blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 34
34 I DULSPEKI LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 blaöið VATNSBERI 20. JANÚAR -19. FEBRÚAR HVAÐ SEGIR FREYJA UM KYNIN? Þú getur þekkt þetta fólk á fjarrænu augnatilliti. Flestir vatnsberar eru alltaf að skilgreina einhverjar að- stæður. Þeim er hætt við að rýna í vandamál annarra og sökkva sér djúpt í þau. Vatnsberafólkið er lok- aðar tilfinningaverur sem er dauð- hrætt við að opinbera sínar eigin væntingar og tilfinningar. Þessu fólki er illa við að tímasetja t.d. stefnumót eða aðra hluti. Það krefst stundvísi bæði af sjálfum sér og öðrum. Það er oft sagt um vatnsber- ann að hann sé ótryggur vinur, en það er ekki rétt. Hann gerir miklar kröfur til fólks og bindur ekki trúss sitt við hvern sem er. Vatnsbera- fólkið er flest sérviturt í klæðaburði. Það þolir ekki eftirlíkingar, hvorki í fatnaði né öðru sem það hefur í kringum sig. Þetta fólk á það til að versla um efni fram og mörg hjóna- bönd fara út um þúfur vegna eyðslusemi vatnsberans. Samt telur það í innsta eðli sínu að skyn- semin stjórni gerðum. Þetta fólk er sjálfstætt og fé- lagslynt. Það vill vera frjálst og óháð og elskar að vera í fjölmenni. Mörgum vatnsberanum gengur fremur illa í hjónabandi nema að skoðanir maka séu á svip- uðum nótum. Karlmaður í vatnsbera Varasamt er að ætla að karlmaður í þessu merki hagi sér eins og þú átt að venjast. Hann er hópsál og getur hæglega gleymt að hann fór út að skemmta sér með þér. Láttu þér ekki bregða þó að hann stígi dans við flestar konur sem sitja við nærliggj- andi borð og hreinlega gleymi með hverjum hann er. Þar með er ekki sagt að hann sé að fara að reyna við aðrar konur. Hann verður undrandi þegar þú talar um þetta við hann. Líklega segir hann að sér hafi sýnst að þessar konur væru einar og eng- inn hafi boðið þeim upp. Flestir karl- menn í vatnsberanum leitast eftir að sjá öll mál í samhengi. Þeir eru oft- ast mjög fastir á skoðunum sínum og þeim verður ekki haggað. Þeir laðast að hugmyndaríku fólki og þeim sem hafa völd. Margir þeirra ná langt í lífinu í stjórnunarstörfum og stjórnmálum. Þeir eiga erfitt með að slaka á og verða vandræða- legir þegar þeir reyna að tjá ást sína. Þessir menn giftast flestir seint og venjan er að þeir eru síðastir í vina- hópnum til þess að festa ráð sitt. Kvenmaður í vatnsbera Vatnsberakonan er mótsagnakennd, jafnt í ástum sem í öllu öðru. Þessi kona er ákaflega sjálfstæð og ekki heiglum hent að segja henni fyrir verkum. Hún tilheyrir öllum, samt engum. Hún er innblásin æðri anda í ástinni. Þessi kona gerir kröfu um frelsi en hún er trygg þeim sem getur umborið hana eins og hún er. Hún hefur ekki áhyggjur af því þó að þú sért ríkasti maður í sveitarfélaginu og henni er sama um bankareikningana þína. Hún metur karlmenn eftir allt öðru en aurunum. Hin dæmigerða kona í vatnsberanum er fullkomin eigin- kona fyrir menn sem eru lítið heima og hún mun ekki svíkja þig. Hún mun ekki gruna þig um græsku nema hafa fyllstu ástæðu til þess. Henni lætur vel að vinna við allt sem tengist listum og líknarstörfum. Hún verður sjaldnast rík af verald- legum auði en margir geta öfundað hana af andlegum auðæfum. Vatns- berakonan er ákaflega góð móðir og hún ofverndar börnin sín. Hjálpi þér allir heilagir ef þú vogar þér að finna að framkomu unganna hennar. Þessi kona þolir skammdegið illa og á þeim tíma verður henni hætt við þunglyndi. Hún þarf svo sannarlega að passa að hafa bjart í híbýlum sínum. Þekkt fólk í vatnsberanum Abraham Lincoln Franklin Roosevelt Ronald Reagan Magnús Bjarnfreðsson Elín Pálmadóttir Áhifastjörnur þessa merkis eru: Satúrnus, tunglið og Venus. Happadagur: föstudagur. Happalitir: blátt og blágrænt. Heillasteinar: fjólubláir steinar og kristallar. Happatölur: 6 og stundum 9. Sýnir úr myrkviðum nœturinnar Hafa draumarnir þínir merkingu og hver er hún þá? Margt hefur verið ritað og rætt um drauma og merkingar þeirra. