blaðið - 23.02.2006, Qupperneq 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 bia6ÍA
blaökkk;
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími; 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
51Q 3799
netfang: frettir@bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Misvísandi nióurstööur um afstöðu
landsmanna til frekari stóriðju
Tvær nýlegar kannanir Gallup, ann-
arsvegar fyrir Samtök atvinnulífsins
(SA) og hinsvegar fyrir viiistrihreyf-
inguna Grænt framboð (VG) gefa
nokkuð ólíka sýn á afstöðu almenn-
ings til áframhaldandi uppbyggingar
stóriðju hér á landi. Sem dæmi eru
tæp 52% landsmanna „andvíg þvi
að ráðist verði í nýjar virkjanafram-
kvæmdir vegna álframleiðslu á næstu
fimm árum“ samkvæmt könnun VG,
sem kynnt var í vikunni. Könnun
SA, sem gerð var í nóvember síðast-
liðnum, bendir hinsvegar til þess að
aðeins 37% landsmanna séu „andvíg
frekari uppbyggingu áliðnaðar hér á
landi“.
Ennfremur sýnir könnun VG að
tæplega 63% landsmanna séu „and-
víg því að stjórnvöld beiti sér fyrir
því að byggð verði ný álver á íslandi
á næstu fimm árum“.
-
Notað til að styðja vissan málstað
I könnununum tveimur er augljós-
lega ekki verið að spyrja um nákvæm-
lega sama hlutinn en þeir eru óneitan-
lega mjög tengdir. Ennfremur hafa
báðir aðilar notað niðurstöður til að
styðja málstað sinn í hinu umdeilda
stóriðjumáli.
Þannig er því slegið upp í fyrirsögn
fréttar á heimasíðu SA frá 27. janúar
síðastliðnum að mikill meirihluti sé
með frekari virkjunum hér á landi
og í fréttinni segir ennfremur að
meirihluti landsmanna sé jákvæður
í garð áliðnaðar. Fyrirsögn fréttatil-
kynningar VG frá því fyrr í vikunni
var hinsvegar „afgerandi meirihluti
þjóðarinnar andvígur stóriðjustefnu
ríkisstjórnarinnar".
Stjórna ekki hvernig
niðurstöður eru kynntar
En hvað er hið rétta? Vilja íslendingar
fleiri álver og virkjanir eða er mikill
meirihluti þeirra á móti þeim? Eða
er hreinlega ekkert að marka niður-
stöður skoðanakannana?
„Þarna er verið að mæla svipaða
hluti, en alls ekki þá sömu“, segir
Þóra Ásgeirsdóttir hjá Gallup. „í ann-
arri könnuninni er einungis spurt
um næstu 5 ár en í hinni er spurt
almennt. Fýrri könnunin er gerð
í nóvember en seinni í febrúar og á
þessum tíma hefur tengd umræða
verið þónokkur. Þetta eru tvær sjálf-
stæðar kannanir og á þeim er þó-
nokkur áherslumunur", segir Þóra
ennfremur.
Einar Mar Þórðarson, verkefnis-
stjóri hjá Félagsvísindastofnun Hl
segir að ekkert sé að spurningum eða
vinnubrögðum Gallup.
„Það verður að hafa í huga að að-
eins er verið að mæla afstöðu fólks
til ákveðinna spurninga," segir Einar.
Hann segir ennfremur að eftir að
könnun hefur verið gerð geti rannsak-
endur ekkert skipt sér af því hvernig
sá sem hana kaupi kynni niðurstöð-
urnar, eða hvaða hlutar hennar eru
kynntir eða ekki.
„Viðskiptavinir vilja draga upp
sem fegursta mynd af sér. Það hefur
komið fyrir að við höfum sopið
hveljur þegar við sjáum hvernig lagt
er út frá niðurstöðum kannana, og ég
geri ráð fyrir að það sama hafi komið
fyrir hjá Gallup", segir Einar.
Ekki hægt að kaupa niðurstöður
I könnun SA er heildar niðurstaðan
sú að almenningur sé almennt frekar
fylgjandi uppbyggingu virkjana og
stóriðju hér á landi, meðan niður-
staða könnunar VG virðist sýna þver
öfuga niðurstöðu. En er hægt að
kaupa niðurstöðu kannana?
„Nei, það er ekki hægt,“ segir Þóra.
„Fyrirtæki sem kaupa könnun ráða
um hvað er spurt en við setjum að-
ferðafræðilegu viðmiðin og tryggjum
að spurningarnar séu aðferðafræði-
lega réttar. Ég ítreka hinsvegar að
ekki er verið að bera saman sömu
hlutina og að ekki var spurt á sama
tíma“, segir Þóra að lokum.
Halldór hitti
Blair í Down-
ingsstræti 10
Það fór vel á með þeim Halldóri
Ásgrímssyni, forsætisráðherra
og starfsbróður hans, Tony
Blair, í gær, en Halldór er
staddur í opinberri heimsókn
í Bretlandi. Þeir áttu fund í
Downingsstræti 10 þar sem
breski forsætisráðherrann býr
og starfar. íslenskur forsætisráð-
herra hefur ekki farið í opinbera
heimsókn til Bretlands frá árinu
1976 þegar Geir Hallgrímsson
heimsótti Harold WUson.
Er kvíðinn að fara með þig?
IZhena's Gypsy Tea
gæti komio að gagni
Rasberry Earl Grey
Sölustaðir
Bakarameistarinn, Bernhöfts-bakarí,
Breiðholtsbakarí, Fjarðarkaup, Gjafir
Jarðar, Hjá Jóa Fel, Kaffi Hljomalind,
Kaffi Berg, LaVida, Maður Lifandi,
Melabúðin, Ostabúðin, Yggdrasill,
Kaffi Rós á Akureyri.
Englatár - Listhúsinu - 551 8686
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. IS0 9001 gæðastaðli.
"ÍSLANDS MÁLNING
Sætúni 4/Sími 5171500
/ Útimálning
/ Viðarvörn
/ Lakkmálning
/ Þakmálning
/ Gólfmálning
/ Gluggamálning
/ Innimálning Gljástig 3,7,20
/ Verð frá kr. 298 pr.ltr.
^ Gæðamálningáfrábæruveröi
BlaÖiÖ/Steinar Hugi
Dansinn dunar
Um þessar mundir standa yfir æfingar (slenska dansflokksins á stóra sviði Borgarleikhússins, en á föstudag verða frumsýnd þar tvö
verk í samstarfi við evrópska danshöfunda, þau Didy Veldman og Rui Horta - en bæði hafa getið sér gott orð fyrir list sína.
(3 Helðskfrt 0 Léttskýjað Skýjað Alskýjað ✓ ^ Rjgning,Ijtilsháttar / Rigning 9 9 Súld 'I' Snjókoma y-ý Slydda
ijj Slydda Snjóél y~j
Amsterdam 02
Barcelona 12
Berlín 01
Chicago -02
Frankfurt 02
Hamborg 01
Helsinki -07
Kaupmannahöfn 02
London 04
Madrid 05
Mallorka 13
Montreal -05
NewYork 04
Orlando 17
Osló 07
París 04
Stokkhólmur -01
Þórshöfn 07
Vin 01
Algarve 13
Dublin 05
Glasgow 05
Breytilegt
0*2C
Breytilegt
w3°
Breytilegt
// /
///
///
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn Í02 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu fslands
6°
Breytilegt
V
Á morgun