blaðið - 23.02.2006, Síða 35

blaðið - 23.02.2006, Síða 35
blaðið FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 KVIKM7NDIR I 35 Hin fullkomna saga Um helgina eru stórmyndirfrumsýndar á hvíta tjaldinu í kvikmyndahúsum landsins. Tvœr eru tilnefndar til Ósk- arsverðlauna ogsú þriðja er tilvalin fyrir börnin. Þetta eru Capote, The Constant Gardener ogNanny McPhee. Það virðist enginn í vafa um að Philip Seymour Hoffman á eftir að hirða Óskarinn fyrir besta leik í að- alhlutverki á Óskarsverðlaunahátíð- inni í byrjun næsta mánaðar. Túlkun hans á Truman Capote, höfundi bók- arinnar Breakfast at Tiffany’s, sem fljótt varð þekkt andlit í þotuliði New York borgar. Á morgun gefst Is- lendingum tækifæri til að taka eigin ákvörðun um tilkall Hoffmans til Óskarsverðlaunanna. Kvikmyndin Capote fjallar um rithöfundinn sem hefur þá kenn- ingu að almennar fréttir getir verið rétt eins áhugavert lesefni og skáld- skapur svo lengi sem réttur maður haldi á pennanum. Því fer hann úr stórborginni til smábæjar í Kansas þar sem fjögurra manna fjölskylda hefur verið myrt. Smám saman breytist það sem átti að vera grein í tímariti í heila bók, bók sem vel gæti orðið eitt besta nútímaverk sem sést hefur. „Þegar ég hugsa hversu góð hún gæti orðið, get ég ekki andað,“ skrifaði Capote vini sínum. Ástarsaga í Afríku The Constant Gardener hefur ekki síður verið í umræðunni undanfarið og er m.a. tilnefnd til Óskarsverð- launanna sem besta kvikmyndin. Myndinni er leikstýrt af Óskarsverð- launahafanum Fernando Meirelles sem hlaut verðlaunin fyrir hina stór- kostlegu Borg guðs. Honum til halds og trausts eru verðlaunaleikararnir Ralph Fiennes og Rachel Weisz en einnig koma fjölmargir listamenn að henni sem stóðu að myndum á borð við Secrets & Lies, Borg guðs, Platoon og Dirty Pretty Things. í norður Kenía finnst mesta bar- áttukona landsins fyrir auknum mannréttindum myrt á hrottalegan hátt. Ferðafélagi hennar hefur flúið af vettvangi og benda sönnunargögn á að glæpurinn hafi verið framinn af ástríðu. Eiginmaður konunnar neitar að taka útskýringum stjórn- valda trúanlega og veldur miklu fjaðrafoki. Jafnaðargeð hans hverfur eins og dögg fyrir sólu þar sem hann neitar að trúa að kona hans hafi SÆKTU LAGIÐ! Germfree Adolescents með X-Ray Spex Smá af gamla skólanum þennan fimmtudaginn.Tilvalið að rifja upp hvernig á að þrífa sig almennilega á tímum sem fuglaflensa hótar lifi manna um alla jörð, miðað við fréttatíma. Bladið treystir þvíað lesendur sínir kunni skil á tögum um höfundarrétt. Rokk og ról forleikur Hljómsveitirnar Envy of Nona, Wolfgang og Sap spila á fimmtu- dagsforleik Hins Hússins í kvöld. „Þetta verður rokk keyrsla," segir Helgi Axel, gítarleikari Envy of Nona en þeir spila gruggskotið rokk og flytja efni af væntanlegri breið- skífu í kvöld. „Við erum að leggja lokahönd á okkar fyrstu plötu en á henni verða 16 lög.“ Helgi segir ekki á hreinu hvenær platan kemur út en það sé líklega innan þriggja vikna. „Það er bara umslagið sem er að tefja okkur, upp- tökum er lokið.