blaðið - 11.02.2006, Page 54

blaðið - 11.02.2006, Page 54
541 FÓLK LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaöiö GLANSMYND STJÓRNMÁLAMANNA Smáborgarinn er orðinn ótrúlega leiður á prófkjörum. Endalaust þarf hann að hlusta á fleira og fleira fólk lofa að bjarga borginni, sveitarfélaginu, landinu og jafnvel heiminum með alveg snilldarlegri nýrri hugsun. Hvaða hugsun er það? Jú, allt þetta fólk, sem margt hvert hefur setið árum saman að kjötkötlunum, er sko alveg með það á hreinu að með þvi að setja fólkið í fyrirrúmi þá muni ekki það ekki vera í nokkrum vandræðum með að stýra heiminum í eilífðarhamingjuna. Hvílíkur frumleiki! Hvílík snilld. Það væri auðvitað óskandi að fólk hefði kosningaslagorðin sín að boðorðum í stjórnsýslunni þegar það nær kosningu en það er líklega til of mikils mælst. Hvf skyldu stjórnmálamenn líka þurfa að muna nokkuð þegar kjósendur gleyma hverjum skandalnum á fætur öðrum á þremur sekúndum sléttum? Þegar Smáborgarinn var að alast upp þá var það nú talinn hinn mesti dónaskapur að mæra sjálfan sig Ifkt og hver frambjóðandinn á fætur öðrum gerir nú gargandi upp f ginið á hver öðrum og hafa gert í framboði flokkana síðustu mánuði. Mikið er Smáborgarinn orðinn þreyttur á að heyra af framtíðarsýn einstakra manna fyrir borgina sem speglast í glansandi hvftu brosinu á kosningamyndum frambjóðenda. Þar birtast þeir eins og glansmynd af sjálfum sér háleilagir með háleit markmið. Hvar var þetta sama lið þegar bæjarstjórnir voru að úthluta ættingjum og vinum lóðum, já eða jafnvel sínum eigin verktakafyrirtækjum? Hvar var þá framtíðarsýnin á framtíðina? Fjölskylduna? æskuna? Smáborgarinn er kominn á þá skoðun að ægimargir stjórnmálamenn hugsi lítfð um hefldarhag nema í hjáverkum. Þeirra helsta hugmyndafræði virðist snúast um að uppfylla eigin æskudrauma. Fólkið sem það vill setja í fyrirrúm er þeirra eigin fjölskylda og framtíðin snýst um að viðhalda völdum. Smáborgarinn sér bara ekki hvað er svona nýtt við það. Þetta virðist allt saman vera sama gamla tóbakið. Hingað til hefur það nú lítið gert fyrir heiminn. HVAÐ FINNST ÞÉR? Kristján L. Möller, alþingismaður Er bara rausað á Alþingi? „Nei, alls ekki. En við höfum kannski séð það í gær að ráðherrar geti stundum verið vanstilltir. Þegar þeim leiðist í vinnunni finnst þeim þingmenn stundum vera að rausa. Yfirleitt fer þarna fram málefnaleg og góð umræða og hún var það í þessu tilviki þar sem við ræddum um byggðamálin. Það voru líklega ekki nógu margir sem hældu ráðherranum í umræðunni og þess vegna hafi hún verið svona vanstillt. En ég óska Valgerðar bara góðrar helgar.“ Valgerður Sverrisdóttir sagöi f kjölfar umræðu um byggðamál I þinginu að hún hefði orðiö fyrir gríð- arlegum vonbrigðum með málflutning þingmanna, þar á meðal Kristjáns. Hún sagði þingmennina hafa rausað í átta klukkustundir. Pamela í Baywatch mynd Sllíkonbomban Pamela Anderson mun leika lítið hlutverk í nýrri kvikmynd byggðri sjónvarpsþáttunum margrómuðu Baywatch, eða Strandverðir, sem sýndir voru á Rúv fyrir nokkrum árum. David Hasselhoff, Mitch sjálfur, vinnur að myndinni ásamt íslandsvininum Eli Roth, sem er einn af framleiðundum myndarinnar og hefur verið orðaður við leikstjórn. Pamela er ein þeim fyrstu leikurum þáttarins sem samþykkir að koma fram í myndinni en bomburnar Carmen Electra, Erika Eleniak, Yasmin Bleeth og Traci Bingham eiga eftir að samþykkja. Eli Roth sagði líklegt að flestar konurnar sem léku í þáttunum komi fram í litlum hlutverkum en aðalhlut- verkum verða í höndum nýrra skvísa. Nick