blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 32
32 I SÁLFRÆÐI LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaöiö Viðbjóðslegar útskýrmgar! Slef, sifjaspell, flugur á skít, blóð, Bush, Hitler og hundakjöt. Viðbjóðurinn er út um allt, bœði leyndur og Ijós en um leið er hann sú geðshræring sem er hvað minnst rannsökuð afþeim öllum. Þetta stendurþó allt til bóta. Charles Darwin var einna fyrstur manna til að benda á að viðbjóður gegndi því hlutverki hjá dýrum og mönnum að forðast óæti. í samræmi við þetta kemur fyrir svokallaður ,gaping response" hjá dýrum; en þá gapa þau líkt og þau séu að fara að kasta upp. Þetta eru viðbrögð gagn- vart æti sem dýrin eru ekki vön að leggja sér til kjafts eða fæðu sem getur valdið magaveiki. Svo virðist vera að hjá nýfæddum börnum megi einnig finna samskonar gapsvörun við bragðsterkum efnum. Viðbjóður gegnir stærra hlutverki Rannsóknir fræðimanna hafa nýlega beinst í auknum mæli að geðshrær- ingunni viðbjóði. Niðurstaðan er sú að kjarni viðhjóðs hjá mönnum virð- ist vera löngun til að losna við það sem maður hefur innbyrt í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu. Stundum fylgja dæmigerð svipbrigði, flökurl- eiki, aukin munnvatnsmyndun og svo framvegis. Margir halda því fram að hjá mönnum gegni viðbjóður veiga- meira hlutverki en einvörðungu að hjálpa til við að forðast skemmdan eða óætan mat, sem hann gerði lík- lega upphaflega. Sálfræðingurinn Paul Rozin, sem einna mest hefur rannsakað viðbjóð, fullyrðir að enda þótt viðbjóður eigi sér fyrirrennara í öðrum dýrum, er hann sú eina af sex til sjö grunngeðshræringum sem um- breytist gersamlega hjá manninum. ,Mengaður" matur Rozin heldur því fram að það sé fyrst í kringum 4-8 ára aldur sem tengsl viðbjóðs við óbragð rofni. Rozin og samstarfsmenn hafa rannsakað hvers vegna fólk telur eitthvað vera mengað eða viðbjóðs- legt og mat fólks á því virðist ekki ætíð vera það sem kalla mætti skyn- samlegt. Flestum finnst til dæmis ógeðslegt að borða kökusneið ef einhver sem þeir kunna illa við hefur gætt sér á henni. Á sama hátt er fólki illa við að drekka drykk sem könguló hefur legið í. Þessi viðbrögð breytast lítt þótt fæðan sé fullkomlega sótthreinsuð og þeir séu fullvissaðir um það. Einnig virðist flestum vera meinilla við að borða til dæmis súkkulaði sem lítur út eins og hundaskítur. Fólk finnur líka til viðbjóðs gagnvart eigin munnvatni um leið og það er komið úr líkamanum. Peysan hans Hitlers Fólk hefur mismikla tilhneigingu til að finna til viðbjóðs og því má full- yrða að viðbjóðsnæmni sé því ein- staklingsbundinn. Það má greina fylgni á milli þess að finna til við- bjóðs gagnvart fæðu, rottum, sifja- spellum o.s.frv. Atriði í mælingum á viðbjóðsnæmi (e. disgust sensiti- vity) varða til dæmis; að borða uppá- haldssúpuna sína úr hundaskál, að borða uppáhaldskökuna sína eftir að þjónn hefur bitið í hana, hland- lykt á götu, að sjá einhvern stinga sig óvart á öngli. Merkilegar tilraunir Adolf Hitler: Mörgum þykir fyrrum foringi Þýskalands frekar viðbjóðslegur. hafa einnig verið gerðar með fatnað. í einni þeirra var hópi nemenda gert að máta peysu sem átti að vera margþvegin og lítið notuð. Þeim leið ágætlega í peysunni eða þar til þeim var sagt að þetta væri gömul peysa af Hitler. Þá gerbreyttust viðbrögðin og nemarnir fundu nær undantekn- ingarlaust til viðbjóðs. Viðbjóðurinn breytist Geðshræring gagnvart viðbjóði umbreytist oft með tímanum og verður önnur en hún upphaflega var. Það sem ræsir hana er þá stundum mjög óhlutbundið. Settar hafa verið fram hugmyndir um að leiða megi aðrar geðshræringar, www.1x2.is 