blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 42

blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 42
42 i baRnAeFni LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaöiö ■ Heimur dýrana Kanínur Kanínur eru örugglega með krúttlegustu dýrum jarðar. Allir elska kanínur. Þær eru bæði villtar á íslandi en svo eru líka margir sem eiga kanínur sem gæludýr. Kaninur ferðast um með því að hoppa krúttlega á milli staða en þær geta lika farið rosalega hratt og eru mjög snöggar i snún- ingum, til dæmis þegar þær eru eltar af hundum eða fólki. Þeim finnst samt ekki gaman að láta elta sig enda eru þær ekki gerðar fyrir slíkt þar sem þær eru grænmetisætur og grænmetisætur þurfa aldrei að elta matinn sinn. Eina náttúrulega ástæða þess að kanína þarf að hlaupa er sú að hún er hrædd og þess vegna er gott að láta það eiga sig að elta hana á hlaupum. Kanínur og mannfólk hafa átt samleið síðan um þúsund árum fýrir Krist og kannski lengur. Kanínum finnst samt ekk- ert sérstakt að láta hnoðast mikið með sig enda hafa þær við- kvæman hrygg og því er það ekki heppilegt fyrir þær. í Öskjuhlíðinni býr fullt af kanínum og á sumrin getur maður stundum séð þær hoppa um. Sumar hafa lagt það í vana sinn að mæta á kaffihúsið Nauthól og fá sér að borða og það er mjög skemmtilegt að hitta þær þar á sumrin. Lœrðu lagið 1 gamla daga kom mjólkurbíllinn úr sveitinni og mjólk var bara seld í mjólkurbúðum í Reykjavík. Stundum fékk fólk far út í sveit með mjólkurbílnum og þeir sem þurftu að fara í bæinn fengu líka far. Mjólk- urbílstjórar gátu oft verið hressir karlar sem þekktu marga og Bjössi var einn þeirra. Einu sinni söng Haukur Mort- hens mjög vinsælt lag um Bjössa á mjólkurbílnum og allir sungu með. Við erum líka viss um að mamma þín eða pabbi kunna þetta lag. Fáðu þau til að kenna þér lagið, lestu text- ann á meðan og lærðu lagið. Bjössi á mjólkurbílnum Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri? Bjössi á mjólkurbílnum, Bjössi á mjólkurbílnum. Hver stígur bensínið í botn á fyrsta gíri? Bjössi á mjólkurbílnum, hann Bjössi kvennagull. Við brúsapallinn bíður hans mær, Hæ, Bjössi keyptirðu þetta i gær? Og Bjössi hlær, ertu öldungis ær, alveg gleymdi’ ég því. Þér fer svo vel að vera svona’ æst æ, vertu nú stillt ég man þetta næst. Einn góðan koss, svo getum við sæst á ný. Hann Bjössi kann á bíl og svanna tökin. Við brúsapallinn fyrirgefst mörg sökin. Hver ekur eins og ljón ... Sunnudagar eru barnadagar í aðalsafni Borgarbókasafns ... og næsta sunnudag, 5. febrúar kl. 15, sýnir Kristín Arngrímsdóttir myndlistar- maður hvernig hægt er að búa til listaverk úr gömlum tímaritum Allir velkomnir! m BORGARBÖKASAfN R£YK|AVÍK.UR Tryggvagötu 15, Reykjavík Sími 563 1717 - www.borgarbokasafn.is ■ Litið myndina Goðsagnadýrið Griffin Griffin hefur líkama ljónsins og vængi arnarins. Þú kannast kannski við að hafa lesið um þessa furðu- skepnu í Harry Potter bók eða Lísu í Undralandi. Ljónið hefur verið kallað kon- ungur dýra á jörðu niðri og örninn konungur fuglanna. Griffin er sam- blanda af ljóni og erni og því talinn með öflugustu skepnum sem til eru. Hvort sem hann er uppi í himn- inum eða á jörðinni er hann alltaf sterkastur allra dýra. Stundum hafa Griffinar líka stór eyru til að heyra betur og þau eyru minna þá oft á asnaeyru. Griffinar eru bæði af kve-n og karlkyni og sumir halda því fram að bara kvendýrin séu með vængi. Stundum hafa þeir líka hala eins og slöngur. Fuglinn var sagður gera sér hreiður eins og örninn en í stað þess að verpa eggjum eignaðist hann unga. Dýrinu var ætlað að vakta gullnámur og falda fjársjóði og aðal óvinur þess var hesturinn. Stundum eignuðust þó hestar og kvengriffinar afkvæmi og þá voru þau kölluð hippogriff. Þetta gerðist samt mjög sjaldan. Griffin fuglinn er dýr sólarinnar og í fornsögum var hann sagður draga hana áfram í stórum vagni. Það er kannski ekki skrítið að hetjur skuli velja sér Griffin sem fararskjóta. margret@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.