með vinkonu Jessicu Aðeins viku eftir að fréttir bárust hugsanlegri endurlífgun Sambands Jess- icu Simpson og Nick Lachey fóru sögusagnir af stað um samband Nicks við Cacee Cobb, sem er í senn besti vinur og aðstoðarkona Jessicu. Tímaritið Life & Style hefur eftir vitnum sem sá Nick og Cacee sam- an á skemmtistað að þau hafi ekki fengið nóg af hvort öðru. „Nick var hélt utan um hana og var að kyssti hana á fullu, hún hélt líka utan um hann,“ sagði dauðskelkað vitni. „Við trúðum ekki eigin augum, við biðum bara eftir að þau rifu fötin af hvort öðru.“ Talsmaður Nicks neitaði öllum sögusögnum. „Nick og Cacee eru bara vinir,“ sagði hann bálreiður West will vera persóna í Biblíunni Rapparinn sjálfumglaði Kanye West hefur stungið upp á að ný útgáfa verði skrifuð af Biblíunni vegna þess að honum finnst að hann ætti að vera persóna í henni. West vann þrjú Grammy verðlaun á hátíðinni á Þriðju- dag og var það ekki til að minka „egóið.“ „Ég tala um sagnfræðileg málefni í textum mínum sem fá börn til að vilja læra um þau,“ sagði West, kampakátur. „Ég er hvatning. Ég hef breytt tón- list heimsins oftar en einu sinni, þess vegna ætti ég að vera í Biblíunni. Ég er pottþétt kominn í Mánudaginn 13. febrúar [J fl 1: Viðtöl • Sushi • Trafflur og margt fleira blaðió Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • eUi@bladid.net Bjami Danielsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net by Jim Unger 4-25 O Jim Unger/dlst. by Unlted Medla, 2001 Ég þoli ekki uppþvott. HEYRST HEFUR... Tíðindi frá Mannanafna- nefnd vekja jafnan kátínu enda er þar skemmtilega geggj- að fyrirbrigði á ferðinni. I gær var sagt frá nýjasta úrskurði nefndarinnar og enn eru henni mislagðar hendur. Hvernig í ósköpunum getur nefndin hafnað karlmannsnafninu Hnikarr? Það nötrar af þjóðleg- heitum og er eitt nafna Óðins ef rétt er munað. Nefndin sam- þykkir aftur á móti Bill (flott) og Daley (svalt). Tóki er nú við- urkennt nafn, hljómfagurt og sérstakt, og kvenmannsnafnið Naranja fær einnig blessun þessarar bráðskemmtilegu nefndar. Naranja hefur yfir sér framandi og ljúfan blæ en þess má geta að orðið þýðir „appels- ína” á spænsku. Loksins, loksins er komið að því! Prófkjör Samfylk- ingarinnar í Reykja- vík fer fram um helgina og verða víst ýmsir því fegnir, einkum þessi fáeinu hundruð borgarbúa sem ekki hafa hugsað sér að taka þátt í því og eru ekki í framboði að þessu sinni. Spennan hefur far- ið vaxandi með degi hverjum og hefur titringurinn m.a.s. komið fram á skjálftamælum í því mikla metrópólis, Kópa- vogi. Stuðningsmenn Steinunn- ar Valdísar Óskarsdóttur borg- arstjóra leggja nú áherslu á að ekkert dugi nema fyrsta sætið vilji vinstri menn áfram njóta krafta hennar í borginni. Bj a r t- s ý n i um gott gengi í prókjörinu hefur farið v a x a n <f i í röðum stuðningíl- m a n n a Bjarkar Vilhelmsdóttur síð- ustu dagana en hún sækist eft- ir 3. til 4. sæti á listanum. Hún ein frambjóðenda er ekki félagi í Samfylkingunni og fer fram sem fulltrúi óháðra. Stuðnings- menn segja að þessi sérstaða Bjarkar mælist vel fyrir og að margir kunni að meta stað- festu hennar að segja skilið við Vinstri-græna eftir andlát R-list- ans. Degi B. Eggerts- syni gekk vel þegar hann var óháður en hann hefur núgerstháð- ur, þ.e.a.s. Samfylk- ingunni, og stefnir enn hærra. Nú er að sjá hvort öfugur hringur við Dag kemur Björk Vilhelmsdóttur til góða. Stuðningsmenn binda vonir við öfluga grasrótarvinnu og staðfastan hóp raunverulegra vinstri manna.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.