blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 38
381 FÓLK FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaðið SMÁ borgarinn ÁFRAM ÍSLAND io mínútur eftir af landsleik Islands og Króatíu og Smáborgarinn getur vart horft lengur. Birkir Ivar ver vítakast og Islendingum gefst færi á að komast yfir. Gekk ekki. Króatar skora. „Þá er þetta búið. Þeir tapa þessu alltaf," segir sam- starfsmaður Smáborgarans. Smáborg- arinn hugsar honum þegjandi þörfina og neitar að gefa upp vonina. Smáborgarinn hefur haft ákaflega gaman af þvl að horfa á Evrópumótið í Sviss. Raunar er hann búinn að missa sig gjörsamlega yfir því og getur með stolti sagst vera búinn að horfa á alla leiki íslenska liðsins. Og það þrátt fyrir að vera ekki annálaöurhandboltaáhuga- maður. Enda „strákarnir okkar" búnir að standa sig stórkostlega. Einmitt nú þegar þjóðin var að því komin að gefast upp á þeim eftir miöur góðan árangur á undanförnum stórmótum. „Þetta er nú ekki alveg búið, það er ennþá von," segir annar kollegi Smá- borgarans. Sá hafði bölvað íslenska landsliðinu í sand og ösku fyrir örfáum dögum. Er nú orðinn sjóðheitur stuðn- ingsmaður. Kollegi númer eitt ennþá svartsýnn. Fúlskeggjaður Króati sem helst lík- ist Baltasar Kormáki kemur Króötum í þriggja marka forystu. A little trip to hell. Smáborgarinn finnur hvernig hann verður tómur að innan. Islenska þjóðarstoltið sært. Árans Slavar. Gera ekki annað en að lemja á þjóðhetjun- um okkar. Einari Hólmgeirssyni vart hugað líf eftir fólskulega líkamsárás í fyrri hálfleik. Svindlarar. „Ég sagði ykkur það," segirfyrrnefndi kolleginn. Spurning um að gefa honum einn á hann? Hvar er íslenska hjartað maður? Islensku hetjurnar búnar að minnka muninníeittmark.Allirsamstarfsmenn Smáborgarans hafa safnast saman fyrir framan skjáinn og byrgja honum sýn. Kannski eins gott. Taugarnar að gefa sig. „Ein mínúta og 10 sekúndur eftir og Króatar tveimur mönnum færri," heyr- ist frá lýsandanum. Góði Guð, gefðu okkur þó ekki væri nema jafntefli. Stór- sókn. Missum boltann. Króatar skora. Leikurinn búinn. Karlmenn lúta höfði, en hvarma þeirra fylla tár. „Djöfull klúðruðu þeir þessu," segir oftnefndur svartsýniskollegi. Smáborg- arinn tekur hatt sinn og staf og gengur út særður og niðurbrotinn. Hefur ekki orku í að kýla samstarfsmann sinn. Ekk- ert hægt að gera nema bruna heim og fara beint í rúmið. Eins gott að við tök- um Norsarana! HVAÐ FINNST ÞÉR? Jón Bjarnason, alþingismaður. Er mál að linni? „Nei, langt í frá. Ég er að berjast fyrir stóru máli þar sem ég er að reyna að verja íslenskar náttúruperlur. Náttúran getur ekki talað sjálf svo það verður einhver að tala fyrir hana. Ég á nóg inni.“ Jón hefur vakið athygli að undanförnu fyrir langar ræður í þingsal. f síðustu viku talaði hann i fimm klukkustundir samfleytt. Tom Cruise i ástarsögu Hasarhetjan og ástarpungurinn Tom Cruise hefur keypt réttinn á rómantískri ástarsögu sem hann hyggst kvikmynda á næstunni en kappinn féll fyrir sögu eftir rithöfundinn Marc Klein sem ekki enn hefur hlotið nafn. Don Granger, samstarfsmaður Cruise, sagði í viðtali að honum þætti sagan frumleg og mjög falleg ástarsaga. Myndin verður u-beygja fyrir Tom Cruise þar sem hann hefur ný lokið við að leika í hasarsmellinum Mission: Impossible 3. Þá eru gárungarnir í Hollywood strax byrjaðir að bendla ástkonu Cruise, Katie Holmes, við hlutverk í myndinni. ____________________ Pitt og Jolie vilja giftast Nú gengur sú saga fjöllum hærra í Hollywood að ofurstjörnuparið Brad Pitt og Angelina Jolie ætli að gifta sig. Slúðurblöðin úti hafa eftir