregur hann sig í hlé sem emb- ættismaður á virðulegan hátt. Hann skýtur svo allt í einu upp kollinum þarna og ef ég ætti að setja mig í hans spor finnst mér þetta nú fremur hraustlegt af honum, að hann nenni að standa í þessu.“ Þorbjörn sér ráðn- ingu Þorsteins í ákveðnu samhengi við ráðningu Ara Edwald í forstjóra- stól Dagsbrúnar. „Þeir eru gamlir samstarfsmenn og menn þurfa ekk- ert að útiloka það að þetta hafi verið rætt samtímis, að þeir hafi komið saman í einhverjum pakka, án þess að ég viti nokkuð um það.“ Vöruskiptahalli aldrei meiri Útlit er fyrir að vöruskiptahalli í desember hafi numið á bilinu 5-7 milljörðum króna að mati Grein- ingadeildar íslandsbanka. Það þýðir að vöruskiptahalli síðasta árs hafi numið um 95 milljörðum króna sem er um 10% af landsframleiðslu. Vöruskiptahallinn hefur aldrei áður mælst jafn mikill á einu ári í krónum talið og leitaþarf sex ára- tugi aftur í tímann til að finna ár þar sem hann var álíka mikið hlutfall af landsframleiðslu. í morgunkorni íslandsbanka í gær segir að ekki sé útlit fyrir verulegan bata á viðskipta- jöfnuði í ár. „En á næsta ári gerum við ráð fyrir að hallinn minnki í rúm 7% í kjölfar gengislækkunar krónu og stórauldnnar framleiðslu- getu í áliðnaði. Jöfnuður gæti sfðan náðst á utanríkisviðskiptum fyrir lok áratugarins ef okkar spá gengur eftir,“ segir í morgunkorninu. H ÚSGAGNA Bæjarlind 14-16, Kópavogi LINDIN 10.000 MÖGULEIKAR - fyrirfólkmeð sjálfstæðan smekk Þú velur sófa Þú velur stól Þú velur áklæði Þú velur lit Þú hannar Bara gaman Xavira Sessalong + 3 púðar Cube sófasett 2.5+1+1+4 púðar Áklæði frá kr 48.000 Áklæði frá kr 104.000 Leður frá kr 77.000 Leöur frá kr 172.000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.