blaðið - 11.02.2006, Síða 26

blaðið - 11.02.2006, Síða 26
26 I VXÐTAL ■+ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaðiö BlaÓiÓ/Frikki Það þarf vart að kynna Selmu Björnsdóttir sérstaklega en þessi hæfileikaríka, myndarlega kona með fallegu brúnu augun er fyrir löngu orðin þjóðareign okkar íslendinga. Hvort það gerðist í ísrael árið 1999 þegar hún kom íslandi í 2. sætið í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva eða hvort hún hafi sungið, dansað og leikið sig inn í hjörtu okkar löngu áður skal ósagt látið en ljóst er að hún er eftirlæti margra. Það er nóg að gera hjá henni þessa dag- ana eins og endranær en auk þess að vera móðir leikur hún í Túskild- ingsóperunni, þjálfar Idolkepp- endur í sviðsframkomu og æfir hlutverk sitt í nýjum íslenskum barnasöngleik þar sem hún fær að leika vondu konuna. Selma gaf sér tima til að hitta Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsdóttur til að spjalla um móðurhlutverkið, ímyndir og Silvíu Nótt. „Þessa dagana er ég að æfa nýjan ís- lenskan barnasöngleik eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og Kristlaugu Maríu Sigurðardóttir sem heitir Hafið bláa og verður frumsýndur í lok febrúar. Það er ofboðslega mikil tónlist í verkinu og knappar senur. Verkið fjallar um lítinn fisk sem heitir Klettur og þarf að synda aleinn um hafið í leit að ákveðinni hetju til að bjarga mömmu sinni sem er föst í neti ásamt fleirum. Hann kynnist stelpu sem heitir Lukka en þau eru bæði karfar. Það erii ýmsar hættur sem leynast í hafinu og þar er meðal annars skatan Harpý sem ég leik en hún er ofboðslega vond. Hún étur allt sem að kjafti kemur en það besta sem hún fær eru kornungir karfar. Þau lenda því í ýmsum lífsháska í leit sinni að Skugga. Búningarnir í verkinu eru magnaðir og ég hef sjaldan séð svona sjónarspil. Það er líka svo margt fallegt í hafinu sem er sjónrænt og það hefur greinilega kveikt í ótæmandi hugmyndabanka Maríu Ólafs sem er með búningana. Arna Valsdóttir gerir leikmyndina og hún nýtir sér birtu á spegla og steina til að búa til vatn. Það kemur ótrúlega vel út og það er eins og við séum ofan í hafinu á sviðinu.“ Móðurhlutverkið er krefjandi og skemmtilegt Þú ert nýgengin í hnapphelduna með Rúnari Frey Gíslasyni. Hvernig er að vera gift? „Þetta er mjög skemmtilegt. Við höfum verið saman í sjö og hálft ár og fannst kominn tími á að giftast. Þetta er búið að standa til lengi en við höfðum aldrei tíma. Þetta var yndislegur dagur með okkar bestu vinum og kunningjum. Ég vaknaði dálítið önnur næsta dag. Mér fannst ég hafa þroskast, svona eins og ég hafi hoppað upp um eitt þroskastig og það var dálítið merkilegt." Nú áttu þriggja ára gamlan son auk þess að vera (annasömu starfi. Hvernig er móðurhlutverkið? „Það er krefjandi og skemmtilegt. Ég er alltaf að læra meira og meira. Þetta er í raun meira krefjandi en ég hélt að það yrði en líka ótrúlega gef- andi. Ég hef alltaf verið mikil barna- kona og hef haft gaman af börnum vina minna og systra. En það er allt öðruvísi þegar maður er sjálfur kom- inn með einstakling sem maður ber fulla ábyrgð á og sá einstaklingur þarfnast þin fullkomlega. Nú erum við bæði í annasömum störfum og þetta getur stundum verið strembið. Tildæmisvorumviðbæðiísömusýn- ingu, Halldór Kiljan Laxness í Holly- wood, síðasta haust og það var erfitt. En við erum með mjög góða barn- apíu sem passar og svo eru mömmur okkar einstaklega hjálpsamar. Þetta reddast alveg en stundum er þetta heilmikið púsluspil. Það er gríðar- legt álag að vera útivinnandi og með börn svo ég tali nú ekki um þessa klisju að þú verðir að vera í formi, hafa ákveðið útlit og eiga þetta og hitt. Ég held að ef maður ætli að reyna að eltast við allt þetta þá kemur það niður á einhverju. Við þurfum bara að fara varlega, hugsa um okkur og hugsa um hvað skiptir máli.“ Er öðruvísi að leika í barnaleikritum eftir aðþú hefur sjálfeignast barn? „Ég upplifi þetta öðruvísi því ég upplifi þetta í gegnum hann. Hann er ofboðslega hrifinn af leikritinu Ávaxtakörfunni og það er gaman H !

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.