blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 18
18 I VXÐTAL
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 bla6iö
Átök skálds og fréttastjóra
BlaöiöMki
Sigmundur Ernir Rúnarsson
fagnar 25 ára starfsafmæli á
þessu ári. Hann hefur unnið á
dagblöðum og þremur helstu sjón-
varpsstöðvunum, ritstýrt bæði
DV og Fréttablaðinu og stjórnar
núna fréttum á Stöð 2 og NFS.
Þess utan skrifar hann bækur og
elur upp sex börn.
„Það var ekki sjálfgefið að ég færi
í vinnu við sjónvarp því ég hef
haft afskaplega mikla ástríðu fyrir
skriftum allt frá því ég man eftir
mér,“ segir Sigmundur Ernir. „Föð-
uramma mín, bóndakona vestur á
fjörðum, orti eins og margar góðar
konur fyrir skúffuna. Hún kenndi
mér mikilvæga reglu í íslensku sem
er hrynjandi málsins, sinfónían í
íslenskunni. Af henni lærði ég að
syngja íslenskuna. Æ síðan hef ég átt
auðvelt með að yrkja ferskeytlur og
kastaþeim fram í hitaleiksins. Lykill-
inn að því að búa til góða ferskeytlu
er hrynjandin, nánast ekkert annað,
fyrir utan gott ímyndunarafl.
Allar götur síðan ég sat á eldhús-
kolli hjá ömmu minni sálugu á
Helgamagrastræti á Akureyri hef ég
haft þörf fyrir að skrifa. Það lá því
beinast við að fara í blaðamennsku
en einhverra hluta vegna var ég hrifs-
aður í sjónvarp mjög snemma á ferl-
inum. Sjónvarpið á ágætlega við mig
en ég hef alltaf haldið í skriftirnar,
sérstaklega ljóðagerðina.“
Hvaða íslenskt Ijóð hefðir þú helst
viljaðyrkja?
„Þetta er erfið spurning. Mörg
ljóða Stefáns Harðar Grímssonar
koma upp í hugann, eins og til
dæmis 1 Þögnuðuholtum. Ég er líka
mjög hallur undir Davíð Stefánsson.
Þegar ljóðræna taugin í honum er
sterkust fær maður gæsahúð. Eitt
fegursta ljóð sem ort hefur verið á
íslensku er klárlega Móðurást eftir
Jónas Hallgrímsson. Það er samfelld
geðshræring. Út frá fegurðarsjón-
armiði myndi ég mæla með því að
menn hefðu það ljóð á náttborðinu
út ævina.“
Erfið togstreita
Er ekki einhver togstreita milli skálds-
ins ogfréttamannsins?
„Þetta hefur alltaf verið erfið tog-
streita. Ég hef saknað þess að hafa
ekki getað hellt mér af alvöru og
fullum þunga út í skriftir. Að sömu
leyti stafar þetta af praktík, ég hef
hlaðið niður börnum og þarf að eiga
salt út í hafragraut margra. Svo er ég
óhemj u félagslyndur ogmérfinnstsér-
staklega gaman að vinna með fólki í
skapandi vinnu. Þegar ég tek mér hlé
frá fréttamennsku og blaðamennsku
og hef sökkt mér niður í skrif þá hef
ég fundið fyrir félagslegri einangrun
sem er helsti galli skriftanna. Maður
verður dálítið einmana og missir þau
sjálfsögðu mannréttindi að umgang-
ast fólk.“
Á ekki vel við þigað vera einn?
„Nei, ég er ekkert sérstaklega mikið
fyrir að vera einn yfir daginn en
yrki á kvöldin og vel fram á nótt og
stundum allar nætur. Þá er ég búinn
að safna svo miklu í sarpinn yfir
daginn úr samtölum við fólk. Stóran
hluta af ljóðabókum mínum hef ég
ort úti í löndum eftir að hafa setið á
kaffihúsum og fylgst með mannlíf-
inu. Stórar skáldsögur líða framhjá
manni á hverjum degi.“
Hvencer kemur skáldsagan?
„Segðu! Þarna skortir mig tíma.
Skrif á góðri skáldsögu er tveggja ára
verk, ekkert minna. Eg er í einhverju
hættumesta starfi landsins sem frétta-
stjóri Stöðvar 2 og NFS og ef og þegar
ég verð rekinn úr því starfi þá gefst
kannski tími.“
Hvað finnst þér um íslenska
nútímaskáldsagnagerð?
„Við eigum fáa afar góða rithöf-
unda. Af yngstu kynslóðinni finnst
mér Sjón og Bragi Ólafsson bera af.
Samkvæmisleikir Braga Ólafssonar
er einhver besta íslenska skáldsaga
sem ég hef lesið á seinni árum og
tvær síðustu bækur sem Sjón hefur
skrifað eru líka klárlega í þeim hópi.
Af miðaldra meisturunum höfum
við Einarana tvo sem eru sagnameist-
arar; Stormur Einars Kárasonar er
stórkostleg bók og það svífur and-
lega á mann af þrennunni hans
Einars Más sem hann kláraði fyrir
nokkrum misserum. Af eldri meist-
urunum held ég mikið upp á Fríðu Á.
Sigurðardóttur sem er að mínu mati
mjög vanmetinn höfundur, feikilega
vel skrifandi og skemmtilegur penni.
Ég gleymi heldur ekki Sigurði vini
mínum Pálssyni; hann er orðheppn-
asti maður greinarinnar í bestu og
mestu merkingu þess orðs. Ætli það
séu ekki um það bil tíu til ellefu góðir
rithöfundar hér á landi sem standast
vel samjöfnuð við það sem best er
gert í löndunum í kringum okkur og
hafa verið að senda frá sér feikilega
vel heppnuð verk. Síðan eru fimm-
tíu til sextíu aðrir sem senda frá sér
meðalverk, eða jafnvel slök verk, sem
stundum er hampað eins og mikil-
vægum bókum örfáum vikum fyrir
jól og draga úr þeirri athygli sem
bestu bækurnar ættu að fá.“
Heillastu mjögafskáldskap?
„Mér finnst svo að segja ekkert
jafn gott í lífinu og það að ná slíku
tilfinningasambandi við bók að erf-
itt geti reynst að slíta sig frá síðustu
blaðsíðunum, jafnvel svo likja megi
við harmkvæli. Á slíkum stundum
er samband manns og bókar ólýsan-
lega náið. Mér finnst alltaf jafn sárt
að heyra hversu margir ná ekki slíku
vinfengi við bókina og eiga því ekki
þessar stundir."
Mikilvægasta lífsreynslan
Víkjum að einkalífinu. Þú átt sex
börn og elsta barnið er fjölfatlað.
Það hlýtur að hafa verið þungt högg.
Hvað kenndi sú reynsla þér?
„Það er erfitt að svara þessari
spurningu vegna þess að það er
svo hætt við að maður verði sjálf-
hverfur i samlíkingum. Að eign-
ast fatlað barn er mikilvægasta
lífsreynsla mín og sú sem hefur
kennt mér mest, stælt mig og bætt
mig og gert úr mér það sem ég þó
er í dag. Samt hefði ég viljað vera