blaðið - 23.02.2006, Síða 37

blaðið - 23.02.2006, Síða 37
blaðið FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 DAGSKRÁ I 37 ■ Fjölmiðlar „WE ARE A FATHER" kolbnm@bladid.net Nýkjörinn leiðtogi breska íhaldsflokksins David Camer- on og eiginkona hans Samantha eignuðust á dögunum son, sem er þriðja barna þeirra hjóna. Til að létta undir með móðurinni ætlar faðirinn að taka sér fæðingarorlof. Slíkt þykir auðvitað tíðindum sæta þegar breskur íhalds- maður á hlut að máli. David Cameron virðist heldur ekki vera neinn venjulegur íhaldsmaður. Það sýndi hann og sannaði þegar hann greindi fjölmiðlum frá fæðingu son- arins, klæddur bláum gallabuxum, blárri skyrtu fráflak- andi í hálsinn, ógirtur og í bandarískum Converse All Star Velcro íþróttaskóm. f þannig skóm ganga nú um stundir menn eins og leikarinn Will Smith og ýmsar rokkstjörnur. Skór þessir eru mjög eftirsóttir og segir í fréttum af fæðingu Cameronsonarins, að aðeins hafi verið flutt inn 500 pör af skótegund þessari til Bretlands. David hefur því verið heppinn að ná í par. Bresk blöð segja að fæðingunni hefði ekki fylgt hefð- bundin tilkynning bresks íhaldsmanns um fæðingu barns, sem hefði hljóðað svo „We are a father“ með tilheyrandi kampavíni og vindlum. Þvert á móti hafi leiðtoginn ungi sagt frá kyni, stærð og þyngd barnsins og síðan horfið til móðurinnar og sofið á stofunni hjá henni á bedda. Þegar ég hafði lesið þetta hugsaði ég með mér. „Af hverju eigum við ekki svona stjórnmálamenn?“ Ríkidœmi „Eittn daginn vil ég verða rík. Sumir verða svo ríkir að þeir hœtta að virða mannúðarsjónarmið. Ég vil verða svo rík.“ Havelock Ellis, breskur kynferðissálfræðingur (1859 -1939) Pennan dag... ...árið 1947 var alþjóðlega staðlastofnunin (International Organization for Standardization - ISO) stofnuð. Nafn hennar er ekki skammstöfun eins og margir halda, heldur kemur af gríska orðinu isos sem táknar jafn. Hlutverk hennar er að búa til staðla í iðnaði og auglýsingum. Stofn- unin telst allajafna óháð stjórnvöldum þótt hún vinni náið með þeim sem og mörgum stórfyrirtækjum. EITTHVAÐ FYRIR... TIL PARISAR - HEIM FRA LONDON NÝTT - OPIN FERÐ Nú er hægt að bóka NETSMELL til eins áfangastaðar og heim frá öðrum. Þetta gildir um alla áfangastaði lcelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. Af því tilefni bjóðum við flug til Evrópu á sérstöku tilboðsverði. FLUG 19.900 KR. - Sölutímabil til 24. febrúar. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ. ICELANDAIR jK www.icelandair.is Stöð 2, 21.20 Nip/Tuck (7:15) (Klippt og skorið 3) Einhverjir svakalegastu framhalds- þættir sem gerðir hafa verið. Hið flókna og úrkynjaða líf lýtalækn- anna Sean og Christian er orðið flóknara en nokkru sinni áður - og er þá mikið sagt. Stórkostlegir þætt- ir sem batna með hverri mínútu. Stranglega bannaðir börnum. Taugarnttr eru versti óvinurinn Spurningakepptti framhaldsskólanna, Gettu betur, færir sig úr útvarpi í sjónvarp í kvöld þegar lið Borgarholtsskóla og Flensborgar mætast í sal Sjónvarpsins við Fiskislóð. Árni Stefán Guðjónsson, Elmar Garðarsson og Kristján Valgeir