blaðið - 23.02.2006, Qupperneq 12
12 I VÍSINDI
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 bla6Í6
Spurningar og svör um fuglaflensuna
Flest þykir benda til þess að fugla-
flensan muni að lokum berast til
íslands og hefur landsmönnum
verið tíðrætt um áhrifin sem hún
kemur til með að hafa og hvaða
hætta stafi af henni. Almennt er
talið að veiran muni ekki berast
í menn, nema hugsanlega ef þeir
eru í óeðlilega mikilli nálægð við
fiðurfé. Á vef Landlæknisembætt-
isins, www.landlaeknir.is hefur
algengum spurningum, sem varða
veiruna, verið svarað og birtast
þau hér óbreytt.
Er óhœtt aðferðast til landa þar sem
fuglaflensa hefur verið staðfest?
Já, það er alveg óhætt. Líkur á smiti
fyrir hinn almenna ferðamann
eru nánast engar. Hollráð fyrir
ferðamenn má finna á heimasíðu
Landlæknisembættisins.
Hver er hcettan á smiti fyrir hinn al-
menna borgara?
Hætta á smiti fyrir hinn almenna
borgara er nánast engin.
Hvernigsmitastfuglaflensa í menn?
Fuglaflensa er sjúkdómur í fuglum
V&rum/að taka/upp nýjcvr vörur
frá/ Vcvmty fcvír ogp Lcuuna/
frábc&r verð ötycyxðv ■ Perxhwletypjónuátci/
Qpnunartími
Mán-fös 11-18
Lau 11-14
LtuurruC
www.ynja.is
Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088
Útsölustaðir: Esar Húsavík Dalakjör Búðardal
og berst á milli fugla. í einstaka til-
fellum smitast hún yfir í menn. Ein-
ungis þeir sem eru í náinni snertingu
við sýkta fugla eða saur og aðra lík-
amsvessa (t.d. blóð eða slím) sýktra
fugla geta átt á hættu á að smitast
af fuglaflensu. Ekkert bendir til að
fuglaflensa smitist manna á milli.
Er í lagi að borða fuglakjöt í löndum
þar sem fuglaflensa hefur verið
staðfest?
Já, það er alveg óhætt ef kjötið er
hitameðhöndlað (soðið, steikt, grillað,
ofnbakað). Inflúensuveiran drepst
við hitameðhöndlun, hitun við 6o°C
í 30 mínútur nægir til að drepa veir-
una. Allar hefðbundnar eldunarað-
ferðir duga því til að drepa veiruna.
Hins vegar ber að koma í veg fyrir
krossmengun til annarra matvæla
við matreiðslu fuglakjöts á meðan
það er hrátt. Með krossmengun er átt
við smit frá menguðum matvælum
með höndum eða verkfærum yfir í
önnur matvæli. Ekki skal neyta hrás
fuglakjöts.
Er óhœtt að borða hrá egg?
Nei, fuglaflensan hefur greinst
í nágrannalöndum okkar og líkur
eru á því að hún berist hingað innan
skamms. Fuglaflensuveiran getur
lifað í eggjum og því ber að sjóða,
baka eða steikja eggin áður en þeirra
er neytt.
Er hœgt að smitast afvilltum fuglum?
Smiti frá villtum fuglum yfir í
menn hefur ekki verið lýst og líkur á
því eru hverfandi. Veiran magnast ört
í alifuglabúum þar sem margir fuglar
eru saman í húsunum. Minna veiru-
magn er hins vegar í villtum fuglum
úti í náttúrunni samanborið við fugla
í alifuglabúum. Því er hættan á smiti
fyrst og fremst frá sýktum alifuglum.
Er veira til staðar í saur sýktrafugla?
Já, fuglar skilja út mildð magn
veiru i saur. Það er því full ástæða til
að þvo sér um hendur og bera á þær
spritt ef svo ólíklega vill til að hendur
mengist með saur fugla.
Er óhœtt aðgefa öndunum brauð?
Já, það er alveg óhætt, líka eftir að
fuglaflensan er komin til landsins.
Hins vegar skal brýna fyrir börnum
að snerta ekki dauða eða sjúka fugla
og forðast fugladrit.
Er hcegt að smitast af fuglaflensu við
dúntekju?
Líkur á smiti við dúntekju teljast
afar litlar. Þegar fuglaflensan hefur
greinst á íslandi er hins vegar ráð-
legt að vera með einnota hanska eða
gúmmihanska sem hægt er að þrífa
við dúntekju og þvo sér vel eða bera
spritt á hendur eftir að hanskar hafa
verið fjarlægðir.
Eru skotveiðimenn sem veiða fugla í
mikilli smithœttu?
Nei, þeir eru það ekki, en þó er
ráðlegt að gæta vissrar varúðar ef
fuglaflensan berst hingað. Forðast
skal að skjóta fugla sem gætu verið
veikir. Ráðlegt er að vera með ein-
nota hanska eða gúmmihanska sem
auðvelt er að þrífa þegar fuglarnir
eru handleiknir og verkaðir. Að verk-
inu loknu skal fjarlægja hanskana og
þvo sér um hendur með sápu og vatni
eða bera á þær spritt.
Geta kettir og hundar borið smit í
menn?
Nei, jafnvel þó kettir veiði villta
fugla, sem gætu verið sýktir, er ekkert
sem bendir til þess að þeir smiti sín á
milli og það er ekkert sem bendir til
að smit berist í menn frá köttum eða
öðrum dýrum en fuglum frekar en
manna á milli.
Fuglaflensan hefur
komið upp í eftir-
farandi löndum:
Afríka:
• Egyptaland
• Nígería
Asía:
• Aserbajdsan
• Filippseyjar
• Hong Kong
• Indland
• Indónesía
• írak
• íran
• Japan
• Kambódía
• Kasakstan
• Kína
• Laos
• Malasía
• Mongólía
• Suður-Kórea
• Taíland
• Taívan
• Víetnam
Evrópa:
• Austurríki
• Bosnía og Herse-
góvína
• Búlgaría
• Frakkland
• Grikkland
• ftalía
• Króatía
• Rúmenía
• Rússland
• Slóvenía
• Tyrkland
• Úkraína
• Þýskaland
k
Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði
(visa/euro) Engin útborgun
Sjóntækjafræðingur með réttindi til
sjónmælinga og linsumælinga
GLERAUGHAVERSLUN
Gleraugað
í bláu húsunum við Faxafen Sími:568 1800