blaðið - 09.02.2006, Síða 10

blaðið - 09.02.2006, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 blaöiö Skógareyðing á Borneó ógnar lífríki Hundruðplöntu- ogdýrategunda eru talin vera í hœttu vegna áforma yfirvalda á Indónesíu um viðamikla eyðingu skóga á Borneó Reuters Umhverfisverndarsinnar óttast að fyrirhuguð skógareyðing indonesískra yfirvalda á Borneó muni hraða því að órangútangapar deyi út á eyjunni. Hundruð annarra dýra- og plöntutegunda eru talin vera í hættu út af áætlununum. Umhverfisverndarsinnar mótmæla harkalega áformum yfirvalda á Indónesíu um að ryðja óspillta regn- skóga á stóru landsvæði á Borneó. Stjórnvöld segjast vilja ryðja skóg- ana til að koma þar upp pálmaplant- ekrum en margir telja að það sé yfirvarp og að megintilgangur skóg- areyðingarinnar sé að selja timbur til Kína. í staðinn munu Kínverjar leggja fé í uppbyggingu á svæðinu. Um er að ræða landsvæði sem er 2000 kílómetra langt og fimm kíló- metrar í þvermál og liggur gegnum þrjá þjóðgarða á landamærum Malasíu og Indónesíu. Alþjóðlegu umhverfísverndarsamtökin World Wildlife Fund (WWF) segja að nú þegar eyðist um tveir milljónir hektara regnskóga á Indónesíu á ári hverju en það er um helmingur flat- armáls Hollands. Landræman er á afskekktum hluta eyjarinnar Borneó og þar er að finna ótal sjaldgæfar fuglategundir, plöntur og spendýr, meðal annars stærsta stofn viltra órangútangapa í heiminum. Órangútangapar í hættu Umhverfissamtök óttast að eyðing skógarins muni hraða því að ór- angútangaparnir deyi út á eyjunni auk þess sem fleiri dýrategundir, einkum stór spendýr eru talin vera í hættu. WWF segja að fjölbreytni dýra- og plöntulífs sé óvenjumikil á Borneó og þar hafi að minnsta kosti þrjár nýjar dýrategundir uppgötv- ast í hverjum mánuði á undaförnum áratug. Samtökin vara við því að eyðing skóga og landrækt geti leitt til þess að hundruð tegunda hverfi og komið í veg fyrir að vísindamenn uppgötvi fleiri óþekktar plöntur, dýra- og fisktegundir. Á svæðinu er jafnframt að finna 14 af 23 vatnasvæðum á Borneó og ótt- ast þeir að verkefnið kunni að valda tjóni á neysluvatnslindum á stórum hluta indonesíska hluta Borneó. Reuters Tröllatíðindi í Kiev Starfsmaður úkraínska dagblaðsins Bez Tsenzura (Engin ritskoðun) flettir sérstöku risaeintaki blaðsins sem gefið var út á þriðjudag til að fagna þriggja ára útgáfuafmæli þess. Dagblaðið tröilvaxna var 3,8 metrar á lengd og 2,65 metrar á hæð. www.sigrunelsa.is Ég vil vinna . . . ... á grunni þess sem við höfum gert ... Sjálfstæðisflokkinn i vor ... að enn betri Reykjavík í Ég þarf stuðning þinn í 2."4. sæti i opnu prófkjöri Samfylkingarinnar 11.-12. febrúar SIGRÚN ELSA ísraelsmenn hyggjast ekki deila Jerúsalem Ehud Olmert, settur forsætisráð- herra Israels, sagði í fyrradag að Isra- elar myndu aldrei gefa Austur-Jerú- salem eftir í friðarsamningum við Palestínumenn. Auk þess myndu ísraelar halda Jórdandal og stærstu landnemabyggðunum á Vesturbakk- anum. „Við stefnum að aðskilnaði frá Palestínumönnum og endan- legri ákvörðun um landamæri ísra- els,“ sagði Olmert í viðtali við ísra- elska sjónvarpið. Hann vildi ekki tilgreina