blaðið

Ulloq

blaðið - 17.02.2006, Qupperneq 18

blaðið - 17.02.2006, Qupperneq 18
18 I GÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 blaðið í ósanngjarnri samkeppni við ríkið Kristín Jóhannsdóttir opnaði nýverið einangrunarstöð og er því í samkeppni við einangrunarstöðina í Hrísey. Þegar flutt er búferlum til annars lands þá fá dýrin oftast að fylgja með, þrátt fyrir að það geti verið kostnaðasamt og flókið. Kristín Jó- hannsdóttir opnaði nýverið einangrunarstöð í Reykjanesbæ þar sem að- staðan er mjög góð enda var húsið sérstaklega byggt undir starfsemina. Á Einangrunarstöðinni er pláss fyrir rúmlega þrjátíu dýr, 25 hunda og 9 ketti. Kristín tók fyrstu dýrin inn 1. desember í fyrra en hún vinnur á stöðinni ásamt tveimur öðrum starfsmönnum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það er alltaf eitthvað um að fólk sé að flytja með sér dýr inn til landsins en helst er þetta fólk sem er að flytja heim með dýr. Það er ósköp eðlilegt að fólk vilji að dýrin fylgi með þegar flutt er heim enda eru dýrin oft á besta aldri og eiga mikið eftir.“ Öll dýr fara í gegnum strangan feril áður en þau koma til landsins auk þess sem þau eru í einangrun í mánuð. Kristín segir að aðstaðan í Einangr- unarstöðinni sé mjög fín enda sé allt splunkunýtt. „Dýrin eru hvert í sínu búri og við erum með inni- og útibúr. Þau eru alltaf i búrunum því þau eru vitanlega í einangrun hvort frá öðru líka. Hvert dýr hefur sitt búr og úti- og innibúrin er samtengd. Við tökum alls kyns próf á þeim hér og núna erum við til dæmis að prófa fyrir hestainflúensu sem gekk í Bandaríkjunum og smitaðist yfir í hunda líka. Svo þarf að fylgjast með og hafa eftirlit með dýrunum, hvort þau eru smitberar eða ekki.“ „Það er eins með dýrin og mannfólkið, þau eru eins misjöfn og þau eru mörg." Margt ábótavant í Hrísey Auk Einangrunarstöðvar Kristínar er einangrunarstöð í Hrísey sem er í eigu ríkisins en Kristín segist ekki vera sátt við að vera í samkeppni við ríkið. „Ríkið á einangrunarstöð í Hrísey en hún er rekin af öðrum. Reyndar er stöðin í Hrísey ekki sam- keppnishæf miðað við mína þar sem hún er rekin á undanþágu. Helst leiðist mér að vera í samkeppni við einhvern sem fær undanþágu þegar miklar kröfur eru gerðar til mín. Ég byggði mína stöð alfarið í samstarfi við dýralæknisembættið og fer eftir þeirra reglugerðum. Ég veit því að það er margt ábótavant í Hrísey sem þyrfti að lagfæra en hefur ekki verið gert. Hún fær bara undanþágu til reksturs á meðan ég er með fullnægj- andi stöð. Mér finnst þetta skrýtið og ósanngjarnt," segir Kristín og við- urkennir að það var töluvert meira mál að byggja þessa stöð heldur en hún bjóst við í fyrstu. „Ég hefði ekki farið út í þetta ef ég hefði vitað hve mikið þetta kostaði mig en aftur á móti er svo gefandi að gera það sem maður hefur gaman af þannig að ég sé ekki eftir þessu. Allt sem viðkemur dýraríkinu Ég hef óskaplega gaman af dýrum og skepnuhaldi yfir höfuð. Dýr og allt sem viðkemur dýrarikinu er líf mitt og yndi. Þetta er eitthvað sem ég fæddist með og ekki hefur það batnað eftir því sem ég eldist. Með því að stofna Einangrunarstöðina fann ég kjörið tækifæri til að skapa mér atvinnu við það sem mér finnst gaman að gera. Ég sé alls ekki eftir því, þetta er ofboðslega gaman,“ segir Kristín með tilfinningu og bætir við að það sé allt skemmtilegt við þetta starf. „Um leið og ég loka á eftir mér hurðinni og er kominn inn í stöð þá er þetta svo gaman. Mér finnst til dæmis gaman að spá í atferli hvers dýrs. Það er eins með dýrin og mannfólkið, þau eru eins misjöfn og þau eru mörg.“ svanhvit@bladid. net Fiskadagar í Dýraríkinu DÝRARÍKIO Grensásvegi s: 5686668 - Skútuvogi 16 s: 5680020 Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is Hjartasjúkdómar eru algengari hjá sumum hundategundum Rétt eins og mannfólkið fá hundar og önnur dýr alls kyns sjúkdóma. Sjúkdómarnir eru misalvarlegir en til dæmis fá hundar hjartaáföll. Það er án efa mikið áfall þegar hundurinn í fjöl- skyldunni veikist þar sem hann er jafnan besti vinur mannsins, í orðsins fyllstu merkingu. Helga Finnsdóttir, dýralæknir, fræddi blaðamann Blaðsins um sjúk- dóma hunda. Ákveðnir sjúkdómar eru algengari í sumum hundategundum en öðrum. .Þegar svo er má álíta að um sé að ræða arfgengan sjúkdóm. Til dæmis er vitað að það eru þekktir hjaxta- sjúkdómar í smáhundum en það er ekkert síður í stærri hundum. Hjarta- sjúkdómareruþekktiríöllumhunda- tegundum en algengari hjá sumum en öðrum.“ Helga segir að samt sem áður eru aldrei framkvæmdar hjarta- aðgerðir á hundum hér enda eru það mjög flóknar aðgerðir. „í sumum tilfellum er hjartasjúkdómur áunn- inn og getur líka verið öldrunarsjúk- dómur enda verður hjartað veikara með aldrinum. Þá er reynt að auka á vellíðan hundsins með lyfjum sem henta hverju tilfelli fyrir sig,“ segir Helga og bætir við að hundar sem eru með meðfædda sjúkdóma sem eru arfgengir geta lifað ein- kennalausir í ákveðinn tíma en þegar ein- íí kennin konia í ljósþáeruþau meðhöndluð. svanhvit@ bladid.net Þaö er án efa mikið áfall þegar hundurinn í fjölskyldunni veikist þar sem hann er jafnan besti vinur mannsins, í orðsins fyllstu merkingu. 30% - 50% AFSLÁTTUR Af öllum gæludýravörum. NUTRO — CHOICE KATTAFÓÐUR í HÆSTA GÆÐAFLOKKI 50% AFSLÁTTUR. TOKYO Igæludýravörur Hjallahraun 4 Hafnarfirði s.565-8444 Opið mán-fös. 10-18 Lau. 10-16 Sun 12-16

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.