blaðið - 23.02.2006, Page 10

blaðið - 23.02.2006, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaöÍA Sölutímabil til 24. febrúar. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ. ICELANDAIR m www.icelandair.is NYTT - OPIN FERÐ Nú er hægt að bóka NETSMELL til eins áfangastaðar og heim frá öðrum. Þetta gildir um alla áfangastaði lcelandair i Evrópu og Bandaríkjunum. Af því tilefni bjóðum við flug til Evi-ópu á sérstöku tilboðsverði. FLUG 19.900 KR. Nærri hundrað hafa látið lífiö í varðhaldi Nærri íoo fangar hafa látist í varð- haldi Bandaríkjamanna í frak og Afganistan frá því í ágúst 2002 samkvæmt nýrri skýrslu banda- rísku mannréttindasamtakanna Human Rights First. Grunur leikur á að um manndráp að yfir- lögðu ráði eða af gáleysi hafi verið að ræða í 34 tilfellum. Jafnframt segir í skýrslunni að grunur leiki á að 11 fangar hafi lát- ist með vafasömum hætti og að átta til 12 fangar hafi verið pyntaðir til dauða. Þrátt fyrir það hefur sjaldan verið ákært í málum og dómar hafa verið vægir. Skýrslan er gefin út viku eftir að nýjar myndir af misþyrmingum á föngum í Abu Ghraib fangelsi í Bagdad voru birtar. f skýrslunni er því meðal ann- ars haldið fram að fangi hafi verið neyddur til að stökkva fram af brú í fljótið Tigris í írak og að annar hafi verið neyddur til að skríða ofan í svefnpoka þar sem hann hafi kafnað. Ekki eru talin með dauðsföll sem urðu í bardögum, sprengjuárásum eða átökum milli fanga. Dauðsföllin tengjast með beinum hætti varðhaldi eða yfirheyrslum Bandaríkjamanna. Trúverðug og áreiðanleg skýrsla Deborah Pearlstein, einn af skýrslu- höfundum, sagðist hafa mikla trú á Bandarískir hermenn við störf í (rak á síðasta ári. Nýleg skýrsla leiðir í Ijós að nærri 100 manns hafa látist i varðhaldi Bandaríkjamanna í (rak og Afganistan á undanförnum tveimurárum. áreiðanleika og trúverðugleika skýrsl- unnar í fréttaskýringaþætti Breska ríkisútvarpsins (BBC) á þriðjudag. Máli sínu til stuðnings benti hún á að skýrslan væri byggð á opinberum gögnum, svo sem skýrslum frá hernum sem skýrsluhöfundar kom- ust yfir í krafti upplýsingalaga. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagðist í sjónvarps- þættinum ekki hafa séð skýrsluna en að allar ásakanir um illa meðferð væru teknar alvarlega og menn væru sóttir til saka fyrir þær. Zalmay Khallzad, sendiherra Bandaríkjanna í Irak, sagði í viðtali við BBC að fangar í haldi banda- manna hefðu skipt þúsundum und- anfarin tvö ár. „Sumir hafa látist af eðlilegum orsökum og það hafa verið lagðar fram ákærur um misþyrmingar. Að sjálfsögðu rannsökum við alltaf og finnum út hvað gerðist og ákveðum síðan viðeigandi refsingu ef upp kemst um Ólöglegt athæfi," sagði hann. Borgaryfirvöld i San Francisco hyggjast reyna aö endurnýta þann úrgang sem hundar borgarinnar skilja eftir sig. Orka úr hundaskít Forsvarsmenn sorphirðu San Will Brinton, umhverfisfræð- Francisco borgar hyggjast gera tilraunir til að vinna orku úr hundaskít. Talið er að um 120.000 hundar séu í borginni og því mikill skítur sem fellur til á ári hverju og stór hluti hans fer með heimilissorpi í landfyll- ingar. „Borgaryfirvöld báðu okkur að íhuga að gera tilraunir til að endurvinna hundaskít til að draga úr þeim úrgangi sem fer í landfyll- ingar,“ segir Robert Reid, talsmaður sorphirðu San Francisco. Hugmyndin gengur út á að vinna á lífrænan hátt metan úr úrgang- inum sem síðan yrði notað til raf- magnsframleiðslu eða upphitunar. ingur, segir að úrgangur hunda og katta í Bandaríkjunum nemi um 10 milljónum tonna á ári. „Þó að okkur sé annt um gæludýrin okkar þá skilja þau mikinn úrgang eftir sig í görðum og á götum sem geta valdið mengun á jarðvatni," segir hann og bendir jafnframt á að í nokkrum borgum í Evrópu sé lífrænn úrgangur notaður til fram- leiðslu eldsneytis. Borgaryfirvöld í San Francisco hafa lagt mikla áherslu á umhverf- ismál og endurvinnslu á undan- förnum árum og er markmið þeirra að ekkert sorp verði notað í landfyll- ingar árið 2020. Aristide vill snúa heim Jean-Bertrand Aristide, fyrr verandi forseti Haítí, sagði þriðjudag að hann hefði anuga á að snúa aftur heim hafa verið í útlegð í tvö ár. Hann greindi frá þessu í viðtali við sjónvarpsstöð í Suður Afríku þar sem hann hefur dvaíið í útlegð. Aristide nefndi ekki hvenær hann myndi snúa aftur en það yrði gert í samráði við René Préval, nýkjörinn forseta landsins, Sam- einuðu þjóðirnar, ríkisstjórn Suður Afríku og önnur lönd. Þetta var fyrsta viðtalið við Aristide frá því að forsetakosn- ingar fóru fram á Haítí 7. febrúar. Talsmenn Bandaríkjastjórnar segja að endurkoma Aristides kunni að ógna stöðugleika. Aristide gaf í skyn í viðtalinu að hann myndi ekki taka þátt í stjórnmálum heldur vinna að því að efla menntun í landinu. Falsaðir seðlar finnast í Varna mbl.is | Lögreglan í Búlgaríu gerði áhlaup á prentsmiðju í borginni Varna í gær og lagði hald á ríflega 400.000 falsaða evruseðla. Ennfremur voru nokkrir handteknir í tengslum við málið. Peningafölsun í Búlg- aríu er ein sú mesta í Evrópu, en á undanfórnum tveimur árum hefur búlgarska lögreglan lagt hald á milljónir falsaðra dollara- ENN MEIRS AFSLATTUR: 500,1000,2000 OG 3000 KR SLÁR. Ótrúleg verð Komdu og nýttu þér þetta einstaka tækifæri. # ® # # # Sissa Tískuhús Glæsibæ Opið 10-18.00 virka daga og laugardaga 10-16.00 Sími 5625110

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.