ítölskum hót- eleiganda að Pitt hafi haft samband við sig og spurt hvort þeir ættu lausan veislusal í febrúar vegna giftingar. „Ég sagði honum að við værum því miður með lokað þá. Ég hef ekki heyrt frá honum síðan. Þau gifta sig bráðlega, en ekki hér,“ sagði hóteleigandinn. Beyonce fœr draumahlutverkið Beyonce Knowles mun leika dívuna Deenu í nýrri söngvamynd, Dream Girls, í leikstjórn Bill Condon. Beyonce fékk þó ekki hlut- verkið þrautalaust. „Bill var ekki viss um að ég gæti leikið hlutverkið og varð að fara í prufu eins og aðrir en eftir hana sagði hann: „Allt í lagi Hún er Deena.““ Beyonce hefur lengi verið aðdáandi söngleiksins og þegar hún heyrði að það ætti að kvikmynda hann var hún staðráðin í að fá hlutverkið. „Ég er söng- kona en þetta hlutverk gefur mér mögu- leika á að leika. Það eru mjög dramatísk atriði sem hafa ekkert með tónlist að gera þannig að ég verð að standa mig,“ sagði Beyonce. „Eg er mjög spennt fyrir hlutverkinu.“ ókeypis til A A heimila og fyrirtækja alla virka daga |j|g öió eftir Jim Unger Herra og frú Breiðfjörð eru komin. 4-16 © Jlm Unger/dlst. by Unlted Medla, 2001 HEYRST HEFUR. Lekinn á lagi Silvíu Nóttar: Til hamingju ísland“ hefur valdið miklum skjálfta. Aðrir keppendur í forkeppni Eurovisi- on urðu æfir enda telja þeir að lagið hafi þarna náð talsverðu forskoti. Silvía Nótt vekur verð- skuldaða at- __, hygli á öllu sem hún tekur sér fyrir hend- ur og fram- lags hennar hefur verið beðið með óþreyju og fór lagið sem eldur í sinu um Netið í gær og í fyrradag. Það hefur hins vegar heyrst að lagið sé ekki það eina úr keppninni sem hafi lekið á Netið. Munur- inn virðist hins vegar liggja í því að nánast enginn hafi haft á framlagi annarra keppenda nokkurn áhuga og dreifing þeirra á Netinu hafi því verið mjög takmörkuð. Gengi Samfylkingarinn- ar í skoðanakönnunum hefur orðið flokksmönnum ærið umhugsunarefni og mun hafa verið fjallað um þau mál í þaula á þing- flokksfundi á mánudag. Ingibjörg SólrúnGísla- dóttir mun þar hafa haft fjölbreytileg- ar skýringar á þessu á takteinum, en einkum og helsta þá, að góðærið gerði flokknum ómögulegt að ná sér á strik. Sumir þingmennirnir klóruðu sér víst í hausnum og spurðu sig í hljóði hvort flokk- urinn ætti þá aðeins „sjens" í Norður-Kóreu eða Sómalíu. Valgerður H. Bjarnadótt- ir, bæjarfulltrúi vinstri- grænna á Akureyri og fyrr- verandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, tilkynnti á dög- unum að hún hefði ákveð- ið að setjast ekki á lista flokksins við kom- andi bæj- arstjórnar- kosningar, en hún var hreint ekki ánægð með að lúta í lægra haldi fyrir Baldvini H. Sigurðssyni í baráttunni um 1. sæti. Vef- Þjóðviljinn (www.andriki.is) telur að þessi tíðindi þýði vænt- anlega að Valgerður muni eftir svona tvö ár stefna bæði flokkn- um og bænum og fá sér dæmt sætið og ógreidd bæjarfulltrúa- laun. Athygli vekur að Sigmund- ur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Nýju fréttastöðvar- innar (NFS), hefur lagt blátt bann við þvi að birtar verði alræmdar skop- myndir Jótlands- póstsins, sem mestri reiði hafa valdið í heimi ís- lams.EgiIlHelga- son er hins vegar algerlega á öndverðri skoðun og hefur lýst henni í tvígang á vef sínum á vísi (www.visir.is/ silfuregils/). Egill skorar þvert á móti á sem flesta fjölmiðla að birta skopmyndir þessar. Og það er eins og heimsbyggðin hafi hlýtt þessu kalli Egils, því í gær bárust af þvi fregnir að fjöl- miðlar hvarvetna á Vesturlönd- um hefðu birt myndirnar til þess að sýna Jótum samstöðu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.