blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 28
28 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 bla6iö Heí aldrei haldið svartan kladda Þegar ég lít yfir feril þinn finnst mér eins og þú hafir byrjað á öllu mjög ungur, orðið ungur ritstjóri Vísis, ungur formaður Sjálfstœð- isflokksins og ungur forscetisráð- herra. Hverjir voru kostirnir og hverjir voru gallarnir á því að koma ungur til þessara starfa? „Þrátt fyrir ungan aldur hafði ég mótaðar skoðanir og hugmyndir. í mínum huga byggðist pólitík fremur á hugmyndum en völdum. Þegar ég lít til baka hefði ég gjarnan viljað hafa meiri reynslu þegar ég tókst á við ýmis þessara verkefna. Það að koma ferskur og án fortíðar að störfum hefur vissulega kosti en með aukinni reynslu kemst maður á raun um að hún er um margt undir- staðan að því sem maður gerir." Þegar þú varðst ritstjóri Vísis voru margir sem litu á það sem pólitíska ráðningu. Var það ekki þannig? „Ég fór ekki inn á Vísi til að gera það að flokksblaði. Þvert á móti var mér mætavel ljóst að slíkt væri gjörsamlega út í hött, ekki í takt við tímann og alls ekki það sem blaða- markaðurinn var að óska eftir. Ég held að skrif mín á blaðinu hafi sýnt að ég lét ekki stjórnast af flokkshags- munum heldur því sem ég taldi rétt og eðlilegt að blaðið birti og hefði forgöngu um. Vísir var býsna hvasst blað á þessum árum og tók á hverju því sem miður þótti fara. Vegna þessa lenti ég í orðakasti við ýmsa flokksmenn mína. Annars var það svo að ungir menn á þessum árum vildu breyta hlutum. Það var svolítil uppreisn í tíðarandanum." Á eigin forsendum Nú ertu að verða ritstjóri Frétta- blaðsins og þá er einnig talað um pólitíska ráðningu. „í sjálfu sér er það skiljanlegt að þetta sé sagt þegar ráðnir eru menn sem hafa verið þátttakendur í pólit- ískum átökum. Er það ekki nokkuð langsótt að búa til þá kenningu að eigendur Fréttablaðsins hafi talið sig þurfa að gera Sjálfstæðisflokknum einhvern greiða með því að ráða mig? Ég fer inn á Fréttablaðið til að vinna á mínum eigin forsendum. Ég er sá sem ég er og þykist ekki vera neitt annað. Þegar gamall stjórn- málamaður mætir efasemdum af þessu tagi á hann engan annann kost en vísa mönnum í búð reynsl- unnar. Þegar upp verður staðið fást svörin þar. Mér finnst Fréttablaðið hafa þróast á mjög skömmum tíma og orðið öflugur fjölmiðill og það er enginn vafi að það er hægt að þróa það áfram og gera gott betra. Frétta- blaðið á að vera öflugt, áreiðanlegt og vandað fréttablað sem endur- speglar þjóðfélagsumræðuna á lif- andi hátt. Ég hlakka mjög til þessa verkefnis. Eftir að hafa notið þess að sitja á friðarstóli í nokkur ár er tilhlökkunarefni að takast á við iðu þjóðlífsins." Finnst þér að blaðamennska hér á landi megi vera hvassari en hún er? „Það er ekki tilgangur í sjálfu sér en ef tilefni eru til að taka fast á málum þá eiga fjölmiðlar að gera það.“ Finnst þér þeirgera það? „Stundum og stundum ekki. Mér finnst að sumu leyti að hér hafi ríkt full mikil yfirborðsmennska í fjöl- miðlum og það vantar um margt skarpari og dýpri umfjöllun um þjóðfélagsmál." En það að taka á málum kemur gulri pressu ekkert við? „Nei, hún getur tæpast átt mikið framlag til þeirra hluta sem ég er að tala um.“ Þú ert ekki hrifinn afgulu pressunni? „Nei, satt best að segja sé ég engan tilgang með henni.“ Leið best í kröppum dansi Víkjum að pólitíkinni fyrr á árum. Þú þóttir beittur ritstjóri og fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins en var hinn pólitíski heimur harðari en þú bjóst við? „í sjálfu sér var hann ekki harðari en ég bjóst við. Það voru hins vegar mikil umskipti að fara frá Vinnuveit- endasambandinu yfir í pólitíkina. Sem framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins átti ég náin sam- skipti við forystumenn verakalýðs- hreyfingarinnar. Það var skóli út af fyrir sig og gaf mér mjög mikið að eiga næturviðtöl við menn á samn- ingafundum eins og Eðvarð Sigurðs- son og Guðmund J. Við Ásmundur Stefánsson áttum líka mikil og náin samskipti. Samskiptin á milli aðila voru afskaplega traust. Það var hægt að treysta mönnum og trúa þeim fyrir hlutum og ekkert af því brást. Menn vissu alltaf hvar þeir höfðu hvern annan. Þessi öguðu sam- skiptalögmál voru ekki fyrir hendi í pólitíkinni. Maður varð alltaf að gæta sín og vissi ekki endilega hvar maður hafði samherjana. Þetta kom mér einna helst á óvart vegna þess að ég hafði kynnst svo miklu agaðri og vandaðri samskiptaháttum milli aðila vinnumarkaðarins. En ég fór í pólitík vegna þess að málefnaátök heilluðu mig. Mér leið alltaf best í kröppum dansi málefnalegra átaka“ Myndirðu viðurkenna að þú hafir verið ofhrekklaus ípólitík ogekki kunnað klækina? „Ég ætla ekki að gera lítið úr því að refskapur upp að ákveðnu marki sé nauðsynlegur eiginleiki í pólitík. Pól- itík er sambland af mjög mörgum þáttum. Menn þurfa að hafa skýrar hugmyndir en þurfa einnig að kom þeim í framkvæmd. Þá þurfa menn kannski að grípa til refskapar í já- kvæðri merkingu þess orðs. Senni- lega hefði ég alveg getað nýtt mér meiri refskap." Pólitískir örlagavaldar Það eru nokkrir pólitískir örlaga- valdar í þínu lífi■ Albert Guð- mundsson sem klauf Sjálfstæð- isflokkinn, Davíð Oddsson sem sigraði þig í formannskjöri og Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin sem sprengdu ríkisstjórn t beinni sjónvarpsútsendingu. Þetta hljóta að hafa verið þung högg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.