blaðið - 23.02.2006, Page 21

blaðið - 23.02.2006, Page 21
blaðið FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 SNYRTIVÖRUR I 21 Heilbrigðara hjarta með hollari mat Það er áreynslulaust með öllu að elda hollari mat enjákvœðu áhrifin eru þeim mun meiri á hjartað. Með því að borða hollan og fitu- snauðan mat með lágu kólesteróli er hægt að minnka áhættuna á hjartaáfalli. Það er því án efa góð hugmynd að breyta mataræðinu í þá átt að það muni minnka möguleika á hjartaáfalli en mun samt sem áður fylla mallakútinn. Stundum getur verið erfitt að átta sig á hvaða matur hentar og hér eru því nokkrar leiðbeiningar. Til að lækka blóðþrýstinginn þarf að borða minna af mettaðri fitu, fitu og kólesteróli. Af daglegri kaloríuneyslu ætti fitan að mælast undir 10% og eins ætti mettaða fitan að vera undir 10%. Auk þess ætti kólesterólneyslan að vera minni en 300 milligrömm á dag. Ef aðrir fjölskyldumeðlimir eða þú sjálf/ur hafa verið með hátt kólesteról þá þarftu að taka virkilega á mataræði þínu. Minnka inntöku mettaðrar fitu Mettuð fita eykur kólesterólstig meira en nokkuð annað í mataræði þínu sem gerir það að verkum að það er mjög mikilvægt að fjarlægja hana að mestu úr mataræðinu. Megnið af þeirri mett- aðu fitu sem þú neytir kemur senni- lega úr dýraríkinu. Mjólkurvörur, svo sem smjör, ostur, mjólk, rjómi og ís auk fitunnar úr kjöti og fuglakjöti hefur að geyma hátt hlutfall af mett- aðri fitu. Grænmeti getur líka verið ríkt af mettaðri fitu, til dæmis kókos- hnetuolfa, kókossmjör, hnetuolía og pálmaolía. Ólíkt mettaðri fitu finn- urðu kólesteról eingöngu í mat sem kemur af dýrum. Þú getur gjörbreytt mataræði þínu með því að minnka inntöku af þessu fæði. Ekki nota eggjarauðurnar Það er margt sem hægt er að borða sem mun bæta heilsuna og minnka líkurnar á hjartasjúkdómum og hjarta- áfalli. Það er mögulegt að skipta út uppáhaldsmatnum með hollum mat. í stað kjöts eins og pylsur, beikon og annan fitumikinn mat er hægt að borða fisk, fuglakjöt og grennra kjöt þar sem fita og skinn hefur verið fjar- lægt. Einnig er hægt að minnka inn- töku af líffærakjöti, eins og lifur, nýra og heila. Drekktu undanrennu í stað nýmjólkur og veldu ætíð fituskertan ost og jógúrt. Ekki nota smjörlíki heldur fituskert smjör eða olfu. Einnig er hægt að nota einungis eggjahvítur sem eru lausar við fitu og kólesteról, í stað eggja með rauðum. Hjartanu líður án efa betur á eftir. Borða mat úr öllum fæðutegundum Hvernig maturinn er eldaður hefur áhrif á næringarlegt gildi hans. Það er betra að grilla, baka eða sjóða mat- inn heldur en að steikja hann. Það er frábært að nota ólífuolíu í stað smjörs þegar steikja á grænmeti. Þegar fyrir- fram eldaður matur er keyptur skal ætíð skoða pakkningarnar og kaupa einungis mat sem hefur lágt fitumagn, lágt magn mettaðrar fitu og lágt magn kólesteróls. Notið alla fitu, olíu og sæ- tindi sparlega. Heilbrigt mataræði ætti alltaf að innihalda mat úr öllum grunnfæðutegundunum. Vertu viss um að borða daglega kornmeti, græn- meti, ávexti, mjólkurmat og kjöt. Með smá skipulagningu ættirðu að geta eldað hollan ljúffengan mat án áreynslu. svanhvit@bladid.net Kynning Sjónarhóll Gleraugnavérslun Reykavíkurvegi 22 Hafnarfirði á morgun föstudag 10:00 til 19:00 Komdu og vertu ineð! > - - • - > • f er retti timi nntyrir fÍMPDk á Tempur heilsudýnum og stillanlegum rúmum Að sofa er eitt, að hvílast er annað. í febrúar bjóðum við Tempur heilsudýnur, stillanleg rúm og kodda á frábæru tilboði. Yfir 30 þúsund læknar, sjúkraþjálfarar og kírópraktorar um heim allan mæla með Tempur. Með Tempur heilsudýnunni nærðu hámarksslökun, hvíld og svefni sem er lykillinn að góðri andlegri og líkamlegri heilsu. EINA DYNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG SKJALFEST AF GEIMFERÐA- STOFNUN BANDARÍKJANNA ♦ l ÓSVIKIÐ TEMPUR* EFNl Betra BAK Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opib virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.