blaðið - 09.02.2006, Side 22

blaðið - 09.02.2006, Side 22
22 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 blaðið Trúi á einstaklinginn BlaÖiÖ/SteinarHugi Sigríður Rut Júlíusdóttir lög- maður er einungis þrítug en er þegar kölluð stjörnulögfræðingur. Hún hefur tekið að sér erfið og umdeild mál eins og til dæmis mál Jóns Ólafssonar gegn Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni og mál Bubba Morthens gegn Hér og nú. Sigríður Rut lætur sér fátt um finnast þegar talið berst að titl- inum „stjörnulögfræðingur“. „Ég veit ekki hvaðan þetta orð kemur og mér finnst það misskemmilegt. Ég hef bara verið að sinna starfi mínu,“ segir hún. „Stundum vinn ég mál og stundum tapa ég málum en meðan ég veit að ég hef gert mitt besta þá reynir maður að vera sáttur.“ Manneskja með keppnisskap, eins og ég geri ráð fyrir að þú hafir, hlýtur að verða nokkuð súr þegar hún tapar máli? „Já, já, það er aldrei auðvelt að tapa, og því er kannski auðvelt að vera súr þegar maður tapar. Það gerist stundum Ertu metnaðargjörn? „Já, ég held að ég hafi alltaf verið það. En er þetta ekki líka spurning um að setja sér markmið, ákveða hvert maður vill fara og stefna þangað. Þetta hef ég gert. En hluti afþessu eru örlög eða jafnvel heppni, það að vera rétta manneskjan á réttum stað á réttum tíma.“ Þú trúir á örlög? „Við höfum auðvitað fulla stjórn á tilverunni en það sem við köllum kringumstæður færa okkur líka tækifæri. Já, að vissu marki trúi ég á örlögin “ Fjölmiðlar og einkalíf Nú ertu með þekkta skjólstœðinga á þínum vegum, Bubba Morthens og Jón Ólafsson sem eru kannski ekki auðveldustu menn í heimi. Hvernig er að vinnafyrir þá? „Það er ekkert öðruvísi að eiga við þá en hverja aðra. Þeir eru báðir mjög skemmtilegir menn. Það er ákaflega gaman að vinna með þeim, þeir hafa öðruvisi sjónarhorn á lífið.“ Þú sœkir mál Bubba Morthens gegn Hér og nú. Sumir segja að frœgafólkið verði að sœtta sig við umfjöllun vegna þess að það er op- inberar persónur. „Ég er mikill talsmaður tjáningar- frelsis. En tjáningarfrelsinu fylgir ábyrgð og það tekur mið af friðhelgi einkalífsins. Fólk verður að virða bæði þessi jafnréttháu réttindi. Það er ekki auðvelt að segja hvar mörkin liggja en það er alltaf hægt að draga þau. Hvert mál þarf að skoða fyrir sig. Ef manneskja vill fara í viðtal um einkalíf sitt þá gerir hún það. Einka- líf manneskju sem vill ekki hafa einkalíf sitt í blöðunum á almennt ekki erindi til almennings nema í mjög takmörkuðum tilvikum." Finnst þér rétt að sekta fjöl- miðla og láta þá greiða háar miskabætur fyrir að brjóta gegn friðhelgi einstaklings? „Það skiptir engu máli fyrir fjár- sterkt risafyrirtæki að borga ein- hverja smáaura fyrir að brjóta gegn friðhelgi annarrar manneskju. Það felast engin varnaðaráhrif fyrir fjár- sterkt fyrirtæki í svo lágri sekt og ekkert sem kæmi í veg fyrir að sami aðili bryti aftur á sama hátt gegn friðhelgi einkalífs. Um leið væru dómstólar og þjóðfélagið að viður- kenna að það megi græða á því að brjóta á réttindum annarra. Fjölmið- illinn mun halda áfram slíkri frétta- mennsku enda kæmist hann upp með það. Hann gæti jafnvel sett inn í fjárhagsáætlun sína lið þar sem gert væri ráð fyrir slíkum miskabótum. Sá liður yrði ekki sérstaklega dýr ef bæturnar væru lágar. Til að sporna við þessu þyrftu bæturnar að vera það háar að fjölmiðillinn spyrði sig spurninga sem fjölmiðlar eiga að spyrja: Á fréttin erindi til almenn- ings eða erum við að brjóta gegn friðhelgi einkalífs með frétt sem á ekki erindi til almennings? Ef svarið er nei og fréttin á ekki erindi til al- mennings, þá hikar fjölmiðillinn hugsanlega við að henda einkalífs- fréttinni á flenniforsíðu og setja við hana brostin hjörtu ef hann veit að slíkri fréttamennsku fylgi fjárhags- legar afleiðingar og enginn fjárhags- legur ávinningur.“ Að neyða gildum upp á aðra Hvaðfinnstþérum myndbirtingar í fjölmiðlum af mönnum sem ein- hver úti í bœ sakar um svívirðilegt athœfi? „Það þarf að stíga afar varlega til jarðar hvað varðar umfjöllun og myndbirtingar af mönnum sem eru sakaðir um glæp en hafa ekki verið ákærðir. Við höfum stjórnarskrár- ákvæði sem segir að hver maður sé saklaus þar til sekt hans sé sönnuð fyrir dómi. Það að búa til flennifyr- irsögn og myndbirta og nafngreina mann í rannsókn sem er rétt á frum- stigum getur verið mannorðsmorð." Erum við nógu meðvituð um þá grundvallarreglu að maður sé sak- lausþar til sekt hans sé sönnuð? „Fátt er skelfilegra en að vera sak- laus sakfelldur fyrir dómstóli. Það er

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.