blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 53

blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 53
blaðið LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 DAGSKRÁI53 ...boltabullur Enski boltinn, 14.40, Á vellinum með Snorra Má Spjallþátturinn Á vellinum með Snorra Má tengir leikina þrjá saman á laugardögum. Hann hefst strax að loknum fyrsta leik og líkur þegar þriðji og síðasti leikur dagsins hefst. í þættinum skegg- ræðir skemmtilegt fólk um leiki dagsins við Snorra Má Skúlason. SJónvarpsviðburður ársins Sjónvarpið, 21.00, Spaugstofan Þeir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn hafa hreinlega farið á kostum undanfarna laugar- daga. Þeir sprella og spauga eins og þeim einum er lagið og sýna áhorf- endum samtímaviðburði frá nýjum og óvenjulegum sjónarhornum. Björn Emilsson stjórnar upptökum. Textað á síðu 888 í Textavarpi. Bitlabœrínn Keflavík Annað kvöld verður Bítlabærinn Keflavík, mynd í tveimur hlutum um íslenska poppmenningu og vöggu hennar í Keflavík, sýnd í Sjónvarpinu. Handritshöfundur er Ottarr Proppé, leikstjóri er Þorgeir Guðmundsson og framleiðandi er Glysgirni. Þetta er hröð og skemmti- leg tónlistarmynd um íslenska popp- menningu. Keflavíkurbítlar láta allt flakka í tónum og tali. Tíðarandi 40 ára er rakinn í lifandi myndum og með stuði í hjarta. Er uppbygging Keflavíkurflug- vallar hófst breyttist Keflavík á einni nóttu úr venjulegu sjávarp- lássi í fjölmenningarlegan suðu- pott. Þúsundir manna hvaðanæva af landinu flykktust suður með sjó. Þar var nóg af peningum og íslend- ingarnir kynntust nýjum tímum og heimsmenningu eftirstríðsáranna í gegnum samneyti við bandarísku hermennina á vellinum. ■ Úrslitaleikurinn í ruðningi, Super- bowl, er einhver stærsti viðburður í sjónvarpi ár hvert. Annað kvöld verður leikurinn sendur út í beinni útsendingu á Sýn auk þess sem fyrir leikinn verður sérstök upphit- unardagskrá. Það er hægt að mæla með leiknum þrátt fyrir að fólk hafi engan áhuga á íþróttinni sjálfri þar sem fyrir leikinn og í hálfleik eru stórkostleg sýningaratriði. Að þessu sinni troða villingarnir í The Sjónvarpið, 19.40» Tíminn líður hratt - Hvað veistu um Söngvakeppnina? Spurningaþáttur á léttum nótum um söngvakeppni Sjónvarpsins. 20.10, Söngvakeppni Sjónvarps- ins 2006 (3:3) Síðasta kvöld und- ankeppninnar verður sann- kölluð bomba. Margumrædd Silvía Nótt mætir til leiks sem og poppdrottningin Birgitta Haukdal. Reuters Söngvararnir Stevie Wonder, India.Arie og Aaron Neville hittu blaðamenn á fundi í gær en þau munu syngja Superbowl af stað. Rolling Stones upp í hálfleik svo bú- ast má við stórkostlegu atriði. Alla jafna er flugeldasýning tvinnuð inn í dagskrána og yfirleitt mætir að minnsta kosti einn leynigestur. Þeir sem lítinn áhuga hafa á leiknum sjálfum ættu að reyna að sjá Mick Jagger og félaga fyrir svefninn. Leikurinn fer fram í bílaborginni Detroit og verða það lið Pittsburg Steelers og Seattle Seahawks sem mætast. Fyrir Superbowl verður einnig mikil sýning þar sem Stevie Won- der kemur m.a. fram. Ásamt honum munu þau Aretha Franklin, John Legend og Joss Stone stíga á svið og hita mannskapinn upp. ■ BlaÖið/Frikki Sannleikurinn kemur í Ijós Mikil leynd hefur verið yfir lagi Silvíu Nóttar í söngvakeppni Sjónvarpsins. Þegar Ijósmyndari Blaðsins mætti á æfingu fyrir keppnina meinaði Silvía honum að smella af sér mynd þar sem búninginn má ekki sýna fyrr en í beinni útsendingu í kvöld á keppninni sjálfri. SM!/A ' þri ki.22 Frabærir nýir spennuþættir frá ofurframleiöandanum Jerry Bruckheimer, manninum á bak við The Amazing Race, Cold Case og C.S.I. Hefst þriðjudaginn 7. febrúar. EITTHVAÐ FYRIR... ...alla ...gamansama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.