blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 16
16 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaðið Fimm stjörnu tjaldstœði í Fossatúni Flestar dekurrófur geta ekkifyrir sitt litla lífhugsað sér að sofa í tjaldi. En hvað eftjaldstœðið hefur forskeytið -lúxus? í um klukkutíma aksturfjarlægð frá miðborg Reykjavíkur er slfkt tjaldstæði að finna en því var hleypt af stokkunum í júní í fyrra. Staðurinn nefnist Fossatún en eigendur þess eru Steinar Berg f sleifsson og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir. Margir kunna að spyrja sig hvernig tjaldstæði geti fengið fimm stjörnur. Eiga tjaldútilegur ekki bara að ganga út á að reka hæla í mold og komast í tengsl við náttúruna? Ekk- ert endilega. Til dæmis er alltaf gott að borða góðan mat, liggja í heitum potti og horfa upp i stjörnubjartan himinn, skella sér í góða sturtu og ganga í hreinum fötum. Vissulega er líka upplagt að hafa tækifæri til að kíkja á Netið og kanna ferðaveðrið ef því er að skipta. Ferðamálaráð hefur gefið út við- mið stjörnugjafar íslenskra tjald- svæða. Neðangreint viðmið var gefið út á árinu 2004 og hefur síðan tekið breytingum. Staðahöldurum er í sjálfsvald sett hvað þeir hengja margar stjörnur á tjaldsvæði sitt en skilgreiningin á vafalaust eftir að þróast eitthvað frekar, ekki sist eftir að reynsla kemst á rekstur lúxus- tjaldsvæða eins og tjaldstæðisins Fossatúni. margret@bladid.net Fossatún Til að uppfylla skilyrði um fimm stjörnu tjaldstæði þurfa eftirfarandi atriði að vera fyrir hendi: 1. 24 tíma eftirlit alla daga. 2. Veitingasalaástaðnum. 3. Tengingar við sjónvarpsstöðvar. 4. Heitirpottarástaðnum. 5. Starfsfólk hafi fasta viðveru á svæðinu frá kl. 07:00-23:00 alla daga. 6. Aðstaða til tölvutengingar. 7. Sérstök stæði fyrir húsbíla og tjaldvagna. 8. Starfsfólk hafi fasta viðveru á álagstímum, viðverutími auglýstur og næturvakt sé um helgar. 9. Gestamóttaka skal vera aðgengi- leg með svæðisupplýsingum. 10. Borðogstólarundirþaki. 11. Veglýsing að svæðinu. 12. Tekið skal á móti pósti á svæðinu. 13. Tengingar séu fyrir rafmagn i hús- bila og fellihýsi. 14. Aðgangur að þvottavél og þurrk- aðstöðu. 15. Aðstaða til sorpflokkunar (a.m.k. samkvæmt lágmarkskröfum um förgun spilliefna). 16. Heittogkaltvatnásvæðinu. 17. Hægtséaðfáallarupplýsingar um svæðið og leggja inn gistipant- anir utan annatíma. 18. Aðgengi fyrir fatlaða. 19. Starfsfólk hafi lágmarksviðveru yfirdaginn. 20. Upplýsingatafla með vaktatöflu starfsfólks skal hanga uppi. 21. Þjónustusvæði sé upplýst. 22. Aðgangurséaðsímaallansólar- hringinn í næsta nágrenni. 23. Á svæðinu sé aðstaða til losunar affallsvatns af húsbílum. 24. Tekiðséviðgreiðslukortum. 25. Leikaðstaðaséfyrirbörn. 26. Tjaldstæði skal vera slétt og vel hirt. 27. Upplýsingar um neyðarnúmer skal vera a.m.k. á íslensku og ensku. 28. Borð og bekkir séu á svæðinu. 29. Öll aðstaða á svæðinu sé greini- lega merkt. 30. Öllummannvirkjumásvæðinusé vel við haldið. 31. Sorp sé hreinsað reglulega. 32. Fjöldi af salernum og vöskum skal að öllu jöfnu vera eftirfarandi: Fyrir 200 gesti 2 salerni (þar af eitt ætlað fötluðum), 201 -300 gestir 3 salerni, 401 -600 gestir 4 salerni, o.s.frv. (sjá viðmið hoilustuvernd- ar). 33. Rennandi kaltvatn. 34. Á svæðinu skal vera daglegt eftirlit. 35. Upplýsingatafla skal vera til staðar með umgengnisreglum og síma hjá umsjónaraðila. 36. Búnaðurtil"Fyrstu hjálpar" hjá umsjónaraðila. 37. Innkeyrsla skal vera greinilega merkt með nafni svæðisins og stjörnuflokki. 38. Aðkeyrsla að svæðinu sé greiðfær og örugg. 39. Tjaldsvæðið sé greinilega afmark- að og fjárhelt. Langar þig f stærri mynd? Þú kaupir ramma* hjá okkur og við stækkum myndina þína frítt! Giidir frá 23. febrúar til 2. mars Frí stækkun * Tilboðið gildir fyrir merktar rammategundir. FUJIFILM Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 www.ljosmyndavorur.is Hcmdverlcfaeri JCBD-CD12 Rafhlöðuborvél 12 volt 16 stillingar Stiglaus hraði Hraðhleðsla (1 klst.) JCBD-CD14 Rafhlöðuborvél 14,4 volt 16 stillingar Rafmagnsbremsa Stiglaus hraði Hraðhleðsla (1 klst.) Tvær rafhlöður 11.995 JCBD-CD1821 Rafhlöðuborvél 18 volt 20 stillingar Rafmagnsbremsa Stiglaus hraði Hraðhleðsla (1 klst.) «■ /■ Tvær rafhlöður JCBD-CSK4880 Skrúfvél með Ætk — 80 fylgihlutum 3F 9 www.radio.is RADlOBÆR ÁRMÚLA 38 • SIMI 553 1133

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.