blaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 29
blaðið LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006
VIDTAL I 29
99.....................................................
„Ég hefaldrei haldið svartan kladda yfir þá sem mér hefur mislíkað á
einhverjum augnablikum. Það er vont að geta ekki fyrirgefið."
„Ríkisstjórnin var að vísu málefna-
lega sprungin fyrir þetta sjónvarps-
viðtal. Annars var ég búinn að tak-
ast á við svo marga hluti í gegnum
tíðina að það var ekki erfiðara að
komast yfir þessa hluti en svo margt
annað. Það reyndi mikið á en þetta
fór aldrei á sálina á mér.“
Afhverju ekki?
„Vegna þess að það er grundvallar-
atriði fyrir stjórnmálamann að setja
liðna hluti á bak við sig og horfa
fram á veginn. Ef þú ætlar að láta
allt sem þér mislíkar eða er þér mót-
drægt hafa truflandi sálræn áhrif á
þig þá fer þér að leiðast og þú lendir
í vandræðum. Ég hef aldrei haldið
svartan kladda yfir þá sem mér
hefur mislíkað á einhverjum augna-
blikum. Það er vont að geta ekki fyr-
irgefið. Menn verða að horfa fram á
við en ekki vera uppteknir af vanda-
málum gærdagsins.
Það var mér mikið kappsmál að
fá þá sem klufu Sjálfstæðisflokkinn
til að ganga í hann aftur. Það tókst
og heilar sættir urðu milli okkar Al-
berts. Við Jón Baldvin áttum síðan
samstarf í ríkisstjórn og þótt við
værum ekki alltaf sammála þá stóð
ekkert í veginum fyrir því að við
ættum persónulegt samstarf. Það
hefur aldrei truflað mig að eiga per-
sónulegt samstarf við menn sem
eru annarrar skoðunar en ég.“
Davíð var vinur þinn og bauð sig
fram gegn þér, sitjandi formanni.
Varþað ekki erfitt?...
„Vissulega var það ’érfitt, ekki síst
í því ljósi að við vorum vinir. En
fyrir utan það náná persónulega
samband sem var fyrir þann tíma,
þá var þetta lýðræðisleg kosning
sem hver stjórnmálamaður verður
að ganga í gegnum. Rof á nánum
persónulegum tengslum og trúnað-
artrausti reyndust mér erfiðari en
úrslitin. Þau voru lýðræði.
Mín afstaða var sú að halda
áfram í pólitík, vinna fyrir flokk-
inn eins og ég gæti og láta úrslitin
ekki hafa áhrif á mín störf. Við
Davíð unnum saman í ríkisstjórn
í átta ár eftir þetta og áttum gott
samstarf. Ég held að ýmislegt sem
ég gerði í þeirri ríkisstjórn eins og
framkvæmd fiskveiðistefnunnar
hafi verið grundvöllur þess að
tókst að koma á stöðugleika og
jafnvægi. Formannskjörið truflaði
því ekki á nokkurn hátt pólitískt
samstarf okkar Davíðs. Það var mér
mikið kappsmál að sú stjórn næði
árangri."
Ef ég man rétt kvörtuðu Stein-
grímur og Jón Baldvin undan því
að þú vœrirekki nógu samkvæmis-
glaður. Erþað nauðsynlegur eigin-
leiki ípólitík?
„Það er nauðsynlegt að menn geti
rætt saman en það hafa ekki allir
sama hátt á því og þar getur skilið á
milli. Ef það þykir gagnrýnivert að
vera ekki mikill samkvæmismaður
þá er ég sekur.“
Það er oft nefnt að samband þitt
og eiginkonu þinnar, Ingibjargar
Rafnar, sé einstaklega náið og
gott.
„Já, þannig er það. Það skiptir öllu
máli í lífinu, allt annað er hégómi.
Maður setur það í forgang sem
skiptir mann mestu máli. Einnig að
upplifa það að verða afi er ævintýri.
{ því hlutverki stendur maður fyrst
á hátindi.“
Ævisaga í fyllingu tímans
Þú hættir í pólitík til að verða
sendiherra. Varþaðekkistundum
leiðinlegt starf?
