blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaðiö blaðiðu= Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700« www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Mjótt á munum I nýrri skoðanakönnun sem Frjáls verslun hefur látið fram- kvæma og birtist á vefsvæðinu heimur.is um leiðtogakjör Sam- fylkingarinnar í Reykjavík kemur í Ijós að ekki er marktækur munur á milli frambjóðendanna þriggja, Dags B. Eggertssonar, Steinunnar Valdísar Óskars- dóttur og Stefáns Jóns Hafstein. Könnunin var gerð 31. janúar til 2. febrúar. Stefán Jón fær mest fylgi þegar á heildina er litið, en þegar aðeins er tekið tillit til samfylkingarmanna er Dagur með mest fylgi. Stefán Jón kemur þar á eftir en Steinunn Valdís rekur lestina. Spurt var hverjum af þessum þremur frambjóðend- um menn treystu best til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. 406 manns voru spurðir í könnuninni og vildu 32% ekkert þeirra, voru óviss eða neituðu að svara. Af þeim sem afstöðu tóku naut Stefán Jón hins vegar stuðnings 36%, Dagur mæltist með 33% og Steinunn Valdís með 31%. Þetta þykir ekki vera marktækur munur. Ef ein- ungis er htið á Samfylkingarfólk virðist Dagur hins vegar njóta mests stuðnings. Hann fær 41%, Stefán Jón fær 35% og enn rekur Steinunn Valdís restina með 24%. Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta Einnig var í könnun Frjálsrar verslunar spurt um afstöðu til lista í næstu borgarstjómarkosn- ingum. Sjálfstæðismenn fengu þar mest fylgi eða 48%, Samfylk- ing fylgdi í kjölfarið með 36%, Vinstri grænir 10%, Framsókn 4% og Frjálslyndi flokkurinn 2%. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga fengju sjálfstæðismenn átta borg- arfulltrúa og hreinan meirihluta. Samfylking fengi sex og VG einn. Almenn ánægja með gang viðræðna við Bandaríkjamenn Þingmenn ríkisstjórnar jafnt sem stjórnarandstöðu segjast vera sáttir við þann gangsem nú er í viðrœðum við Bandaríkjamenn umframtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli Á fundi í gær með utanríkismála- nefnd Alþingis gerði Geir H .Ha- arde, utanríkisráðherra, grein fyrir framgangi varnarviðræðna við Bandaríkjamenn. Á meðal þess sem er til umræðu í viðræðunum er að íslendingar taki að hluta yfir borg- aralegt flug um Keflavíkurflugvöll sem aukist hefur stórlega á síðustu árum. Einnig þykir koma til greina að íslendingar taki að sér rekstur þyrlubjörgunarþjónustu sem rekin er i tengslum við herþoturnar fjórar sem hér eru. Verkefni fullvalda þjóðar Ögmundur Jónasson á sæti í utan- ríkismálanefnd. „Mér líst að mörgu leyti á stöðu mála. Það stefnir loks- ins í það að íslendingar fari að horf- ast í augu við raunveruleikann. Að við tökum að okkur rekstur og fjár- mögnun flugstöðvarinnar í Kefla- vik, flugbrautanna og annarrar starfssemi sem henni tengist," segir Ögmundur og nefnir einnig þyrlu- sveitina. „Þetta eiga að vera verkefni hverrar fullvalda þjóðar og Islend- : •: Ögmundur Jónasson segir stefna f að (slendingar taki virkari þátt f reksti flugvallarins ingar hafa full tök á því að sinna hyggju sem segir að við verðum að þessum verkum.“ Frelsun hugarfarsins Ögmundur segist líta á þessa þróun mála sem skref í þá átt að erlendur her hverfi úr landinu. „Því fyrr sem menn losa sig við þessa nauð- hafa hér her, því betra.“ Ögmundur segir marga möguleika vera á upp- byggingu á flugvallarsvæðinu og að framtíðin sé björt fyrir suðurnesin í heild. „Þetta ber vott um ákveðna frelsun hugarfarsins, að við liggjum ekki sífellt á hnjánum og biðjum þessa menn að vera sem allra lengst hvað sem tautar og raular.