blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaðiö Pólitískt morð framið í Nepal mbl.is | Frambjóðandi úr flokki konungsins í Nepal var skotinn til bana af maóistum sem réðust inn á heimili hans á fimmtudags- kvöld. Maðurinn lést af sárum sínum i gærmorgun. Hann er annar frambjóðandinn sem er drepinn á stuttum tíma en sveitarstjórnakosningar fara fram í Nepal 8. þessa mánaðar. Tuttugu manns týndu lífi í aðgerðum uppreisnarmanna í Nepal er beindust gegn öryggissveitum stjórnvalda í lok janúar. Árásirnar koma nákvæmlega einu ári eftir að Gyanendra konungur leysti upp ríkisstjórn sína og tók öll völd í landinu í eigin hendur. Sjálfsmorðsárás i Afganistan Afganar virða fyrir sér flak bifreiðar sem sprengd var í loft upp í Khost-héraði i suðausturhluta landsins á fimmtudag. Maður ók bifreið- inni sem var hlaðin sprengiefni að hermönnum sem voru við eftirlitsstörf og sprengdi því næst bílinn í loft upp. Þrír hermenn fórustu auk tilræðismannsins og þrír til viðbótar særðust. Bandarískir hermenn voru einnig við eftirlitsstöðina en þá sakaði ekki. Átta mönnum rænt í Darfur héraði í Súdan mbl.is | Átta mönnum sem voru við störf í Darfur-héraði í Súdan á vegum franskra mannúðarsamtaka hefur verið rænt. Talið er að starfsmennirnir séu allir frá Súdan. Starfsmenn- irnir voru á vegum frönsku mannúðarsamtakanna Action Contre La Faim sem berst gegn hungri í heiminum. Skömmu áður en þeim var rænt hringdu þeir með farsíma til skrifstofu samtakanna í Al-Fashir í Súdan og sögðu að hópur ío byssu- manna hefði hrakið þá á brott og væru þeir í hættu. Skömmu síðar rofnaði sambandið. FRÁBÆRT!" ALLT UM ÚTFLUTNING - EITT NÚMER Hjá viðskiptaþjónustu Eimskips eru sérfræðingar okkar þér innan handar um allt sem varðar flutninga. Þar færðu m.a. sérhæfðar upplýsingar og lausnir varðandi útflutning og við leggjum okkur alltaf fram um að finna bestu og hagkvæmustu lausnina hverju sinni. Þú einfaldlega hringir í og sérfræðingar okkar sjá til þess að leiðin verði greið. Eitur-hvolpar frá Kólumbíu Smyglarar komafyrir heróíni iðrum hvolpa ogflytja þá meðflugi til Bandaríkjanna Smyglhringur í Kólumbíu hefur að undanförnu freistað þess að smygla heróíni til Bandaríkjann með því að koma eitrinu fyrir í iðrum hvolpa. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur þetta eftir bandarískum embættis- mönnum. í einu tilfelli fundust 14 pakkar af fljótandi heróíni í maga hvolps og hafði dýralæknir sýnilega komið þeim fyrir. Hringurinn hefur einnig notað svonefnd „burðardýr" i þessu skyni þ.e.a.s. fólk sem ýmist hefur gleypt eitrið eða falið það á sér. Nú þegar hafa yfirvöld í Kólumbíu handtekið 22 menn sem tengjast smyglinu. Upp komst um starfsemi þessa þegar bandarískir og kólumbískir lögreglumenn réðust til inngöngu á búgarði einum í Kólumbíu. Þar fundu þeir tíu hvolpa og hafði að- gerð verið gerð á sex þeirra. í iðrum hundanna fundust um þrjú kíló af heróíni. Þrír hundanna drápust af völdum sýkingar eftir að eitrið hafði verið fjarlægt en þrír lifðu að- gerðina af. Ekki er vitað hversu margir hundar hafa sætt þessari meðferð af hálfu smyglaranna. Talið er að höfuðstöðvar hringsins séu í borginni Medellin í Kólumbíu. Ótiltekinn fjöldi hvolpa mun hafa verið fluttur þaðan til New York í Bandaríkjunum í hefðbundnu áætlunarflugi. Málað með skegginu Listamaðurinn Marco Figgen málar verk með skeggi sinu sem er f lengra lagi en það mælist 110 sentimetrar. Figgen býr og starfar i Pattaya í Taflandi. Hann er 51 árs gamall Þjóðverji en hefur búið í Taílandi í níu ár. Hann segir aðferð þessa við myndsköpunina vera„útvikkun sálarinnar". Skegginu hefur hann safnað í 13 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.