blaðið - 23.02.2006, Page 22

blaðið - 23.02.2006, Page 22
22 I SAMSKIPTI KYNJANNA FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaðið FISKAR 19. FEBRÚAR - 20. MARS HVAÐ SEGIR FREYJA UM KYNIN? Fáir sem fæddir eru í fiskamerk- inu þola að vera bundnir lengi á sama stað. Þetta fólk kann best við sig í vinnu þar sem það getur sjálft ráðið vinnu- tíma sínum. Margir fiskar kjósa helst að vera verktakar. Yfirleitt sæk- ist þetta fólk ekki eftir veraldlegum metorðum þó að það geti orðið hel- tekið af hugmyndum sem það fær. Þeir sem eru undir áhrifum frá Nep- túnusi kæra sig kollótta um forustu og laðast ekki að peningum. Það fólk elskar að ferðast og kynnast fólki af ólíkuþjóðerni. Margir í þessu merki sjá veröldina í rósrauðum ljóma. Þú getur hrifist af góðlegri fram- komu þeirra en það getur borgað sig að taka alúð þessa fólks ekki of alvarlega. Fólk í þessu merki og þá sérstaklega þeir sem eru fæddir í merki Neptúnusar eiga erfitt með að horfa á staðreyndir. Þeir byggja oft spilaborgir sem hrynja við minnsta blástur. Fiskurinn getur verið af- skaplega samúðarfullur og hefur löngun til að hjálpa þeim sem erfitt eiga. En hann er ekki mannþekkjari ------------- i iiiit — pyramid standar Standarnir eru allir úr áli og því léttir og meðfærilegir. Aukahlutir Hægt er að fá fjölmarga aukahluti sem hægt er að raða á mismunandi vegu á súluna. Beggja vegna Hillur og rammar geta verið báðum megin sem eykur á notagildið. og hugsar sjaldnast um staðreyndir. Þegar fiskurinn hefur komið sér í klípu með hjálpsemi sinni gengur hann ekki frá málum heldur leggur á flótta, felur sig og lætur öðrum eftir afleiðingar þeirra vandamála sem hann hefur komið af stað. KARLMAÐURIFISKUM Það eru margir karlmenn í þessu merki miklir draumóramenn, þó ekki allir. Þeir eru ekki óhamingju- samir þó að þeir sjái að hugmyndir þeirra ná ekki fram að ganga. Þeir vita sem er að ekki er langt þar til þeir fara að fást við nýjar hug- myndir. Karlmaður í fiskum er gjör- sneiddur því að öfunda aðra menn, það er hans stóra gæfa. Þessi karl á erfitt með að vera einn og af þeim sökum vandar hann valið ekki nógu vel á félögum. Hann kemur sér oft út úr húsi með blaðrinu í sér. Þessi menn eru oftast mjög listfengir en mörgum þeirra stendur fyrir þrifum hvað þeir eru óskipulagðir og ævin- týrasjúkir. Þeim hættir við að þiggja með þökkum aðstoð þeirra sem þeir þekkja ekki nógu vel. Einnig þarf fiskurinn að vara sig á því að segja ekki öllum sem heyra vilja það sem hann er með í bígerð. KVENMAÐUR [ FISKAMERKINU Þessar konur eru ólíkar karlmanni í þessu merki. Þær eru mun stað- fastari og meiri mannþekkjarar. Þær hafa mikla töfra og vita af því. Hin mjúka og ljúfa framkoma þeirra virkar á karlmenn eins og se- gull. Konur í fiskum klæða sig eftir veðri og þeim dettur ekki í hug að vera i flegnum kjólum og stuttum pilsum í kalsaveðri. Þær kunna að nota húfur, trefla og vettlinga. Fiska- konan hefur gott vald á að halda heimili sínu hreinu og þar er allt í röð og reglu. Hún er góð móðir og síhrædd um börnin sín. Börnin hennar eru hlýlega klædd og þessi kona er hreinn snillingur að sauma og prjóna. Börnin ganga fyrir með alla hluti enda báðu þau ekki um að fæðast. Hún er mun ábyrgari en karl í fiskamerkinu sem kemur til af því að henni er ekki eins hætt við falla í gildru draumóra. Hún hefur sérstakt lag á því að láta fólki líða vel í kringum sig og er spennandi af því hvað hún getur verið draum- órakennd. Konan í Neptúnusi brosir feimnislega um leið og hún tekur á móti þér með útsaumaða svuntu utanyfir smekklegum klæðnaði. Hún er lifandi dæmi um trygga eiginkonu, dásamlega móður og dugandi húsmóður. Margar konur í fiskunum huga á nám en færri láta verða af langskólanámi. Ef þessar konur taka ákvörðun um að læra eru það engin vettlingatök sem þær beita. En það undarlega er að þær ráða við heimilið og barnauppeldi þrátt fyrir að námið sé stíft. ÞEKKT FÓLK f FISKAMERKINU Albert Einstein George Washington Ólafur Jóhannesson Guðrún Á. Símonar Áhrifastjörnur þessa merkis eru: Neptúnus, Mars og Tungl. Happadagur: þriðjudagur. Happalitir: sægrár, ljósbrúnn og ljósfjólublár. Heillasteinar: blóðsteinar og safírar. Happatölur: 3 og stundum 1. 30% afsláttur af rúmum Nýtt kortatímabil Baösloppar 20% afsláttur, Rúmteppasett 10-40% afsláttur frá kr. 7.920.- Fótanuddtæki Áöur^eoor Nú 29.750.- Útsala 10-40% afsláttur w rumco Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-14

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.