blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaöió Olía frá Miðausturlöndum er lítill hluti af heildarinnflutningi Bush vill að Bandaríkin dragi stórlega úr innflutningi á olíufrá Miðausturlöndum og leggi áherslu á þróun annarra orku- gjafa. Sérfrœðingar telja að það komi til með að breyta litlu þar sem stærsti hluti innfluttrar olíu komifrá öðrum svœðum. Sérfræðingar telja að áætlun Bandaríkjaforseta um að draga stórlega úr innflutningi á olíu frá Miðausturlöndum komi til með að hafa lítil áhrif þar sem megnið af innfluttri olíu komi annars staðar frá. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði að Bandaríkin væru háð olíu frá Miðausturlöndum í stefnuræðu sinni á þriðjudag. Samkvæmt áætl- unum Bush verðurdregið úrinnflutn- ingi á olíu frá Miðausturlöndum um 75% fyrir árið 2025. Af þeim sökum telur Bush nauðsynlegt að þróa nýja tækni og aðra orkugjafa. Bush hefur gert áætlun til sex ára sem miðar að því að gera etanólelds- neyti að raunhæfum og samkeppn- ishæfum kosti. Hann hét því að fjármagna frekari rannsóknir á fram- leiðslu etanóls, ekki aðeins úr korni eins og algengast er heldur einnig úr viðarspænum og grasi. Framlög til slíkra rannsókna verða aukin um 22%. Ennfremur kynnti hann áætl- anir um byggingu fleiri kjarnorku- vera. Markmiðið er að Bandaríkja- menn muni í framtíðinni ekki verða háðir olíu frá Miðausturlöndum. Gagnrýnendur efast þó um að Bush muni leggja það sem til þarf í slíkar rannsóknir og benda meðal annars á að hann hafi áður kynnt svipaðar hugmyndir en það hafi haft lítil áhrif á verð eða olíubirgðir í landinu. Bush hefur fjallað um nauðsyn þess að Bandaríkin verði ekki háð innflutningi á olíu frá út- löndum í hverri einustu stefnuræðu sinni síðan hann tók við embætti. Á sama tíma hefur hlutfall innfluttrar olíu aukist úr 53% í 60% í Bandaríkj- unum. Sérfræðingar í orkumálum benda jafnframt á að markmiðið um að minnka innflutning olíu frá Miðausturlöndum um 75% hafi ekki eins mikil áhrif og líti út fyrir þar sem Bandaríkjamenn kaupi meiri olíu frá Mexíkó, Kanada og Venesú- ela. Innflutningur frá Miðaustur- löndum nemur aðeins um 11% af olíuneyslu í Bandaríkjunum sem er lægra hlutfall en þegar Bush varð forseti og í raun hefur innflutningur aukist frá öllum öðrum svæðum en þessu. Gæti orðið kosningamál Jafnframt endurspeglar áhersla Bush á að dregið verði úr innflutningi á olíu áhyggjur Bandaríkjamanna af síhækkandi gas- og hitunarkostn- aði. Það gæti orðið að stóru kosn- ingamáli í þingkosningum í landinu síðar á árinu, ekki síst í ljósi þess að olíufélög skila methagnaði þessa dagana. Ennfremur benda sumir á að forsetinn eigi sjálfur hagsmuna að gæta í olíuiðnaðinum. „Forsetinn sagði í kvöld að Bandaríkjamenn væru háðir olíu en stjórn hans er háð olíufyrirtækjunum og við munum ekki verða sjálfstæð í orkumálum fyrr en stjórnin brýst undan fíkn sinni,“ sagði Charles Schumer, öld- ungadeildarþingmaður demókrata. Um 160 manns slösuðust í átökunum í Amona. Átök í Amona Israelskar hersveitir luku niðurrifi níu húsa í Amona, ólöglegri land- nemabyggð á Vesturbakkanum í gær. Til átaka koma á milli ísraelskra her- og lögreglumanna og mótmælenda vegna aðgerðarinnar og slösuðust um 160 manns og tugir voru hand- teknir. Um 5.000 stuðningsmenn landnema höfðu safnast saman til að sýna þeim stuðning í verki. Þetta var í fyrsta skipti sem ísraelskir landnemar voru fluttir nauðugir á brott síðan í fyrrahaust þegar Israelsmenn yfirgáfu byggðir á Gasaströnd og hluta Vesturbakk- ans. Litið var á rýmingu og niðurrif byggðarinnar sem prófraun fyrir Ehud Olmert, starfandi forsætis- ráðherra Israels, sem lýst hefur yfir að hann muni taka hart á landnemum sem brjóti lögin. Ef Olmert verður kosinn forsæt- isráðherra í þingkosningunum í mars er búist við að hann muni láta rýma og rífa fleiri landnemabyggðir Israelsmanna á Vesturbakkanum, ýmist einhliða eða samkvæmt samkomulagi við Palestínumenn. Háttsettur