blaðið - 23.02.2006, Page 38
38IFÓLK
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaðiö
PÍKUSÖGUR
PINGKVENNA
Smáborgarinn (kona) hefur áhuga á
pólitík. Þess vegna koma þær stundir
að Smáborgarinn hugsar með sjálfum
sér að hann myndi sóma sér vel á þingi.
En svo sér hann hvað þingmenn láta
hafa sig í og þá hugsar hann með sér að
hann sé langt yfir það hafinn að sitja á
þingi. Þingmenn eru sífellt á þeytingi
og virðast alls ekki una sér nógu vel í
vinnunni þar sem þeir þurfa að hugsa
og einbeita sér. Smáborgaranum finnst
stundum eins og þingmenn uni sér aldr-
ei betur en þegar þeir eru að stunda
sprell úti í bæ fyrir framan sjónvarps-
myndavélar.
Smáborgarinn var í pólitískri vímu
á dögunum og dálítið angurvær þeg-
ar hann velti því fyrir sér hvort hann
hefði ekki átt að finna sér pólitískan
jarðveg í stað þess að verða aum
blaðamannadrusla. Þá sá Smáborgar-
inn frétt þess efnis að þingkonur ætl-
uðu sér að leika í Píkusögum.
Segja þingmenn aldrei nei? hugs-
aði Smáborgarinn með sér. Hann átt-
aði sig svo á því að það er erfitt fyrir
sæmilega þekkt fólk að segja nei þeg-
ar því er veifað framan í það að það
sé að sinna góðgerðarmálum, eins og
mun vera í þessu tilviki. Þá segir þing-
maður ekki: „Nei, takk. Ég hef ekki
áhuga á að stfga á svið. Ég er önnum
kafinn við að sinna vinnu minni og
hún byggist ekki á því að vera á leiit-
sviði." Hann hugsar: „Já, ég er sannar-
lega til. Ég fæ mynd í blöðunum og at-
hygli og það verður klappað heilmikið
fyrir mér." Það nægir þingmanninum
alveg. Svo er Ifka gott að það berist
út til fjöldans að hann hafi gefi vinnu
sína frítt í þágu góðgerðarmála.
Smáborgarinn las Píkusögur á
sínum tíma í handriti. Það var satt
best að segja ekki eftirminnileg lesn-
ing. Smáborgarinn hefur nefnilega
ekkert voðalega mikinn áhuga á pík-
um. Hann er meira gefinn fyrir það
listræna og slíkt var sannarlega ekki
að finna í þessu heldur auma leikriti
sem hefur öðlast óverðskuldaðar vin-
sældir. Smáborgarinn á hins vegasr
vin (karlmann) sem las Píkusögur
sér til ómældrar ánægju. Hann er
mikill kvennamaður og píkur eru því
sérstakt áhugamál hans. Svona er nú
áhugamálum manna misskipt í þess-
um heimi.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður
Er ekkert erfitt fyrir þig að vera
mögulega á sömu skoðun og
dómsmálaráðherra?
„Það er alltaf gott þegar menn ná saman um mikilvæg mál þvert á flokkslín-
ur. Björn getur verið erfiður við að eiga þó átti ég ekki von á öðru en því að
hann tæki þessari málaleitan vel. Ég er því glaður yfir óvæntu, hugsanlegu
bandalagi við Björn.“
Björgvin G. Sigurðsson hefur óskað eftir umræðu á þingi um heimildir lögreglu til þess að leita uppi barnaníðinga. Hann hefur
varpað þeirri spurningu fram hvort til greina komi að nota tálbeitur f þeirri vinnu en þeir dómsmálaráðherra hafa að undan-
förnu deilt um réttmæti þess að koma upp sérstakri greiningardeild við embætti Ríkislögreglustjóra.
Brosnan sýnir Bond samúð
Pierce Brosnan hefur mikla samúð með hinum nýja James
Bond, Daniel Craig, eftir að hann slasaðist við tökur á nýju
myndinni um njósnara hennar hátignar.
Nokkrar tennur voru kýldar úr Craig í bardagaatriði en Brosn-
an sagði í vikunni að hann vissi hversu hættulegt það gæti verið
að leika sjálfan 007. „Ég var saumaður saman marg oft, það
komst bara ekki í blöðin,“ sagði Brosnan. „Áhættuleikari
skar mig í andlitið, ég rústaði á mér hnénu, maður
lendir í svona löguðu í þessum myndum.“
Valið á Craig sem hinum næsta Bond hefur mikið verið gagnrýnt en Brosnan
er ánægður með það „Mér finnst Daniel Craig vera góður leikari, hann er mjög
umdeildur en ég held að hann muni sýna öllum hvað í honum býr.“
Kylie ekki að gifta sig
Poppdrottningin Kylie Minogue neitar að hún og elskhugi sinn, Olivier Martinez
séu að fara að giftast, en það var sjálf móðir hans sem lét hafa eftir sér að parið sé að
fara að gifta sig seinna á árinu.