ná- kvæmlega hvar hugmyndin væri að landamæri Israels yrðu, en sagði aðeins að „þau landamæri sem við höfum í huga eru ekki þau sömu og Israel hefur núna“. Það markmið að aðskilja Israela og Palestínumenn þýddi að halda yrði áfram byggingu aðskilnaðarmúrsins umdeilda, sem Olmert sagði að væri árangursrík að- ferð til að koma i veg fyrir að Palest- ínumönnum tækist að komast inn á ísraelskt yfirráðasvæði. Pólskri konu var neitað um fóstureyðingu þrátt fyrir að læknar hefðu varað hana við því að hún ætti á hættu að missa sjónina ef hún eignaðist barnið. Hún hefur vísað málinu til Mannréttlndadómstóls Evrópu. Neitað um fóstureyðingu þrátt fyrir hættu á sjónmissi Pólsk kona sem var neitað að gang- ast undir fóstureyðingu þrátt fyrir viðvaranir lækna um að hún kynni að missa sjónina ef hún eignaðist barn ætlar með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evr- ópu. Sjón Alicju Tysiac versnaði til muna eftir að hún eignaðist þriðja barnið sitt árið 2000 og hún óttast að verða blind. I Póllandi þar sem staða kaþólsku kirkjunnar er sterk eru fóstureyð- ingar ólöglegar nema heilsa móður eða hins ófædda barns sé í hættu. Tysiac heldur því fram að hún hafi átt rétt á því að gangast undir fóstur- eyðingu af heilsufarsástæðum. Þegar Tysiac varð ólétt í þriðja skipti i febrúar árið 2000 vöruðu þrír augnlæknar hana við því að sjón hennar gæti stafað alvarleg hætta af því að eignast barn. Allir neituðu þeir þó að heimila að hún gengist undir fóstureyðingu. Tveimur mánuðum síðar leitaði hún til kvensjúkdómalæknis til að fara fram á fóstureyðingu en hann hafnaði einnig beiðninni.Tysiac gengur nú með gleraugu með þykkum og sterkum sjónglerjum en sér engu að síður ekki hluti sem eru í meira en eins og hálfs metra fjar- lægð frá henni. Tysiac er einstæð móðir og segist eiga í erfiðleikum með að ala upp börnin sín þrjú á eigin vegum. Hún er öryrki og lifir á bótagreiðslum sem nema aðeins um 140 evrum (rúmlega 10.000 ísl. kr.) á mánuði. Óvíða er löggjöf um fóstureyðingar jafnströng og í Póllandi. Mannrétt- indadómstóllinn getur ekki haft áhrif á löggjöf í Póllandi en hann getur úrskurðað að brotið hafi verið á réttindum Tysiac. Kosningar á Haítí gagnrýndar mbl.is | Kosningaeftirlitsmenn á veg- um Evrópusambandsins gagnrýna hversu lengi tók að opna kjörstaði í forseta- og þingkosningunum á Ha- ítí í fyrradag. Johan Van Hecke, full- trúi hópsins sem í voru á sjöunda tug manna, segir Haítíbúa eiga betra skilið. Fjórir létust í gær og nokkrir slös- uðust þegar æstur múgur æddi að kjörstöðum sem sumir hverjir voru enn lokaðir fjórum tímum eftir að þeir áttu að opna. Van Hecke telur að allt hefði átt að vera reiðubúið kvöldið fyrir kosningarnar. Hið góða sé þó að tiltölulega lítið hafi verið um ofbeldisverk. Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja kosningarnar að öðru leyti hafa farið vel fram en ekki er búist við að úrslit þeirra liggi fyrir fyrr en á morgun. Sí 1)1 sn DAGAE ÚTSÖLTJ hjá~Qý€rufhhildi Opið virka daga frá kl. 10*18 Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Laugardaga frá kl. 10-16

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.