blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 32
32 I MEWWIWG MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaóið Heillandi utangarðskona Heimildarmynd um Rósku verður sýnd á RÚV nœstkomandi sunnudagskvöld Næstkomandi sunnudagskvöld sýnir Ríkissjónvarpið heimild- armynd sem Ásthildur Kjartans- dóttir hefur gert um myndlist- arkonuna Rósku. „Róska hefur verið utangarðsmanneskja í hugum fólks og ég er að vona að ég geti breytt því með þessari mynd. Hún var heillandi persóna með mikla hæfileika og fyrsta íslenska kvikmyndagerðarkonan,“ segir Ásthildur. „Það má kannski segja að hún hafi dreift hæfi- leikum sínum um of. Hún var flogaveik frá unglingsaldri og ég held að það hafi staðið henni fyrir þrifum hvað einbeitingu varðar. Málverkin hennar eru frábær en bíómyndirnar eru tilraunakenndar.“ Hvernig manneskja var hún? „Fyrst og fremst var hún baráttu- kona. Listamaður sem fórnaði ýmsu fyrir list sína, meðal annars fjöl- skyldulífi. Hún var gift íslenskum manni og þau eignuðust son. Þegar fjölskyldan var í Róm kynntist hún bóhemum og listalífi. Þau sneru heim og þá er eins og Róska hafi tekið ákvörðun um að verða ekki húsmóðir og móðir á Islandi. Hún yfirgaf fjölskylduna og fór aftur til Rómar. Þetta var meðvituð ákvörðun. Hún ætlaði sér ekki að festast í hefðbundnu hlutverki. Auðvitað hefur hún einhvern tíma staldrað við og hugsað hvort hún væri að gera rétt. Ég held að hún hafi ekki efast um það.“ Hvernig vegnaði henni í kvikmyndagerðinni? „Hún ætlaði sér stóra hluti í kvik- myndaheiminum og stærsta verk- efni hennar var myndin Sóley sem var frumsýnd árið 1982. I þeirri mynd er hún trú sinni sýn á lífið en sú mynd er á skjön við íslenskt samfélag þess tíma. Ég held að það hafi staðið henni fyrir þrifum að búa í Róm og hún leit rómantískum augum á ísland, var upptekin af álfum, náttúrunni og þjóðsögum og áttaði sig ekki á þeim breytingum sem höfðu orðið á íslensku samfé- lagi. Myndinni var fálega tekið og það urðu henni mikil vonbrigði. Hún hafði lagt mikið undir og þarna brást endanlega vonin um að ná fót- festu í kvikmyndabransanum. Hún lagði kvikmyndagerð á hilluna og hafði hægt um sig í tíu ár. Persónu- legt líf hennar var einnig erfitt. Hún flækist í heim eiturlyfjanna og bjó með manni sem varð fíkninni að bráð.“ Fjallar heimildarmynd þín um alla þœtti í lífi Rósku? „Meginhluti myndarinnar fjallar um ár hennar á Ítalíu enda bjó hún þar í þrjátíu ár. Ég vissi lítið um ítal- íuárin svo ég ákvað að fara til Ítalíu í eins konar njósnaleiðangur og reyna að hafa upp á því fólki sem Róska þekkti og mér tókst það. Ítalíuárin eru mest spennandi þátturinn i lifi Rósku. Hún lifði og hrærðist í ítalskri pólitík og var vinstri sinnaður anar- kisti. Lóa Aldísardóttir vann hand- ritið að myndinni með mér og við töluðum við alla hér heima sem við náðum í og höfðu þekkt Rósku en sjálfsagt vantar þar einhverja. Þegar maður fer af stað að gera heimildar- mynd veit maður ekki hvaða efni maður fær en gerir sitt besta. Inn í þessa mynd vantar helst síðustu ár Rósku á Islandi. Vitaskuld er gerð grein fyrir þeim en myndin hefði kannski mátt verða fyllri. Það var ákaflega gaman að gera mynd um þessa mjög svo óvenjulegu konu. Ég vildi svo sannarlega að það væru til fleiri Róskur." Ásthildur Kjartansdóttir.„Það var ákaf- lega gaman að gera mynd um þessa mjög svo óvenjulegu konu. Ég vildi svo sannar- lega að það væru til fleiri Róskur." BlaMÆrikki 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóörétt i reitina, þannig aö hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóörétt. Sömu tölu má aukin heldur aöeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 2 6 3 6 2 7 1 4 5 3 6 4 2 7 1 3 8 2 5 8 9 1 2 3 1 4 5 9 5 7 1 9 2 6 4 3 8 7 5 6 5 4 8 7 9 3 1 2 7 8 3 1 2 5 9 6 4 9 3 5 7 1 2 6 4 8 4 1 7 5 8 6 2 3 9 2 6 8 3 9 4 7 5 1 3 4 1 9 6 8 5 2 7 5 7 9 2 3 1 4 8 6 8 2 6 4 5 7 1 9 3 Róska á Bfóbarnum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.