“ íslendingar taki virk- ari þátt í vörnum Guðlaugi Þór Þórðarsyni, varafor- manni þingflokks sjálfstæðismanna, líst ágætlega á þróun mála. „Það er verið að vinna þetta eins vel og hægt er að mínu mati og vonandi næst ásættanleg niðurstaða í málið. Ráð- herra fór á fundinum yfir uppleggið í þessum viðræðum og mér fannst það vera mjög skynsamlegt eins og hann setti það fram." Guðlaugur segir það hafa legið fyrir í nokkurn tíma að íslendingar séu tilbúnir til þess að taka meiri þátt í því sem snýr að borgaralegu þjónustunni eins og hann kallar það. „I víðu sam- hengi tel ég svo að við eigum að taka virkari þátt í öryggi eigin þjóðar og ég lít á það sem hluta af sjálfstæði okkar.“ Hann er ánægður með gang viðræðnanna og segir enga ástæðu til að ætla annað en að möguleikar séu á góðri samvinnu milli þessara tveggja vinaþjóða. Framhaldsskólarnir fari til sveitarfélaganna Stefán Jón Hafstein hefur varpaðfram þeirri hugmynd að framhaldsskólarnir verðifluttir afforrœði ríkisins. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi og formaður menntaráðs, segist fagna þeirri lendingu sem náðst hefur sam- komulag menntamálaráðherra við helstu hagsmunaaðila í málefnum framhaldsskólanna. Að hans mati er þó nauðsynlegt að fullt samráð verði haft við sveitarfélögin í þeirri vinnu sem framundan er í skólamálum. Stefán varpaði svo í gær fram þeirri hugmynd að ræða ætti í fullri al- vöru hvort sveitarfélögin ættu að taka við rekstri framhaldsskólanna. ,Ég sé þetta sem raunhæfan mögu- leika,“ segir Stefán. „Það hefur verið ákveðinn vendipunktur í málefnum skólanna þessa síðustu daga og stór þáttur í framhaldinu er að samstarf verði ríkara á milli skólastiganna." Grunnskólanemendur í menntó Stefán bendir á að nú þegar stundi mörg hundruð grunnskólabarna nám í áföngum við framhaldsskól- ana í Reykjavík og hafi það starf gengið vel. Hann segir hins vegar ljóst að þetta gæti orðið þungur baggi fyrir minni sveit- arfélög. „Burðug sveitarfélög eins og Reykjavík geta vel tekið þetta að sér. Ef menn leggja ekki í það strax að færa þetta yfir, þá legg ég til að Reykjavík verði gerð að tilraunasveitarfélagi eins og er gert í mörgum örðum málum. Þá er hægt að gera þetta samspil á milli grunnskóla og framhaldsskóla sveigj- anlegra.“ Stefán segist ekki hafa rætt þetta mál við kennara. „Manni hefur nú fundist að á meðan þessi deila um styttingu framhaldsskólans var í því öngstræti sem raunin var, þá var einfaldlega ekki tilefni til þess að fara að ræða þetta. En nú þegar náðst hefur sátt um að fara að ræða þessi mál á öðrum nótum en verið hefur finnst mér að þetta mál eigi að ræða líka.“ Stefán Jón Hafstein Höfuðið lagt í bleyti Hin árlega hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema var haldin f Háskólabfói f gær. 13 lið tóku þátt f þvf aö koma vélknúnu tæki f gegnum þrautabraut. Það var Baldur Bjarnason, rafmagnsverkfræðinemi, sem bar sigur úr býtum að þessu sinni. Gæða sængur og heilsukoddar Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 (3 Heiðskírt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað Rigning, lítilsháttar /// Rignlng 9 9 Súld 4: ^ Snjókoma 9 * Amsterdam Barcelona Berlfn Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Parfs Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 05 11 -01 05 01 0 0 -03 07 08 13 02 05 18 -04 03 -09 -08 -01 14 05 06 V Slydda 1 Skúr /// /// / // 40 2° /// '///* d // / /// 4* V' /// /// /// 2° // / /// / // cf 5° // / /// é'" w no 8 Veðurhorfur í dag kl: 11. * f- ; e\r\ n, Af>r\A /// /// /// 7°S ‘s /// /// /// /// /// /// t morgun /// / / / ir nn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.