blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 12
12 I VÍSINDI FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 blaöiö Blóðhrœðsla Ungkona sat viðglugga, saumaði út ogfylgdist með snjónum kyngja kyrrðarlega niðurfyrir utan. Skyndilega stakk hún sig ífingurgóm og blóðdropi féll i hvítan snjóinn... Þegar unga konan horfði á rautt blóðið í hvítum snjónum við tinnusvarta gluggaumgerðina, óskaði hún sér barns og svo fór að hún eignaðist Mjallhvíti níu mán- uðum síðar. Það eru þó ekki allir sem upplifa jákvæða strauma við það að horfa á blóðdropa. Óttinn við blóð hefur verið skil- greindur innan læknisfræðinnar og kallast hemófóbía eða „hemopho- bia“ á ensku. Orðið á uppruna sinn í grísku þar sem „haima“ þýðir blóð og „phobos“ ótti. Fólk sem þjakað er af þessum ótta getur hvorki horft á eigið blóð, dýrablóð eða blóð úr öðru fólki, sprautur sár eða önnur meiðsli, án þess að líða verulega illa. Sumir geta ekki einu sinni séð myndir eða kvikmyndir þar sem blóð kemur við sögu. Viðbrögð fólks sem er haldið blóðótta, eða hemófó- bíu eins og það heitir á fræðimálinu, geta verið mikil og eru þveröfug við viðbrögð fólks með aðrar fóbíur. Flestar fóbiur valda áköfum hjart- slætti og háum blóðþrýstingi en bæði hjartsláttur og blóðþrýstingur fólks með hemófóbíu lækkar sem leiðir til hættu á svima og yfirliði. Þessi viðbrögð geta svo leitt af sér annan ótta: Ottann við yfirlið. Allir litir blóðsins í gegnum aldirnar hafa rithöfundar gert lítið til að lina þjáningar fólks sem er haldið blóðótta. I Illions- kviðum Hómers fossar blóð um hæla Akkilesar þar sem hann í hefndarhug nær sér niður á Tróju- búum. Blóðið er ógnandi tákn sam- viskubitsins í sögunni um Mach- beth en þar þvær Lafði Machbeth sér þráhyggjukennt um hendurnar til að losna við ímyndað blóð svo ekki sé minnst á Drakúla greifa sem saug blóð með áfergju. Af hverju fólk fyllist þessum ótta er óvitað en blóð samanstendur af blóð- vökva, sem er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins, og frumum sem fljóta í vökvanum, rauðkornum, hvítkornum og blóðflögum. Rauð- kornin eru fyrirferðamest og mynda um 45% af blóðinu sé allt eðlilegt. Það sem gefur blóðinu svo þennan einkennandi rauða lit sem veldur ótta hjá þeim sem þjást af hemófóbíu eru sameindir sem bindast súrefni og eru kallaðar blóðlitarefni. Fjórir flokkar blóðlitarefna eru þekktir og mynda þeir fimm mismunandi liti: Rauðan, bláan, grænan, fjólubláan og glæran. Það er hins vegar bara rauða blóðið sem veldur hemófóbiu. margret@bladid.net Faðir raunvísindanna var á kafi í kukli Gullgerðarlist var ástríða Isaacs Newton, hálfgert leyndarmál sem vísindaheiminum hefur þótt vandrœðalegt að vitnist. www.sigrunelsa.is Eg vil vinna . . . ... á grunni þess sem við höfum gert ... Sjálfstæðisflokkinn i vor ... að enn betri Reykjavík Ég þarf stuðning þinn í 2.-4 í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar 11.-12. febrúar SIGRUN ELSA ® M AR ADOTTIR „Sir Isaac Newton var breskur vís- indamaður sem er talinn frumkvöð- ull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar." Svona hefst lýsing Vísindavefs Háskóla íslands á þeim manni sem nefndur hefur verið faðir raunvísindanna. Þyngd arlögmálið er auðvitað hans þekkt asta kenning og áhugi hans á hvers kyns náttúrulögmálum hefur aflað þessum breska föðurleysingja mik- ils orðstírs. Það er þó betur geymt leyndarmál að kappinn hafði mik- inn áhuga á ýmiss konar dulspeki, túlkun Biblíunnar og síðast en ekki síst var hann gullgerðarlistamaður. Hann, líkt og gullgerðarmenn liðinna alda, var sannfærður um möguleikann á því að breyta ein- földum og ómerkilegum málmum í gull og taldi viskusteininn sann- arlega innan seilingar. Ekki hefur þessi áhugi vísindamannsins, á því sem vísindasamfélagið kallar að venju kukl, farið hátt og segir til að mynda á Vísindavefnum að karlinn Tilboð A fyrir 2 Stór 16” pizza með 2 áleggstegundum stór brauðst., sósa og 2 gosglös Tilboð B fyrir 4 ’ 2 stórar 16” pizzur með 2 áleggsteg- i undum stór brauðst., sósa og 4 gosglös Sótt: Tilboð 1 Stór 16” pizza með 3 áleggstegundum Sótt: Tilboð 2 2390 Sótt: Tilboð 3 L 2 stórar 16” pizzur með 3 áleggstegundum * stór brauðst, sósa og 2I pepsi Bcstn tilboiin • stxrsti ^ fyrir hópa«www.bi( hafi aðallega hallað sér að þessum áhugamálum á efri árum og að því hefur verið ýjað í heimildum að hann hafi þá baft Htið annað að gera. Það er þó fjarri sanni enda til- einkaði Newton gullgerðarlistarinni miklum tíma þegar hann var yngri og ekki útilokað að hugrenninga- tengsl þegar hann stundaði þá iðju hafi hrundið af stað hugsunarferli sem síðar varð að kenningunni um þyngdarlögmálið. Nýlega kom í ljós sextán blaðsíðna handrit eftir New- ton sem skýrir hugmyndir hans um gullgerð og uppbyggingu efnisins og segir Rob Iliffe, formaður Newtons verkefnisins við Imperial College í Lundúnum, að augljóslega sé þarna að finna grunninn á hugðarefnum hans sem síðar leiddu til hinna stórbrotnu uppgötvana, jafnvel þó aðferðafræði hans hafi breyst með árunum. „Það er kominn tími til að vísindasamfélagið viðurkenni að Newton tók gullgerðarlistina mjög alvarlega og taki honum eins og hann var í stað þess að móta hann í það form sem við vildum að hann passaði í,“ segir Iliffe í samtali sem birt var í nýjasta hefti breska tíma- ritsins New Scientist. ernak@bladid.net Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 blaðiðæ

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.