blaðið - 23.02.2006, Page 4

blaðið - 23.02.2006, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaöiö Laun hækka Laun hækkuðu almennt um 3,3% í janúarmánuði síðast- liðnum samkvæmt útreikn- ingum Hagstofunnar á launavísi- tölunni. I janúar var vísitalan 282,8 stig og hafði hækkað um 3,3% frá í desember 2005. Á síð- astliðnum tólf mánuðum hefur launavísitalan hækkað um 8,3% en síðustu þrjá mánuði nemur hækkunin hins vegar 19,3%. Kaupa bíó í Danmörku SAMfélagið, sem m.a. rekur Sambíóin og Háskólabíó, hefur fest kaup á kvikmyndahúsakeðju Cinemaxx i Danmörku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fé- lagið sendi frá sér í gær. Um er að ræða þrjú kvikmyndahús í Dan- mörku sem staðsett eru í Óðins- véum.Árhúsum og Kaupmanna- höfn og taka þau alls um 6.100 manns í sæti. Cinemaxx er þýskt fyrirtæki sem á og rekur kvik- myndahúsakeðju undir sama nafni víðs vegar í Evrópu. Danski hluti keðjunnar var stofnaður árið 2000 og er með um 30% markaðshlutdeild í Danmörku. „Erfltt að vera með þetta gamla kyn" Benjamín Baldursson bóndi, segir stefna í vöntun á mjólk í landinu vegna fœkkunar búa. Hann segir öll rök hníga að innflutningi á erfðaefni og mikilvœgt aðfá betri kýr. Kúabændur i þremur héruðum í landinu hafa samþykkt tillögur þess efnis að gerðar verði til- raunir með að kynbæta íslensku kúna með erlendu erfðaefni. „Það er svo erfitt fyrir okkur að vera með þetta gamla kyn, segir Benjamín Baldurson, bóndi á Ytri- Tjörnum. „íslensku kýrnar standast engan samanburð við erlend kyn.“ Hann segir þetta valda bændum miklum erfiðleikum því að júgrin séu jafnvel orðin það sigin að mjalta- vélin hvíli á gólfinu í stað þess að hanga. Þegar það gerist er miklu meiri hætta á að kýrin mismjólkist, það er að segja, að framspenarnir mjólkist á undan afturspenunum, eða öfugt. Þetta getur að sögn Benj- amíns valdið júgurbólgu. „Þessi er- lendu kyn sem verið er að spá í eru miklu betri hvað þetta varðar." Kúabændum fer fækkandi í samtali við Blaðið í gær sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra íslensku kúna vera dýrmætari eign en „einhver verksmiðjubelja,“ eins og hann orðaði það. „Þróunin ■ ■■ w w “ JJ'Uli 1/dlTU komum og genum venðtilboú ÁLFABORG Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 er einfaldlega sú að kúabændum fer fækkandi," segir Benjamín. „Fækk- unin í stéttinni síðustu ár hefur verið slík að það lætur nærri að tveir bændur leggi niður búskap í hverri viku, þó að aðeins hafi dregið úr þeirri fækkun síðustu misserin.” Hann segir þessa fækkun hafa það í för með sér að búin verði einfald- lega að stækka til þess að hægt sé að svara eftirspurninni eftir mjólk. „Við getum ekki einu sinni svarað þessari eftirspurn í dag, og útlit er fyrir vöntun á mjólk þar sem kúnum hefur fækkað með bændunum.“ Fjölskyldubúin ekki á útleið Benjamín segist ekki hræðast þá spádóma að meðalstór fjölskyldubú hverfi, heldur verði þau áfram til inn á milli. „Mér sýnist stefna í að það verði svona 300 þúsund lítrar á búi og þá væri það mun hagkvæm- ara fyrir bóndann að vera með kúa- kyn sem verið hefur kynbætt með erlendu erfðaefni. „Kynbætur eru alltaf til góðs,“ segir Benjamín og ítrekar að ekki sé verið að tala um að skipta alfarið um kúakyn heldur fremur að kynbæta hið íslenska. Svipaðar tillögu felldar á sínum tíma Á sínum tíma var svipuð tillaga um að gera tilraun með innflutning á erfðaefni felld í atkvæðagreiðslu Blaðið/lngó Kýrnar í Svarfaðardalnum mjólka að sögn minna en systur þeirra í nágrannalöndunum. af miklum meirihluta bænda. Benj- amín segir það hafa verið mikil mistök að láta kjósa um þá tilraun á sínum tíma. „Ég held hins vegar að andstaðan við þetta hafi minnkað mikið síðustu mánuðina.“ Hann segist þó ekki sérlega bjart- sýnn um að þetta nái fram að ganga í þetta skiptið. „Ég trúi nú ekki öðru en að landbúnaðarráðherra hugsi sig vel um því að mínu mati er það gríðarlega mikilvægt fyrir framtíð- ina að fá betri kýr.