„Ég vissi alveg nákvæmlega hvað
ég var að fara út í. Með þó nokkrum
fyrirvara hafði ég ákveðið með
sjálfum mér að hætta við kosning-
arnar 1999. Þetta var ákvörðun sem
ég tók og henni varð ekki breytt.
Spurningin var hvernig átti að gera
það og í mínum huga varð það best
gert með því að hverfa til starfa er-
lendis. Ég var smeykur um að ef ég
færi í störf hér á landi þá yrði það ein-
hvers konar hálfkák að hætta í pól-
itík. Með þessu móti urðu skörp skil.
Ég gerði mér grein fyrir því að það
væri ólíklegt að embættismennska
ætti við mig. Það kom á daginn að
það var rétt mat hjá mér. Hins vegar
var þetta merkileg reynsla. Ég hafði
ekki búið erlendis áður og mér
fannst gagnlegt og áhugavert að
kynnast pólitík, pólitískri umræðu
og stjórnmálamönnum í Bretlandi
og Danmörku. Ég sé síður en svo
eftir þessum árum. En þetta var
hæfilegur tími.“
Össur Skarphéðinsson segir á
heimasíðu sinni aðþú ogjón Bald-
vin hafi ákveðið Viðeyjarstjórn-
ina. Er það rétt?
„Við Jón Baldvin hittumst
nokkrum sinnum veturinn fyrir
kosningarnar 1991, fyrst einir og
svo með öðrum. Okkar var ljóst
að ef ætti að ljúka samningum
við Evrópusambandið þá yrði það
trauðla gert nema í samstarfi þess-
ara tveggja flokka. Þetta var mikil-
vægasta verkefnið sem blasti við á
þessum tíma. Efnislega var enginn
ágreiningur okkar á milli þótt við
deildum um aðferðarfræði í upp-
hafi málsins. Samtölin leiddu í Ijós
að engar persónulegar hindranir
vegna fyrri stjórnarslita voru á því
að þessir flokkar gætu unnið saman.
Mér finnst ofmælt að segja að ríkis-
stjórn hefði verið mynduð en þetta
voru eigi að síður mikilvæg og gagn-
leg pólitísk samtöl að mínu mati.“
Hefurhvarfaðaðþéraðskrifaendur-
minningar þínar? Steingrímur Her-
mannsson hefur lýst atburðumfrá
sínu sjónarmiði og Jón Baldvin að
hluta líka. Langarþigekki að segja
söguna útfrá þínu sjónarhorni?
„Ég neita því ekki að ég á frekar
von á því að ég geri það. Allt er þetta
spurning um rétta tímann. Það er
ekkert lakara að horfa á atburði úr
tímanlegri fjarlægð því þá verður mat
manna yfirvegaðra. Auðvitað er mik-
ilvægt að öll sjónarmið komi frarn
varðandi þessa sögu. Ég held að hún
verði ekki skýrð nema ég segi minn
hluta af henni.“
Hefurðu ekki sýnt full mikla hóg-
værð hvað það varðar að segjá ekki
þína hlið á atburðum?
„Margir hafa haft orð á því við mig
og ég hugsa að það sé sitthvað til í
því.“
Þú ertfremur hlédrœgur maður.
„Það er ekki mitt að dæma um
það. Þau störf sem ég hef fengist við
um ævina bera ekki vott um mikla
hlédrægni, en vel má vera að hún
sé samt þarna einhvers staðar. Ég er
Sunnlendingur. Á pólitískum fundi
á Suðurlandi í fyrstu kosningunum
mínum uppgötvaði ég að Sunnlend-
ingar er mjög agaðir áheyrendur.
Sjálfhól gagnaðist mönnum eldd á
þeim fundum og það var illa séð ef
menn gagnrýndu andstæðingana
óhóflega. Fyrir vikið urðu fundirnir
með nokkuð öðru yfirbragði en sam-
bærilegir fundir vestur á fjörðum. Ég
get ekki svarið af mér uppruna minn
og hlýt að hafa sitthvað af sunnlensku
eðli í mér.“
kolbrun@bladid. net
LINAA FRABÆRU VERÐI
YTT NYTT
NÝTT NÝTT
HÚSGAGNAVERSLUN
, TOSCANA
©frTET] SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090
HÚSGÖGNIN FÁST EINNIGI HÚSGAGNAVAl, HÖFN S: 478 2535