“ Hljómsveitirnar Wolfgang og Sap hafa ekki mikið látið fyrir sér fara en undirritaður hefur alltaf verið á þeirri skoðun að gaman sé að heyra í nýjum og ferskum hljómsveitum svo að kvöldið í kvöld er vissulega forvitnilegt. 16 ára aldurstakmark er á tónleik- ana sem hefjast klukkan 20 og er frítt inn. Arcade Fire aftur á toppinn Stolt Kanada, Arcade Fire, endur- heimti fyrsta sæti XFM Dominos listans í vikunni sem leið með lagið Rebellion á meðan Hróaskeldufar- arnir í Placebo sitja sem fastast í öðru sæti eins og vikuna á undan og eru ekkert á leiðinni að kveðja. Islensku sveitunum á listanum gengur mis vel. Á meðan Jeff Who? falla úr fyrsta sæti niður í það þriðja með lagið Barfly eru Ijúflingarnir í Ampop búnir að stökkva hæst allra, úr 25. sæti upp í það 6. með hið frábæra lag Clown. Sveitirnar Fræ og Reykjavík! stökkva einnigþó- nokkuð upp og er ekkert nema gott um það að segja. Áfram Island! XFM-Dominoslistinn 15.-22.feb I Nú Var Hljómsveit Lag 1. 4. Arcade Flre Rebellion 2. 2. Placebo A Song To Say Goodbye 3. 1. JeffWho? Barfly 4. 20. Artlc Monkeys WhenThe Sun Goes Down 5. 13. U2 Original Of The Species 6. 25. Ampop Clown 7. 17. Yeal1 Yeah Yeah 's Gold Lion 8. 6. Death Cab For Cutle Crooked Teeth 9. 16. Fræ Freðinn Fáviti 10. 5. Starsallor ThisTime 11. 15. Maxlmo Park IWantYouToStay 12. 8. System OfA Down Lonley Day 13. 14. Dead 60 's Ghostfaced Killer 14. 21. Reykjavikl 7913 15. 12. BlocParty Helicopter 16. 18. Jakobínarina 1 've Got A Date With My Television 17. 3. Editors Munich 18. 10. The Futureheads Area 19. 33. Deus 7 Days 7 Weeks 20. 22. Mew Special Nanny McPhee er allt annað en eðlileg kona. verið honum ótrú. I leit að sannleik- anum kemst hann að því að hún var við að fletta ofan af samsæri lyfjafyr- irtækja. Hann tekur málið upp og hyggst hreinsa nafn konu sinnar af öílu illu. „Möguleikinn að ráðast á lyfja- iðnaðinn var ein aðalástæðan fyrir því að ég tók þetta verkefni að mér,“ segir leikstjórinn Meirelles. „Að fá að ferðast til Kenía og taka myndina þar var önnur. Svo er þetta einstak- lega frumleg ástarsaga, maður gift- ist konu sér yngri en það er ekki fyrr en hún fellur frá að hann fellur fyrir henni.“ Fyrir börnin Börn Brown hjónanna eru líkast til óþekkustu börn í heimi. Herra Brown, faðir þeirra, hefur nóg að gera í vinnu sinni á útfararstofu bæjarins svo hann á erfitt með að hemja grislingana sem eru sjö tals- ins. Móðir barnanna lést fyrir ári síðan en efnuð frænka þeirra krefst þess engu síður að hr. Brown finni sér aðra konu á innan við mánuði ellegar verði hann arflaus. Þetta yrði hans banabiti þar sem frænkan heldur fjölskyldunni einnig uppi að miklu leyti og getur hann ekki einu sinni hugsað sér hvað kæmi fyrir börnin ef svo færi. Brown ákveður að halda þessu leyndu fyrir börnum sínum en þau komast að því að þau eigi von á stjúpmóður. Eins og sönnum óþekktarormum einum er lagið einsetja þau sér að koma í veg fyrir ráðahaginn. Það er þá sem barnfóstran Nanny McPhee kemur til leiks og fjallar kvikmyndin um kostulegar uppá- komur þegar hún tekst á við börnin. TOPPUR 1990 BUXUR 2990, JAKKI 7990.- PEYSA 3990. BUXUR 3990 FRABÆRT URVAL AF FALLEGUM FERMINGARFATNAÐI KRINGLUNNI - SMARALIND

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.