“ Benjamín segir ísland vera eina landið í heiminum þar sem svona strangar reglur séu í gildi um þessi mál. Hann gefur heldur lítið fyrir það að vernda þurfi íslenska kúa- kynið. „Ég hef enga trú á því að ferða- menn hópist hingað til lands til þess að skoða íslenskar kýr og ég held að þeim sé nokk sama þó að þeir sjái bara svartskjöldóttar kýr eða rauð- skjöldóttar, eða fleiri liti.“ Hann bendir einnig á að það sé vel hægt að halda íslenska kyninu við, eftir sem áður, „ef einhverjir vilja það, sem ég hef nú ekki mikla trú á.“ íslensku farfuglarnir koma flestir frá Bretlandi w Náttúrufræðistofnun íslands hefur veitt yfirdýralækni ráðgjöf varð- andi farfugla, hvaðan þeir koma og hvenær. Einnig hefur verið fundað um hættuna sem gæti verið yfirvof- andi berist fuglaflensan hingað til lands með farfuglunum. „Við funduðum í vetur og í framhaldi af þeim fundum hjálpuðum við yfirdýralækni við að ná í sýni á Tjörninni og á fleiri stöðum,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Nátt- úrufræðistofnunar fslands. Það hafa ekki verið teknar fleiri ákvarð- anir varðandi frekari sýnatökur að svo stöddu, en Jón Gunnar gerir ráð fyrir að það verði fundað aftur með yfirdýralækni mjög fljótlega. Farfugiarnir koma frá Bretlandi „Við höfum bent á þá staðreynd að lang- flestir farfuglar sem koma hingað til lands koma í gegnum eða frá Bretlandi,“ segir Jón Gunnar. Hann segir Breta skima mjög rækilega eftir fuglaflensu-veirunni þar 1 landi. „Því höfum við sagt að það sé miklu skyn- samlegra að fylgjast vel með hvað gerist í Bretlandi.“ Jón Gunnar segir fremur ólíklegt að þetta hættulega afbrigði fuglaflensu berist hingað til lands, finnist hún ekki í Bretlandi. „Ef hún hins vegar finnst þar, þá er mjög líklegt að hún berist hingað til lands. Við höfum því lagt áherslu á að menn horfi til Bretlands, í stað þess að líta til Norðurlandanna vegna þess að það er nánast engin hreyfing á fulgum á milli Skandinavíu og Islands. Það eru ákveðnar tegundir sem koma annars staðar frá, en ekkert sem skapar neina hættu.“ Litlar líkur á smiti frá vilitum fuglum Að sögn Jóns Gunnars hefur fugla- flensan aðallega fundist í andfuglum, „það er að segja álftum, öndum og gæsum.“ Hann ítrekar þó að menn megi ekki gleyma því að fuglar geta fengið flensu eins og mannfólkið. „Þarna er verið að tala um eitt ákveðið afbrigði sem reynst hefur hættulegt mönnum.“ Jón Gunnar segist ekki þekkja til þess að þetta hættulega af- brigði hafi smitast úr villtum fugli y fir í mann. „Þetta er í gegnum alifuglana sem smit hefur borist í menn og þess vegna hafa menn horft til þess að reyna að halda villtum fuglum frá alifuglum." Jón Gunnar segir, að hafi fuglaflensan ekki fundist á Bretlandseyjum þegar farfuglarnir koma hingað til lands, þá séu litlar líkur á því að flensan muni greinast hér. Fleiri vilja Dag en Vilhjálm MBL.is | Samkvæmt könnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Sam- fylkinguna, vilja fleiri að Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingar, verði borgar- stjóri enVil- hjálm Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, ef valið stæði einungis á milli þeirra tveggja. Um 43% nefndu Dag í könn- uninni og 40% Vilhjálm en 10% svarenda voru óviss, 4% vildu hvorugan og 3% neituðu að svara. Ef einungis er litið til þeirra sem tóku afstöðu nefndu tæp 52% Dag og rúm 48% Vilhjálm. Munurinn er þó ekki tölfræðilega marktækur. Spurt var: Hvorn vildir þú sjá sem borgarstjóra eftir kosningarnar í vor, Dag B. Eggertsson eða Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, ef valið stæði einungis á milli þeirra tveggja? Könnunin var gerð f síma dagana 14.-19. febrúar. Stuðst var við 800 manna slembiúr- tak úr þjóðskrá sem náði til Reykvíkinga á aldrinum 18 til 80 ára. Alls svöruðu 571 og var svarhlutfall því 71,4%- H ÚSGAGNA Bæjarlind 14-16, Kópavogi LINDIN 10.000 MÖGULEIKAR - fyrirfólkmeð sjálfstæðan smekk Þú velur sófa Þú velur stól Þú velur áklæði Þú velur lit Þú hannar Bara gaman Xavira Sessalong + 3 púðar Áklæði frá kr 48.000 Leður frá kr 77.000 Cube sófasett 2.5+1+1+4 púðar Áklæði frá kr 104.000 Leðurfrá kr 172.000

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.