blaðið - 09.02.2006, Page 38

blaðið - 09.02.2006, Page 38
381 FÓLK FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 biaðið SMÁ borgarinn ÚTLITIÐ BJART HJÁ TOTTENHAM Smáborgarinn hefur verið nokkuð ánægð- ur i vetur enda er liðið hans, Tottenham Hotspur, að gera fína hluti í ensku úrvals- deildinni. Liðið er um þessar mundir í fjórða saeti, fjórum stigum á undan erki- fjendunum í Arsenal sem þó eiga leik til góða. Efstu fjögur sætin í deildinni gefa þátttökurétt í Evrópukeppni meistara- liða og myndi það gleðja Smáborgarann og aðra Spursara ákaflega að komast í þá miklu keppni eftir fremur magurt gengi undanfarin ár. Ekki myndi það minnka ánægjuna ef Evrópusætið kæmi á kostnað áður- nefndra erkifjenda. Gengi Arsenal hefur verið skrykkjótt íveturog virðast Gúnarar sakna síns gamla fyrirliða, Patrick Vieira, ákaflega. Þá hefur Sol Campbell, sem Spursarar þekkja ekki undir öðru nafni en „Júdas", verið langt frá sinu besta eins og raun fleiri leikmenn liðsins. Tottenham varð síðast enskur meistari árið 1961 og er eyðimerkurgangan þvi orðin 45 ár. Hið litla hjarta Smáborgarans hefur ekki alltaf tekið mótlætinu vel og oft hefur Smáborgarinn verið nálægt því að gefa áhorf á enska boltann upp á bát- inn. Hann hefur þó sem betur fer aldrei svo mikiö sem ihugað að skipta um lið enda slær hjartað stolt, þó stigin hafi á tíðumveriðfá. Eftir að hollenski bangsinn Martin Jol tók við liðinu í vetrarbyrjun 2004 hafa hins vegar ferskir meginlandsstraumar blásið um liðið og þegar það leikur sem best er unun á að horfa. Bolabíturinn Edgar Davids, landi Jols, hefur auk þess komið með langþráða baráttu í liðið og er hinum fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum liðsins vafalaust dýrmætur kennari. Það var líklega síðast brjálæð- ingurinn Paul Gascoigne sem barðist af slíkri áfergju í hvítu treyjunni. Um borð í skútunni eru nú sex enskir landsliðsmenn og þá getum við auk þess státað af því að eiga einn íslenskan leikmann; hinn stór- skemmtilega Emil Hallfreðsson, þó að hann hafi reyndar ekki fengið að spila með aðalliðinu ennþá. Það eru bjartir tímar framundan hjá Tottenham og Smáborgarinn bindur vonir við að eyðimerkurgangan nái ekki hálfrar aldar afmæli. En í dag lætur hann sér nægja að hugsa til sunnudagsins. Þá heimsækir Tottenham botnliðið Sund- erland sem eru sýnd veiði en ekki gefin. Spurs-herinn þarf að hafa allar klær úti - þá og alltaf! HVAÐ FINNST ÞÉR? Árni Johnsen, fyrrverandi Alþingismaður Eru jarðgöng til Eyja úr sögunni? Nei, nei. Langt frá því. Þetta mat er byggt á forsendu sem er ein af mörgum mögu- legum. Þarna vantar líka ákveðnar grunnupplýsingar sem menn virðast ekki hafa vitað um. En nú skoðum við þetta bara. Þarna er valin dýrasta mögulega leið, sem búið var að slá út af borðinu fyrir löngu. Það er til dæmis reiknað með að heilbora aðra leiðina, sem lengir framkvæmdatímann um helming og fóðra göngin á eftir. Við höfum hins vegar bent á aðrar leiðir sem eru miklu hagkvæmari og við mun- um berjast fyrir þessu máli áfram. Þær forsendur sem við höfum gefið okkur, sem gera ráð fyrir kostnaði upp á 16 milljarða, eru enn í fullu gildi.“ Sérfræðingar á vegum Vegagerðarinnar hafa reiknað út að kostnaður við jarðgöng til Vestmannaeyja nemi um 70 milljörðum. Keira og Scarlett naktar á forsíðu Hollywood skvísurnar Keira Knightley og Scarlett Johansson sitja naktar fyrir á forsíðu á hinu árlega Hollywood-hefti tímaritsins Vanity Fair. Á myndinni með þeim er heppni hönnuðurinn Tom Ford, en hann er listrænn stjórnandi heftisins. Hann hljóp í skarðið fyrir leikkonuna Rachel McAdams, sem hætti við á síðustu stundu. Ljósmyndarinn Annie Leibovitz, sem tók myndirnar, sá um að eitt- hvað væri hulið og skilið eftir fyr- ir ímyndunaraflið. Leikkonurnar fögru, sem aldrei höfðu sést áður, voru samt stressaðar fyrir mynda- tökuna og flissuðu vandræðalega þegar þær fóru úr hvítu sloppunum sínum. Þegar myndtakan var búin, stúlkurnar komnar í föt og komið að kveðjustund sagði Knightley við Scarlett: „Gaman að hitta þig, kannski sjáumst við einhvern tíma aftur, naktar að sjálfsögðu.