Minogue harðneitar þessu þrátt fyrir fullyrðingar tengdó og talsmaður hennar
sagði í tilkynningu að þetta væri einfaldlega ekki rétt.
„Sonur minn lofaði að senda eftir mér flugvél þegar stóri dagurinn rynni upp,“
sagði mamma Martinez, hress og kát. „Kylie gengur svo vel í baráttunni við
krabbameinið, við fögnum því vegna þess að þá geta hún og sonur minn gift
sig.“
Colin kœrir kjarnakonu
Sjarmatröllið Colin Farrell hefur farið hamförum við að reyna að stoppa dreifingu á
myndbandi sem sýnir hann í ástarleikjum með Playboykanínunni Nicole Narain.
Nú hefur hann kært vinkonu Narain, fyrirsætuna Candace Smith, fyrir að reyna að
koma myndbandinu í dreifingu.
Farrell sakar Smith, sem er fyrrverandi ungfrú Ohio, að hafa reynt að koma mynd-
bandinu í almenna dreifingu og á Internetið. Hún kemur til með að verja sig sjálf í mál-
inu þar sem hún er ekki aðeins fyrirsæta og fegurðardís, heldur einnig lögfræðingur
og reyndar sálfræðingur.
Réttarhöldin hefjast á næstu vikum.
Ef það myndi henta herranum, mun ég
vera í verkfalii til stuðnings kaupkröfum
mínum frá kl. tvö til fjögur eftir hádegi.
HEYRST HEFUR...
In
Björn Ingi
Hrafnsson,
aðstoðarmaður
HalldórsÁsgríms-
sonarforsætisráð-
herra og helsta
vonarstjarna
Framsóknarflokksins, veikt-
ist nýverið svo hastarlega af
lungnabólgu að hann þurfti
að leggjast inn á spítala og eru
honum sendar góðar batakveðj-
ur með þessum línum. Hins
vegar rifjast það upp þegar leið
að lokum valdaferils Davíðs
Oddssonar, veiktist aðstoðar-
maður hans, lllugi Gunnarsson,
einnig af lungnabólgu og það
mjög heiftarlega. Vakna spurn-
ingar um hvort starfið er svona
slítandi eða hvort Múrinn er
einfaldlega haldinn húsaveiki
afverstu sort...
Herstöðva-
andstæð-
ingurinn og
wesserbisserinn
Stefán Pálsson
heldur úti fjör-
legum bloggi
(www.kaninka.net/stefan) auk
þess sem hann skrifar reglu-
lega á Múrinn (www.murinn.
is). í blogginum ræðir hann
m.a. um skopmyndamálið og
segir hvimleiðast við það hve
margir reyni að slá sig til ridd-
ara í baráttunni fyrir tjáning-
arfrelsinu. Bendir hann svo á
að enginn þeirra riddara hafi
tekið upp hanskann fyrir sagn-
fræðinginn David Irving, sem
dæmdur var í þriggja ára fang-
elsi í Austurríki á þriðjudag
fyrir að afneita helför Gyðinga
í seinni heimsstyrjöld...
Prátt fyr-
ir að 1
íslenskt efna-
hagslíf nötri
eilítið þessa
dagana er
engan bilbug
að finna á Val-
gerði Sverrisdóttur viðskipta-
ráðherra, sem setur íslenskt
fjárfestingarþing í New York-
borg í dag. Athafnaskáldið
Ólafur Jóhann Ólafsson, sem
jafnframt er einn af eigendum
þessa blaðs, verður aðalnúm-
erið ásamt ýmsum fjármála-
spekúlöntum öðrum og verð-
ur áhersla lögð á að Island sé
kjörlendi fyrir erlenda fjárfesta.
Meðal fyrirtækja, sem munu
kynna sig á Manhattan í dag
eru Actavis, ALCOA, Century
Aluminum, FL Group, Lands-
bankinn, Norræni fjárfestinga-
bankinn. Sjóvá, Straumur-Burð-
arás og Össur...
ri Edw-
ba I d
hinn nýi
forstjóri
365, þótti
ekki ríða
ýkja feitum
hesti frá
viðureign
sinni við Magnús Ragnarsson,
sjónvarpsstjóra Skjás 1, í Kast-
ljósi á þriðjudagskvöld. Þótti
mörgum sérkennilegt að sjá
Golfat í bullandi vörn gagn-
vart Davíð, en ekki síður kom
á óvart að mörg grundvallar-
atriði samkeppninnar milli
stöðvanna virtust koma hon-
um í opna skjöldu. Málsvarar
Ara segja hann einfaldlega
ekki orðinn nægilega kunnug-
an sínum nýju vígstöðvum og
benda til dæmis á að hann hafi
ávallt nefnt fyrirtækið þrjá, sex,
fimm, en fram til þessa hefur
það ævinlega verið nefnt þrjú-
hundruðsextíuogfimm...
œmM