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort hægt sé að túlka sýnir næturinnar með merkingarbærum hætti en það hefur þó verið stundað um aldir. I hinum fræga menningararfi Islendinga, íslendingasögunum, eru draumar einatt fyrirboðar mikilla tíðinda og eðlilega gátu ráðningar þeirra haft afgerandi áhrif á söguna. En það er ekki bara í sögum sem draumráðn- ingar hafa merkingu. Sjáandinn Edgar Cayce talaði um að allar sýnir og draumar væru dreymanda til blessunar, ef einungis hin rétta ráðn- ing væri ljós. Hann sagði drauma eiga upphaf sitt í hinum ósýnilega heimi sjálfsverundarinnar og að þær myndir sem draumar og sýnir taka á sig væru endurspeglanir líkamlegra aðstæðna. Það er að drauma megi rekja til undirvitundarinnar í sam- hengi við ástand líkamans hverju sinni og þær athafnir hans sem hafa mótast hafa í huganum eða hinu andlega sjálfi. Þetta má einnig kalla boðskap andlegra afla frá undirmeð- vitund til vökuvitundar þess sem dreymir. Þeir sem hafa áhuga á að rýna í undirmeðvitundina og skila- boð hennar ættu að hafa eftirfarandi í huga við skýringu drauma: 4. 5. 6. 7. 8. Hafðu minnisbók á náttborðinu hjá þér. Skrifaðu 9. drauma þína niður um leið og þú vaknar. Hugleiddu á hverju kvöldi fyrir svefninn að þú ætlar þér að muna það sem þig kann að dreyma. „Ég ætla mér að muna það sem mig kann að 10. dreyma í nótt.“ Vaknir þú að næturlagi skaltu skrá helstu táknin í því sem þig hefur dreymt; þá manstu drauminn 11. venjulega í heild að morgni. Þjálfaðu hjá þér skarpa athygli í draumum með 12. sjálfsefjun undir svefninn. Taktu eftir umhverfinu, fólkinu, atburðarásinni, 13. litunum, tilfinningum og orðum sem koma fram í draumum þínum. Gerðu þér far um að skýra drauma þína daglega, annars verður erfitt að fylgjast með þróun þeirra. 14. Séu draumarnir órökrænir geta þrjár orsakir komið til greina: 1) Að þú hafir ekki munað nema brot af þeim. 2) Að draumarnir spegli eitthvað órökrænt í lífi þínu. 3) Að geðrænar hömlur valdi 15. minnislokun. Reynist þér ógerlegt að ráða merkingu einhvers draums, sem þér finnst þó mikilvægur, skaltu æskja þess með sjálfum þér áður en þú sofnar 16. aftur að draumurinn endurtakist og þá skýrari en áður. Martröð sem lamar þig svo að þú getur ekki hreyft þig eða gefið frá þér hljóð, stafar venjulega af röngu mataræði. Breyttu mataræði þínu svo martröðin hætti að ásækja þig. Dreymi þig sömu draumana árum saman bendir það til þess að þú sért andsnúinn öllum breytingum. Draumar um sjúkleika geta haft annað hvort bók- staflega eða táknræna viðvörun í sér fólgna. Eigir þú við vandamál að stríða skaltu biðja þess að þér veitist leiðbeiningar í draumum þínum. Vertu raunsær í draumaráðningum þínum. Leit- aðu alltaf fyrst áminningarinnar. Hvað er það sem þú hefur neitað að horfast í augu við eða látið lönd og leið? Veittu þeim draumum sem endurtaka sig sér- staklega athygli og eins framhaldsdraumum. Slíkir draumar tákna oft annað hvort sókn eða undanhald. Draumarnir fjalla fyrst og fremst um dreymand- ann sjálfan. Það er einungis undantekning að þeir snúist um fjölskyldu, vini eða séu fyrir miklum atburðum. Mundu að það þarf ástundun og þrautseigju til að nema nýtt tungumál - draumarnir eru hlið gleymda tungumál undirvitundarinnar. JINGDE2HEN HENGFEN SALES EXHIBITION CO. LTD. F, SÖLUSYNING Á HÁGÆÐA KÍNVERSKU POSTULÍNI 20% AFSLÁTTUR SYNINGUNNI HEFUR VERIÐ FRAMLENGT v iíj % % at $ & % r- r v ft -k >a « HLÍÐASMÁRI 15. KÓPAVOGUR. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00-22.00. SÍMI: 895-8966 EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL ÞESS AÐ EIGNAST KÍNVERSKA LISTMUNI BEINT FRÁ FRAMLEIÐENDUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.