blaðið - 17.02.2006, Qupperneq 24
24 I MEWWIWG
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 blaöift
. Guðbergi hrósað í Pýskalandi
Fyrra bindi skáldævisögu Guð-
bergs Bergssonar, Faðir og móðir
og dulmagn bernskunnar, kom
nýverið út hjá
Steidl útgáfunni
í Þýskalandi en
þetta er fjórða
bók Guðbergs sem
Steidl gefur út
■** eftir hann.
Bókin hefur
hlotið afar góðar
móttökurogfengiðlofsam-
lega dóma í fjölmiðlum í Þýskalandi
og Sviss. Á útvarpsstöðinni Deutc-
hlandsradio sagði Katharina Döbler
gagnrýnandi að Guðbergur miðli
frekar hughrifum en frásögnum
í bernskulýsingum sínum og um-
fjöllun um foreldra sína og aðrar per-
sónur úr bernsku sinni. „Allt þetta
fólk lifnar skamma stund í stuttum
lýsingum, í tali sínu og tilburðum
- en það fær aldrei hið endanlega
yfirbragð skáldaðra sögupersóna ...
Töfrarnir sem stafa frá þessari bók
eru nátengdir fólki en líka hlutum:
í heimi íslensks fiskiþorps á fjórða
áratug síðustu aldar voru ekki til
margir hlutir. Ný kolaeldavél á heim-
ilinu markaði tímamót, trélistar úr
smíðaafgöngum voru einstakt og
makalaust leikfang og vöktu öfund.
Þessir listar verða Guðbergi t.d. til-
efni heillar kenningar um listir, út
frá þeim skilgreinir hann goggunar-
röð barnanna innbyrðis af hnitmið-
aðri díalektík.“
Wolfang Miiller segir í Die Tage-
zeitung: „Tónar GB eru tærir, gegn-
sæir, og töfrandi fegurð þeirra
suðar í höfði manns. Og þá minnir
bragðið á frostrósir sem eru skafnar
af rúðunum með skeið og mynda
ljúffenga ísblómasúpu. Eða á brúna
sósu, búna til úr uxa sem nýjasta
tækni hefur pressað saman í súpu-
tening og kallast „Kraft“.“
í einu stærsta dagblaði Sviss, Neue
Ziircher Zeitung, skrifar Andreas
Breitenstein: „Skáldævisaga GB
er full af kröftugum myndum og
sterkum sögum sem fjalla um arf-
teknar andstæður tilverunnar: Um
tímann og eilífðina, líf og dauða,
menningu og náttúru, konuna og
karlmanninn, fegurð og ljótleika,
von og örvæntingu. Ljóðrænn texti
þessara mynda meitlast í huga
lesandans. Hvort heldur um er að
ræða víðáttur sálarinnar eða náttúr-
una - athuganir GB einkennast af
hárfínni nákvæmni og óendanlegri
dýpt. Tungutak hans er tilgerðar-
laust og vekur engu að síður ljóm-
ann í leyndardómi hlutanna.“
Aukasýningar á
' Forðist okkur
Hin umtalaða leiksýning Forð-
ist okkur eftir Hugleik Dagsson
verður tekin til sýningar að nýju á
Litla sviði Borgarleikhússins í mars.
Sýningin fékk afar góðar viðtökur í
haust jafnt hjá gagnrýnendum sem
og almenningi og komust færri að
en vildu. Forðist okkur er samstarfs-
verkefni CommonNonsense og
Nemendaleikhússins.
Leikstjórar eru Stefán Jónsson og
*•« Ólöf Ingólfsdóttir. Leikarar í sýning-
unni eru: Aðalheiður Halldórsdóttir,
Birgitta Birgisdóttir, Dóra Jóhanns-
dóttir, Halldóra Malín Pétursdóttir,
Jörundur Ragnarsson, Magnea Björk
Valdimarsdóttir, Stefán Hallur Stef-
ánsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson,
Víðir Guðmundsson og Valur Freyr
Einarsson.
Aðeins er unnt að sýna ío sýn-
ingar. Miðasala er hafin hjá miða-
sölu Borgarleikhússins.
Esther ír
sýnir í
Aurum
Esther ír Steinarsdóttir sýnir í
Aurum Bankastræti ljósmyndina
Ásta sem er hluti af myndaröð-
inni Vinir, þar sem hún sýnir vini
sína við uppháhalds iðju sína og í
sínum uppáhalds lit.
Esther ír útskrifaðist vorið 2005
frá Listaháskóla íslands sem vöru-
hönnuður og hefur starfað síðan
sem ljósmyndari hjá Blaðinu.
Sýningin stendur yfir til 3. mars.
Opið mán. - fös. klukkan 10 -
18.00 og lau. klukkan 11 -16.00
Gestur - síðasta máltfðin er gamansöm „hinsegin" óperetta sem sýnd er í Iðnó.
Ástarsaga með
djúpum karlaröddum
Tvær sýningar eru eftir á
söngfarsanum Gestur - síðasta
máltíðin, sem er íslensk „hin-
segin“ óperetta. Verkið er sýnt í
Iðnó og síðustu sýningar verða
næstkomandi sunnudagskvöld og
miðvikudagskvöldið 22. febrúar
klukkan 20.
1 verkinu segir frá Lauga og Óli-
ver sem eru samkynhneigð hjón í
Grafarholtinu og nokkuð ánægðir
þar til gesturinn Gestur setur líf
þeirra úr skorðum. „Það eru tólf
ár síðan við Gautur Gunnlaugsson
fórum að leggja drög að þessu verki,“
segir annar höfundurinn Gunnar
Kristmannsson. „Við vorum í Tón-
listarskólanum á þeim tíma og
byrjuðum á því að semja eina aríu.
Við erum báðir baritónar og okkur
fannst ágætt að notast eingöngu við
barítóna í verkinu. Við sáum fyrir
okkur að einhver ástarþríhyrningur
yrði að vera og þegar maður hugsar
um það þá er besti ástarþríhyrning-
urinn sem hægt er að hugsa sér í
einu verki sá þar sem allir geta orðið
hrifnir af öllum.“
Tónlist þeirra félaga spannar fjöl-
margar stílgerðir vestrænnar tón-
listar. „Söngvarnir eru í stíl Mozart
og Rossini, einnig er farið aftur í bar-
okkið og við leitum einnig í smiðju
Verdis,“ segir Gunnar. Auk þess að
semja verkið, tónlistina og textann
fara Gunnar og Gauti með hlutverk í
óperettunni ásamt Hrólfi Sæmunds-
syni sem leikur Gest. Leikstjóri
er Þröstur Guðbjartsson og Raúl
Jiménez leikur á píanó.
109 SU DOKU talnaþrautir
Lausn síðustu gátu
4 3 6 9 8 2 7 1 5
1 7 9 5 6 3 4 2 8
5 8 2 1 4 7 3 6 9
2 5 3 4 7 9 6 8 1
6 9 4 8 5 1 2 3 7
7 1 8 3 2 6 5 9 4
9 4 1 6 3 5 8 7 2
8 6 7 2 9 4 1 5 3
3 2 5 7 1 8 9 4 6
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
i hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
9 8 4 3 2
5 3
1 5 7
6 3 8
5 9 2
5 1 8
7 6 3
4 9
2 9 3 7 6
Tilboð McDonald’s
Salat + SpriteZero + Skrefamælir