félagi í Hamas-samtökunum var borinn til grafar í bænum Jenín á Vestur- bakkanum í gær. (sraelsmenn skutu tvo félaga f Hamas til bana á þriðjudag í fyrstu mannskæðu átökunum sem eiga sér stað síðan Hamas-samtökin unnu sigur í þingkosn- ingunum f Palestínu sem talinn er marka tfmamót í stjórnmálum Miðausturlanda. AIA >-(<) I írr V ERHHRUN háá-QýGafhluldL J Opið virka daga frá kl. 10-18 Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Laugardaga frá kl. 10-16 C N BÓKAMARKAÐUR 2006 Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður í Perlunni og á Akureyri 23. febrúar til 5. mars næstkomandi. Útgefendum sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst í síma 511-8020 eða á netfangið baekur@simnet.is Aðeins verður tekið við bókum sem komu út 2004 eða fyrr. FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA ______________/ Blair beygir ekki af leið í írak Forsætisráðherra Breta segir mikilvægt að Bretar Ijúki ætlunarverki sínu í írak. Mótmæli vegna veru hersins í írak magnast. Hundrað hermenn hafa látist við skyldustörfí landinu Kona les nöfn breskra hermanna sem fallið hafa í frak við minningarathöfn fyrir fram- an breska þingið á þriðjudag. Hundrað breskir hermenn hafa fallið í frak sfðan innrásin var gerð árið 2003. Tony Blair hyggst ekki kalla hersveitir heim í bráð frá landinu. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur heitið því að beygja ekki af leið í írak þrátt fyrir að hundrað breskir hermenn hafi fallið í landinu síðan innrásin var gerð í mars árið 2003. Hann sagði að fall hermanns væri alltaf harmleikur en fólk yrði að skilja mikilvægi þess að Bretar lykju ætlunarverki sínu. „Það er mikilvægt vegna þess að það sem á sér stað í Afganistan og írak er að fólk í þessum löndum vill segja skilið við hryðjuverk og öfgastefnu og vilji taka upp lýðræði," sagði Blair. Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, sagði í gær að verið væri að kanna möguleika þess að draga smátt og smátt úr herafla landsins í írak. „Ég held að við megum eiga von á góðum fréttum á næstu 12 mánuðum í því efni,“ sagði hann í viðtali við breska ríkisútvarpið. Mótmæli víða um Bretland Mikil mótmæli hafa verið gegn veru breska hersins í Irak í tilefni þess að hundraðasti breski hermaðurinn féll í vegasprengingu fyrr í vikunni. Á þriðjudagskvöld voru mótmæli mbl.is | Fæðingardeildir í Noregi eru fullskipaðar af sængurkonum. „Hér er allt fullt,“ var svarið sem ein barnshafandi kona með hríðir á fimm mínútna millibili fékk á fæð- ingadeildinni í Ahus í Lörenskog. Ragnhild Matre hringdi á undan sér en var beðin að fara annað. „Ég hafði farið á fæðingarnámskeið. þar og svo þegar ég var komin með hríðir stóð ég frammi fyrir vali sem ég hafði ekki hugsað út í,“ sagði hún í viðtali við norska blaðið Aftenposten. Blaðið skýrir frá því að hún hafi að lokum komist að og eignast son- inn Simon á fæðingardeildinni við breska þinghúsið og svipuð mót- mæli og minningarstundir hafa verið skipulagðar á fleiri stöðum í landinu. Um 8.000 breskir hermenn eru í suðurhluta Iraks, einkum í borg- inni Basra og í nágrenni hennar. Vandamál hafa skapast á fæðingardeild- um í Noregi vegna fjölda sængurkvenna. á sínu sjúkrahúsi og að allt hafi gengið að óskum. Foringjar í breska hernum segja að hætta hafi aukist á svæðinu á undanförnum mánuðum þar sem vegasprengjur skæruliða verði sífellt skæðari. Ben Bernanke ásamt George Bush, Bandaríkjaforseta. Bernanke sver embættiseið Ben Bernanke sór í gær embættiseið sem nýr formaður stjórnar banda- ríska seðlabankans. Forveri hans, Alan Greenspan, lét af störfum í gær eftir að hafa gegnt embættinu í rúm 18 ár. Tilnefning Bernanke var staðfest í fyrradag og mun hann starfa næstu íjögur árin sem yfirmaður bandaríska seðlabank- ans. Embættið er hið valdamesta á sviði efnahagsstjórnar í heiminum. Fæóingardeildirnar yfirfullar í Noregi V

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.