“ Johans- son skaut þá til baka: Mjög gaman að hitta þig sömuleiðis, á svona ná- in hátt. Tímaritið inniheldur einnig myndir af Angelinu Jolie í baði og George Clooney, fullklæddan, að leikstýra hópi af konum í húðlituð- um göllum. Carey er vöðvastœlt Poppdrottningin Mariah Carey er brjáluð út í tískugagnrýnendur í Holly wood sem segja hana of þunga til að klæðast efnislitlum klæðnaði. Hún segir fólk hafa angrað sig mikið vegna þess hvernig hún klæðir sig en hún er ánægð með útit sitt og lítur á að hún sé vöðvastælt, ekki feit. „Ég fylgist ekkert voðalega mikið með þyngd minni, ég þyngist og léttist sitt á hvað vegna þess að ég er mjög vöðvastæít, fólk gerir sér ekki grein fyrir því,“ sagði Carey aðspurð um málið. Hún segir þyngd sína vera í umræðunni vegna þess að hún er aðeins þykkari en aðrar poppstjörnur. Ég vil ekki vera algjör Glæsilegir rafhitaðir nuddpottar frá Californiu verð frá 370.000 Rúmgóðir og djúpir nuddpottar frá 13001. til 17001 Njóttu vetrarins í nuddpotti frá nuddpottar.is Hvað er betra en að liggja í heitum nuddpotti á köldu vetrarkvöldi, horfa á stjörnurnar Nei, nei.Taktu bara þinn tíma. Vélin fer ekki í loftið fyrr en eftir 3 mínútur. HEYRST HEFUR... Eins og fjöl- miðlaneyt- endur hafa ekki komist hjá því að taka eftir er enn eitt prófkjörið í aðsigi. Mik- ið ber á fram- bjóðendum, sem hafa eitt og annað til málanna að leggja, þó fæst sé það kannski hollt fyrir veski kjósenda. Hér á ís- landi hefur ekki tiðkast eins og sums staðar út í heimi, að fjölmiðlar lýsi yfir beinum stuðningi við einn frambjóð- anda í prófkjörum öðrum fremur. DV vék þó aðeins út af þeirri braut í gær, ekki með stuðningsyfirlýsingu, heldur með því að taka einn frambjóð- andann til bæna. Páll Baldvin Baldvinsson, ritstjóri, skrifar þar á leiðarasíðuna og skamm- ar Dag B. Eggertsson fyrir að hafa ekki sinnt fyrirspurnum Höfuðborgarsamtakanna um skipulagsmál. Menn hafa löngum vitað að Árni Johnsen hefði ofurmannlegt afl á mörgum sviðum, en þegar flett er upp á honum í simaskránni kemur i ljós að hér í Reykjavík er Árni Johnsen blaðamaður. í Vest- mannaeyjum er hann hins veg- ar alþingismaður... ef marka má símaskrána. Þetta minnir auðvitað aðeins á ofurmennið sjálft, sem brá sér einmitt inn í símklefa til þess að breytast úr aumum blaðamanni í ofur- mennið á nokkrum nanósek- úndum... Athygli vakti að Dags- brún und- ir stjórn Gunnars Smára Eg- ilssonar hefur fest kaup á Senu, sem áður hét Skífan, að því frátöldu þó að Róbert Melax heldur áfram í sjálfan verslunarreksturinn. Dagsbrún hefur hins vegar keypt til sín alla útgáfu, um- boð og því um líkt á myndefni, tónlist og tölvuleikjum. Nú velta menn því fyrir sér hvað verði um Skífubúðirnar, því Melax er engin búðarloka. Sag- an segir að Hagar (Baugur) muni kaupa þær áður en mjög langt um líður, en ekki mátti selja Senu alla saman vegna athugasemda Samkeppniseft- irlitsins... DŒskndu ekki alveg í því um d a g i n n hvað Morg- unblaðið fjallaði ná- kvæmlega á forsíðu blaðsins um hræringar á atvinnumark- aði í Austur-Asíu, en nokkrir starfsmenn Asíudeildar Ice- landic sögðu upp og réðu sig til fyrirtækisins Asia Seafood. Ástæðan kann að vera sú að fyrirtækið Athygli vakti at- hygli blaðsins á þessu, enda var einum viðskiptamanni þess, Ólafi Ólafssyni í SÍF, frekar skemmt yfir hremmingum Ice- landic. Nú munu hins vegar all- ir starfsmennirnir nema fjórir komnir aftur í faðm Icelandic, en ekkert bólar á ábendingu frá Athygli vegna þess...

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.