13 Southampton - Derby Everton - Man. City Bolton - Wigan West Ham - Sunderland 10 W.B.A - Blackburn Newcastle - Portsmouth 12 Leicester - Wolves Middlesbrough - Aston Villa Man. Utd. - Fulham Crewe - Reading Crystal Palace - Cardiff Stoke - Preston Birmingham - Arsenal leið viðbjóðslegt. Af þessum or- sökum gerum við okkur reglur um borðsiði, mat, kynlíf os.frv. Reglur sem miða að þvi að breikka bilið á milli manns og skepnu. Viðbjóður og fælni Athyglisverðar kenningar hafa verið settar fram um tengsl á milli fælni og viðbjóðs. Til að mynda blóðfælni. Það sem bendir til þess að blóðfælni sé annars eðlis en önnur fælni er m.a. sú staðreynd að henni fylgir alla jafna hægur hjart- sláttur og jafnvel yfirlið, en fylgi- fiskur ótta er hraður hjartsláttur. Viðbjóðstilfinningar framkalla hins vegar alltaf hægan hjartslátt. Viðbjóður, árátta og þráhyggja Það hefur verið ríkjandi hugmynd að árátta og þráhyggja sé kvíða- kvilli. Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að viðbjóður og viðbjóðsnæmi kunni að skipta hér máli. Þau afbrigði sem tengjast helst viðbjóði eru þvottaárátta og þráhugsanir af ýmsu tagi sem ögra siðgæðisvitund hins þráhyggna. í hvoru tveggja tilvikinu reynir ein- staklingurinn að losa sig við ein- hvers konar smitbera, annað hvort í eiginlegri eða óeiginlegri merk- ingu, það er að segja óhreinindi eða óhreinar hugsanir. Til gamans má geta þess að það er sláandi líking á milli hreinlætis/trúarkerfa hindúa og strangtrúaðra gyðinga, og því hvernig einstaklingur með þvotta- áráttu flokkar í kerfi það sem hann telur vera hreint og óhreint. Átraskanir, kynlífsrask- anir og viðbjóður Þá telja sumir fræðimenn að við- bjóður kunni að gegna hlutverki í sambandi við bæði át og kynlífs- raskanir af ýmsu tagi. Þetta er að minnsta kosti ekki langsótt varð- andi átraskanir á borð við lystar- stol. Þannig er um að ræða viðbjóð sem beinist bæði að eigin líkama og að fæðu. Almennt má segja að rannsóknir á viðbjóði hafi verið allt of takmarkaðar hingað til, þar sem betri skilningur á þessari geðs- hræringu er líklegur til þess að varpa ljósi á geðraskanir og ýmis menningarleg fyrirbæri. svo sem fyrirlitningu, af viðbjóði. Þá hafa nýlega komið fram tilgátur um þátt viðbjóðs í geðrænum vand- kvæðum og geðröskunum af ýmsu tagi. Sá viðbjóður sem við finnum til þegar við hugsum okkur að ganga í fötum af ákveðnu fólki sýnir hversu mjög geðshræringin getur fjarlægst lykt eða bragði. Við- bjóður kemur fram bæði ef um er að ræða föt af einhverjum sem átt hefur við veikindi að stríða (eyðni), orðið fyrir slysi (tekinn af fótur) eða framið afbrot (einkum morð, nauðgun og svo framvegis). Það breytir engu þótt fötin séu þvegin og því er erfitt að skilja þetta sem viðbjóð fyrir líkamsvessum. Engan skepnuskap Athyglisvert er hvernig ýmsir menningarheimar hafa bróderað í kringum viðbjóð og sett um hann flóknar reglur. Hér má nefna sem dæmi hindúa og stéttakerfi þeirra með hina óhreinu og ósnertanlegu á botninum. Mjög skýrar reglur eru einnig meðal gyðinga og mús- lima um það hvaða fæða sé hrein og óhrein. Þá eru konur taldar óhreinar meðan þær hafa á klæðum og í vissan tíma eftir barnsburð. Rozin setur fram þá tilgátu að það sem minnir okkur á tengsl manna og dýra veki viðbjóð. Það sem við teljum dýrslegt verði um Lirfur vekja jafnan viðbjóð hjá fólki enda nærast þær á dauðanum. Köngulær geta vakið viðbjóð hjá fólki, sérlega ef þær hafa komið nálægt mat. margret@bladid.net ^afiarameisiarinru Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni Mjódd • Smáratorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.