Þór- arinsson Uppaldir Hafnfirðingar. Hafið þið keppt áður í Gettu betur? Já, vorum allir í liðinu í fyrra og Elmar var einnig í liðinu árið þar áður. Er eiithver taugatitringurfyrir sjón- varpsútsendinguna? Nei, við erum með stáltaugar. Hvernig metið þið möguleika ykk- ar? Nokkuð jafna bara. Borgarholts- skóli er með sterkt og gott lið þannig að þetta verður vonandi spennandi keppni. Hvernig búið þið ykkur undir kepp- ni sem þessa? Lesum bækur og svörum spurn- ingum undir vökulu auga þjálfara okkar, Sævars Helga Bragasonar. Er einhver einn betri en annar í ákveðnum efnisflokkum? Við höfum allir okkar sérsvið en við reynum að hafa sem víðasta þekkingu. Við hvetjum alla til að fylgjast með keppninni. Hafsteinn Birgir Einarsson, Mika- el Harðarson og Sigrún Antonsdótt- ir. Öll úr Reykjavík. Hafið þið keppt áður í Gettu betur? Nei, þetta er alveg nýtt lið. Er einhver taugatitringurfyrir sjón- varpsútsendinguna? Nei, við reynum að hugsa ekki mikið um að þetta sé sjónvarpsút- sending. Taugarnar geta verið versti óvinur manns í svona keppni. Hvernig metið þið möguleika ykk- ar? Þeir eru ágætir, við stefnum að sigri. Hvernig búið þið ykkur undir kepp- ni sem þessa? Æfum stift, lesum mikið og borð- um of mikið af pítsu. Er einhver einn betri en aðrir í ákveðnum efnisflokkum? Eflaust er einhver betri í ein- hverju en fyrir vikið myndum við bara betri heild. Ef einhver svið sitja á hakanum þá reynum við bara kerf- isbundið að vinna í þeim. Við hlökkum til að keppa og von- um að allt gangi að óskum. Gettu betur hefur um árabil verið með vinsælasta sjónvarpsefni á land- inu, enda fer þar saman létt skemmt- un og æsispennandi keppni. Nú er lokið forkeppni á Rás 2 með þátt- töku liða frá fjölmörgum framhalds- skólum en aðeins átta lið standa eft- Lið Flensborgar ir þegar sjónvarpshluti keppninnar hefst. f kvöld verður sýnd fyrsta við- ureignin í átta liða úrslitum og þar mætast í beinni útsendingu Borgar- holtsskóli í Reykjavík og Flensborg- arskólinn, Hafnarfirði. Við lögðum nokkrar spurningar fyrir liðin. Lið Borgarholtsskóla www.stilistinn.is aa stilistinn Sunnumörk, Hveragerði Sími 483-4121 Mennimir með stáltaugarnar, lið Flensborgar. FULL BÚÐ AF VOR OG SUMARVÖRUM! RICCO VERO, PAS OFL.MERKI. .snillinga StÖð 2, 20.05 Meistarinn (9:21) Meistarinn er í umsjá Loga Bergmanns Eiðssonar sem reynir á þekkingu, kænsku og hep- pni keppenda. Sextán manna úrslit halda áfram og komið er að þriðju viðureigninni: Sævar Helgi Braga- son eðlisfræðinemi og áhugamaður um stjörnufræði mætir Kristjáni Guy Burgess stjórnmálafræðingi og gáfaðasta manni íslands skv. spurn- ingakeppni DV á síðasta ári.. ...týnda Sjónvarpið, 21.15 Spor- laust (2:23) (Without a Trace) Ný syrpa úr bandarísku j“j spennuþátta- röðinni Spor- laust sem segir frá sér- sveit innan Alrlkislögreglunnar sem hefur bækistöðvar í New York og er kölluð til þegar leita þarf að týndu fólki. Þótt vandasamt sé að rannsaka þjófnaðarmál og dularfull dauðsföll þykir enn erfiðara að hafa uppi á fólki sem hverfur. ..svefninn

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.